Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2011, Page 93

Frjáls verslun - 01.03.2011, Page 93
FRJÁLS VERSLUN 3.tbl.2011 93 söngvamyndum á borð við Chicago og Nine. Sjóræningjamyndin er frumsýnd í byrj un maí. Næst í röðinni er Hangover part II, sem sker sig nokkuð úr þar sem um hrein rækt­ aða grínmynd er að ræða en forverinn, Hang over, sló eftirminnilega í gegn fyrir tveimur árum. Annar hlutinn er beint fram­ hald. Eftir piparsveinaveisluna í Las Vegas eru félagarnir þrír á leið til Taílands í brúð­ kaups Stus. Það eru sem fyrr Bradley Cooper, Zack Galifianakis og Ed Helms sem leika hrakfallabálkana. Auk þeirra leikur Liam Neeson stórt hlutverk. Í byrjun júní hefjast svo sýningar á X Men: First Class sem er fimmta myndin í X Men- flokknum. Varla er hægt að tala um beina framhaldsmynd heldur gerist hún á undan X Men­myndunum, en þrjár þeirra voru í beinu framhald hver af annarri. Nýir leikarar eru komnir til leiks enda eru aðalpersónurnar öldungarnir tveir, Magneto og Professor X, sem í þessari mynd eru ungir að árum og þar að auki vinir. Þeir voru túlkaðir af Ian McKellan og Patrick Stewart. Nú eru það James McAvoy og Michael Fassbender sem stíga í þeirra spor. Þjóðhátíðarmyndin í Bandaríkjunum er þriðja Transformers­myndin, Transformer: Dark Of the Moon. Þar er allt við sama heygarðshornið. Michael Bay, sem sérhæft hefur sig í mikilfenglegum ævintýramyndum sem eru meira útlit en innihald, er við stjórnvölinn eins og í fyrri myndum og eina breytingin á leikaraliðinu er að kynbombunni Megan Fox var sagt upp en Josh Duhamel og Shia LaBeouf eru á sínum stað. Auk þeirra leika í myndinni Patrick Dempsey, John Malkovich, John Turturro og Rosie Huntington­Whiteley sem leysir Megan Fox af hólmi. Segir myndin frá kapphlaupi um það hverjir verða fyrstir að ná til sín geimfari á tunglinu sem mikil verðmæti liggja í. Lokakaflinn í Harry Potter-serínni kemur svo í kvikmyndahús um allan heim um miðjan júlí. Eins og kunnugt er þá er um að ræða seinni hlutann af einni kvikmynd sem gerð var eftir síðustu bókinni, Harry Potter and the Deadly Hallows. Þeirri kvikmynd var skipt í tvennt, til að gera sögunni betri skil segja framleiðendur en flestir brosa út í annað þegar þessi skýring er borin á borð vitandi að auðvitað er verið að mjólka kúna meðan enn er að finna dropa í henni. Hvað um það, Harry Potter­myndirnar eru meðal vinsælustu ævintýramynda sem gerðar hafa verið og þarf enginn að óttast að Harry Potter and the Deadly Hallows, Part 2 valdi vonbrigðum hvað það varðar, spurningin er um gæðin en mörgum þótti fyrri hlutinn ekki hafa sama kraft og fyrri myndirnar. Síðasta framhaldsmynd sumarsins ætti að koma mörgum á óvart en hún heitir Rise of the Planet of Apes og er þar komin enn ein Apaplánetumyndin. Fyrsta kvikmyndin var gerð 1968 og þessi nýjasta útgáfa fer fram áður en Charlton Heston kom úr geimferð sinni og komst að því að apar höfðu tekið völdin á jörðinni. Hér segir frá vísindamanni sem er að leita lækningar við Alzheimer­ sjúkdómnum með því að gera tilraunir á apa sem nefnist Caesar. Hann leysir úr læðingi gáfur sem ekki var vitað að apar byggju yfir og í kjölfarið verður stríð milli apa og manna um yfirráðin á jörðinni. Í aðalhlutverkum eru James Franco, Andy Serkis og Frieda Pinto. Gætu getið af sér afkvæmi Nokkrar miklar ævintýrakvikmyndir verða sýndar í sumar sem ekki eiga sér forsögu í kvikmyndaheiminum en þegar er farið að ræða um framhald af sumum þeirra þrátt fyrir að þær hafi ekki enn verið teknar til sýningar. Sú sem fyrst verður frumsýnd er Thor, sem í upphafi gerist í goðheimum. Þór, sonur Óðins, er gerður útlægur úr Ásgarði og sendur til jarðarinnar. Þar kynn­ ist hann stúlku sem kennir honum auð ­ mýkt og gefur honum styrk til að berj ast við óvini sem koma á eftir honum. Í aðal­ hlutverkum eru Chris Hemsworth, Anthony Hopkins og Natalie Porter. Leikstjóri er kvikmyndir Hangover part II: Zack Galifianakis, Bradley Cooper og Ed Helms. X Men: First Class: James McAvoy og Michael Fassbender. Transformer: Dark of the Moon: Shia LaBeouf.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.