Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Page 89

Frjáls verslun - 01.03.2011, Page 89
FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 89 mikið kennileiti í reykjavík Er Harpan með stærri verkefnum ykkar hingað til? Valdimar Valdi­marsson, véliðn­ fræðingur hjá Íslofti, verður fyrir svörum: „Þetta verkefni er án vafa eitt af stærstu og flóknustu verk efnum sem Ísloft hefur tekið þátt í hing­ að til. Þrátt fyrir stærðargráðu þess hefur fyrir tækið þó á und­ anförnum árum leyst af hendi mörg af stærstu verkefnunum á sviði loftræsikerfa hérlend is, eins og t.d. í Smáralind, Kringl­ unni og Flugstöð Leifs Eiríks­ sonar auk virkjana og álvera. Margs konar framleiðsla Flest verkefnin fær fyrirtækið með því að bjóða í verk sem boðin eru út en Ísloft tekur líka að sér alls kyns verkefni sam­ kvæmt beiðni viðskiptavina og er óhætt að segja að fjölbreytnin í verkefnum sé mikil. Ísloft framleiðir auk loftræsi­ kerfa m.a. eldvarnarhurðir, veggjastoðir, málmklæðningar á þök og veggi ásamt einangr­ un og klæðningu fyrir hita­ og kælilagnir. Loks má nefna innréttingar í hesthús, hitablás­ ara, eldhúsháfa og ýmislegt fleira.“ Hvernig er vinnan við Hörp­ una búin að ganga? „Hún hefur gengið vel og nú er farið að sjá fyrir end­ ann á þessu mikla ævintýri. Það er hugur í mönnum á endasprettin um og tilhlökkun að fá að njóta tónlistar í Hörp­ unni um ókomin ár.“ mikið ævintýri Ísloft blikk- og stálsmiðja ehf. hóf störf við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu snemma árs 2008 við uppsetningu loftræsikerfa, stokkalagna sem og annarra íhluta kerfanna. Ísloft „Þetta verkefni er án vafa eitt af stærstu og flóknustu verkefnum sem Ísloft hefur tekið þátt í hingað til.“ Valdimar Valdimarsson véliðnfræðingur hjá Íslofti blikk­ og stálsmiðju.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.