Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Page 90

Frjáls verslun - 01.03.2011, Page 90
90 FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 P eter Kjær var virð u­ legur þegar hann tók á móti gestum í afar fallegu skotapilsi og boðið var upp á frískandi fordrykk sem saman­ stóð af viskíi og eplasafa (cid­ er). Sumarlegur drykkur sem átti vel við fyrsta sólríka dag sumarsins. Í bakgrunni mátti heyra tónlist rokkuðu sekkjar­ pípuleikaranna í Red Hot Chili Peppers. Peter stýrði kvöldinu og leiddi viðstadda í allan sannleik um veislumatseðilinn og vínið. Farið var út fyrir hefðbundna ramm­ ann, þ.e. hvítt og rautt vín var ekki borið fram eins og tíðkast með mat, heldur fékk viskíið að leika aðalhlutverk. Friðgeir Ingi Eiríksson, yfirmatreiðslumeistari Holtsins, hafði sett saman ein­ staklega áhugaverðan matseðil af tilefninu þar sem viskí gaf tóninn í bragðinu. Mikilvægi vatns út í viskí Peter Kjær hafði orð á því að fjöl margir teldu að viskí ætti ekki samleið með mat en var öruggur um að sér tækist að sannfæra gesti um hið gagn­ stæða þetta kvöld. Yfirmat­ reiðslumeistarinn hafði fengið í té upplýsingar um hvers konar viskí ambassadorinn vildi bjóða upp á með hverjum rétti og hann blandaði besta hráefni sem Ísland hefur upp á að bjóða saman við besta viskí sem Skotland státar af. Útkoman hlaut að verða góð. Að minnsta kosti hljómaði hún spennandi. Þegar sest var til borðs mælti Peter Kjær með því að gestir blönduðu viskíið með vatni svo alkóhólmagnið minnkaði um 20%, annars væri það of sterkt og voldugt. Að hans Á dögunum bauð Vínaheildsalan Mekka Wine & Spirits á Íslandi til viskíkvöldverðar á Hótel Holti í tilefni af komu Peters Kjærs sem er svokall aður „Brand Ambassador“ hjá Chivas Brothers í Skotl andi. Auk þess fór fram smökkun á dýrindisviskíi undir hans leiðsögn. TexTi: Hrund HauksdÓTTir Myndir: Geir Ólafsson ViskíkVöldVerður Peter Kjær, „Brand Ambassador“ eða sendiherra hjá Chivas Brothers, hefur unun af starfi sínu.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.