Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 20
20 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 Fyrirtæki ársins hjá VR Í slenska gámafélagið sigraði í flokki stórra fyrirtækja í árlegri könnun VR á fyrirtæki ársins og fékk einkunn­ ina 4,49 af 5,0 mögulegum. Þetta er annað árið í röð sem Íslenska gámafélagið er útnefnt fyrirtæki ársins hjá VR. Í flokki minni fyrirtækja urðu Vinnuföt ehf. sigurvegari en fyrirtækið fékk 4,94 í heildareinkunn en meðaltal minni fyrirtækja var 4,1 í könnuninni. Þetta er í fyrsta skipti í sögu þessara kannana VR að vinnings­ fyrirtæki fær heildareinkunn yfir 4,9. Sögu­ leg könnun. Stefán Einar Stefánsson, nýkjörinn for­ maður VR, segir að horft sé til aðbúnaðar og vellíðunar starfsfólks og ákveðnir þættir í stjórnun og starfsmannahaldi kannaðir meðal starfsfólksins og fyrirtækjunum gefn­ ar einkunnir út frá niðurstöðunum. „VR kynnti fyrirtæki ársins í fyrsta skipti vorið 1997 og hefur gert það árlega síðan. Könnunin hefur orðið umfangsmeiri ár frá ári og þetta árið náði hún til fjörutíu þúsund starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði,“ segir Stefán. „Þegar fyrirtæki ársins var valið í fyrsta sinn var markmiðið m.a. að gefa félags­ mönn um upplýsingar til að þeir gætu metið vinnustað sinn á hlutlausan hátt og borið hann saman við aðra. Þótt könnunin hafi tekið breytingum er markmiðið enn það sama; upplýsingarnar sem starfsmenn fá eru ítarlegar og sýna ekki einungis stöðuna heldur þróunina innan veggja fyrirtækisins síðustu ár.“ Hvert er að þínu mati helsta gildi þessarar könnunar? „Könnunin er kjörinn vettvangur fyrir starfs­ menn til að ræða við stjórnendur um stöð­ una innan veggja fyrirtækisins. Hún gefur þeim færi á að hrósa fyrir það sem vel er gert og benda á hvað betur má fara. Fyrir stjórnendur er mikilvægt að heyra hvern­ ig starfsmönnum líður og hver afstaða þeirra er. Niðurstöðurnar eru þannig öllum, starfs mönnum og stjórnendum, mikilvægur mælikvarði á frammistöðu fyrirtækisins sem vinnustaðar. Niðurstöðurnar endurspegla ástandið á vinnumarkaði hverju sinni, eins og glöggt kom fram í könnuninni fyrir og eftir hrun. Niðurstöðurnar sýndu nákvæmlega hvernig hrunið kom við starfsmenn og hvernig fyrir­ tæki brugðust við. Það er ómetanlegt að geta á þennan hátt skoðað hvaða áhrif ytri og innri aðstæður fyrirtækja hafa á líðan og aðbúnað starfsmanna og hvernig við get­ um best brugðist við.“ Íslenska gámafélagið Íslenska gámafélagið hlaut 4,49 í heildar­ einkunn en að meðaltali voru stærri fyrir tæki með 4,01 í einkunn þannig að Íslenska gámafélagið reyndist talsvert yfir meðal­ lagi. Hæstu einkunnina fékk Íslenska gámafélagið fyrir þáttinn Ánægja og stolt af fyrirtæki. Ekki er hægt annað en dást að svo góðum árangri en þessi þáttur könnun­ arinnar mælir m.a. vellíðan í vinnu og hvort viðkomandi myndi mæla með vinnustaðn­ um sem góðum vinnustað við vini. Íslenska gámafélagið fékk líka háa ein­ k unn fyrir Sveigjanleika í vinnu eða 4,66 en lægsta einkunnin er fyrir Launakjör, 3,89. Allajafna er sú einkunn lægst meðal fyrirtækja í þessari könnun en gefur sannar­ lega vísbendingu og fyrirheit um að launa­ kjör séu ekki úrslitaþáttur þegar kemur að vellíðan og ánægju fólks í starfi. Vinnuföt Í flokki minni fyrirtækja sigraði að þessu sinni fyrirtækið Vinnuföt ehf. Það fékk 4,94 í heildareinkunn en meðaltal minni fyrirtækja er 4,1. Þetta er í fyrsta skipti sem vinningsfyrirtæki fær heildareinkunn yfir 4,9. Fyrirtækið fékk 5,00 stig fyrir þáttinn Ánægja og stolt af fyrirtæki þar sem meðal­ tal minni fyrirtækja var 4,24. Það hlaut svo einkunnina 4,96 fyrir Trúverðugleika stjórn­ enda en meðaltalið þar er 4,05. VR verðlaunar þau fyrirtæki sem samkvæmt árlegri könnun VR skara fram úr í aðbúnaði, vellíðan, stjórn un og starfsmannahaldi. Þetta er annað árið í röð sem Íslenska gámafélagið er fyrirtæki ársins hjá VR í flokki stærri fyrirtækja. „Könnunin er kjörinn vettvangur fyrir starfs menn til að ræða við stjórn endur um stöð una innan veggja fyrirtækisins. Hún gefur þeim færi á að hrósa fyrir það sem vel er gert.“ TexTi: STeingerður STeinarSdóTTir Myndir: geir ólafSSon 20 efstu í flokki stærri fyrirtækja Íslenska gámafélagið Johan Rönning Securitas Betware á Íslandi Logos Maritech Prentsmiðjan Oddi VÍS 1912-samstæðan Parlogis Distica Nova Össur ISS Ísland Icepharma CCP Nýherji Tryggingamiðstöðin Öryggismiðstöð Íslands Alcan á Íslandi Íslandspóstur 20 efstu í flokki smærri fyrirtækja Vinnuföt Podium Imports Sigurborg Miracle Gróco Spölur Kjarnavörur Beiersdorf Danica sjávarafurðir Sæmark Microsoft Íslandi Birtingahúsið Bókhald og uppgjör Kemi Emmessís Basis Vörumerking Frjó Globus Krýsuvíkurskóli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.