Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 10
10 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 fyrst & fremst Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jó úin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Hvernig almenningsálitið var mótað í þágu Baugsmanna B ók Björns Bjarnasonar um Baugsmálið, Rosabaugur yfir Íslandi, hefur verið vel tekið og var efst á metsölulista Eymundsson þegar tekið var mið af bóksölu í verslunum Eymundsson um land allt dagana 25. maí til 1. júní. Bókin er kilja og 432 blaðsíður. Björn segir í aðfaraorðum að megintilgang­ ur bókarinnar sé að „greina þær aðferðir sem beitt var til að móta almenningsálit í þágu Baugsmanna, vega að réttarvörslu­ kerfinu og hafa áhrif á niðurstöðu dómara“. Í bókinni kemur fram að Baugsmálið hafi byrjað með kæru Jóns Geralds Sullenburg­ ers til lögreglu sumarið 2002 og síðan hús­ leit í höfuðstöðvum Baugs 28. ágúst síðar um sumarið. „Við varnir í málinu var gripið til aðferða sem eru einstæðar í íslenskri stjórnmála­ og fjölmiðlasögu. Þessi bók snýst um þessar aðferðir.“ Að mati Björns voru aðferðirn­ ar m.a. þær að Baugsmiðlum var beitt eigendum sínum til varnar í dómsmálinu og því stillt upp sem pólitísku máli en ekki sakamáli – og sem runnið væri undan rifj­ um Davíðs Odds sonar. Þekktir álitsgjafar skrifuðu reglulega í Baugs miðlana til varnar Jóni Ásgeiri – sem og nokkrir kunnir rithöf­ undar. Lögfræðing ar ráku málin í fjölmiðlun­ um og gert var lítið úr ákæruvaldinu. Þeir sem gagnrýndu eigendur Baugs lentu iðulegu í skotlínu Baugs miðlanna. „Áróðri Baugsmanna var haldið fram í fjölmiðlum þeirra og dreift endurgjaldslaust inn á hvert heimili í landinu. Víðlesnustu rithöfundar landsins slógu Baugstaktinn. Dýrustu lög menn landsins stóðu alvarlegir í bragði frammi fyrir sjónvarpsmyndavélun um og gáfu til kynna að Baugsmenn sættu pólitísk­ um árásum, lögreglu væri sigað á þá án nokkurra saka af þeirra hálfu. Vegið var að stjórnmálamönn um sem Baugs menn töldu sér óvinveitta. Á bak við áróðurinn stóð vol­ dugasti auðhringur Íslandssögunn ar,“ segir í bókinni. Þá segir: „Að rannsóknarnefnd alþingis vegna bankahrunsins léti undir höfuð leggj­ ast að lýsa þessu andrúmslofti og geta Baugsmálsins og um hvað það snerist á sviði dómsmála, stjórnmála og fjölmiðla verður hvorki afsakað með skorti á tíma né fjármunum.“ Fram kemur að Baugsmenn hafi lagt höfuð kapp á áróður til að grafa undan trú á ákæruvaldinu. „Látið var í veðri vaka að lög regla og saksóknarar væru ekki annað en viljalaus verkfæri í höndum óvina Baugs meðal stjórnmálamanna.“ Ennfremur þetta: „Pólitískir óvinir Davíðs urðu vinir Baugs. Undir forystu Ingibjarg­ ar Sólrúnar Gísladóttur tók Samfylkingin höndum saman við Baugsmenn. Af hálfu Samf ylkingarinnar var kosningabaráttan vorið 2003 háð undir eigin merkjum og Baugs.“ Lokaorð Björns í bókinni eru þessi: „Rannsókn minni á Baugsmálinu er lokið. Niðurstaðan liggur fyrir hér í þessari bók. Ég kynni hana í fullvissu þess að fleiri en ég vilji átta sig á því hvernig málið var rekið í opinberum umræðum til að villa um fyrir almenningi og hafa áhrif á dómarana. Þeir sem stóðu í eldlínunni við gæslu laga og réttar geta litið með stolti á störf sín.“ Tilgangur bókarinnar er „að greina þær aðferðir sem beitt var til að móta almenningsálit í þágu Baugsmanna, vega að réttarvörslukerfinu og hafa áhrif á niðurstöðu dómara“. Við varnir í málinu var gripið til aðferða sem eru einstæðar í ís lenskri stjórn mála- og fjöl miðla- sögu. Þessi bók snýst um þessar aðferðir.“ TexTi: Jón G. Hauksson Mynd: Geir ólafsson Rosabaugur yfir Íslandi: Björn Bjarnason með bók sína Rosabaugur yfir Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.