Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 53
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 53 Frá þessu eru þó tvær undantekningar. Annars vegar er heimilt að flytja aflaheim­ ildir milli skipa í sömu útgerð. Hins vegar er heimilt að skiptast á aflaheimildum, enda sé um jöfn skipti (í þorskígildum) að ræða. Þetta þýðir í reynd að viðskipti með aflahlutdeildir fyrir fé eru afnumin. Vöru­ skiptaverslun er á hinn bóginn leyfð áfram. Þessar viðskiptahömlur hafa víðtækar afleiðingar. Í fyrsta lagi torvelda þær þróun og aðlögun sjávarútvegsfyrirtækja að nýj­ um aðstæðum og tækifærum. Þar sem eng inn getur keypt eða selt aflahlutdeildir geta fyrirtæki hvorki stækkað né minnkað. Nýir aðilar komast þess vegna heldur ekki inn og fyrirtæki í hnignun draga það sem lengst að hætta til þess að glata ekki aflahlutdeildum sínum bótalaust. Í stuttu máli er ein afleiðing þessarar takmörkunar að fiskveiðar verða ekki lengur stundaðar hjá hagkvæmustu útgerðunum. Þjóðhagslegi kostnaður af þessu er mjög verulegur og bætist við önnur þjóðhagslega skaðvænleg áhrif af frumvarpinu. Í öðru lagi þýðir þetta bann við viðskipt­ um að aflahlutdeildir verða nú verðlausar á markaði. Enda þótt þær muni vissulega vera verðmæti í höndum núverandi hand­ hafa þeirra og e.t.v. í tengslum við þau skip sem þær eru skráðar á mun sjálfstæð tilvera aflahlutdeilda sem verðmætis hverfa. Ljóst er að eignarýrnun af þessum ástæð um er veruleg. Sú eignarýrnun bætist við eignarýrnun vegna skamms samn ingstíma. Þetta krefst leiðréttingar í formlegum efnahagsreikningum fyrir­ tækjanna. Sú leiðrétting gæti verið mjög veruleg. Frá sjónarmiði kröfuhafa á sjávar ­ útvegsfyrirtæki er ljóst að lánshæfni þeirra minnkar við þessa breytingu. Þar með er hætt við að lánafyrirgreiðsla muni minnka og vaxtakjör versna. Leiga aflamarks takmörkuð enn frekar Samkvæmt gildandi lögum er heimilt að flytja 50% af árlegu aflamarki skips til annarra skipa. Þessi heimild er mikilvæg til að laga kvótastöðu að ófyrirsjáanlegum breytingum á veiðiskilyrðum og öðrum rekstrarskilyrðum útgerðar á hverjum stað. Samkvæmt frumvarpinu á nú að tak marka þetta svigrúm við 25% af leyfi­ legu aflamarki. Þetta þýðir einfaldlega að möguleiki fyrirtækjanna til aðlögunar að rekstraraðstæðum hvers árs er minni. Þetta dregur enn úr hagkvæmni sjávarútvegsins. Miðað við umfang aflamarksviðskipta til þessa gæti hinn þjóðhagslegi kostnaður af þessu verið mjög verulegur. Veðsetning aflahlutdeildar bönnuð Veðsetning aflahlutdeildar, hvort sem er með beinum eða óbeinum hætti, er ein ­ faldlega bönnuð í frumvarpinu. Ekki er þó gerð krafa um að ríkjandi veðböndum sé aflýst, en endurnýjun þeirra eða fram ­ lenging er bönnuð. Þá er óheimilt að veðsetja aflahlutdeild sem fengin er á grund velli nýt­ ingarsamnings nema sem fram lengingu á fyrri veðsetningu á sömu afla heimildum. Afleiðingar þessa eru sömuleiðis víð ­ tækar. Augljósast er að þetta bann skerðir getu sjávarútvegsfyrirtækja til að afla nýs lánsfjár. Þau munu einfaldlega ekki hafa veð til tryggingar slíkum lánum. Þar sem óbein veðsetning aflahlutdeildar í formi verðbanda á skip sem aflahlutdeild er skráð á er óheimil samkvæmt frumvarpinu er ekki heldur unnt að veðsetja aflahlut­ deild ir með þeim hætti. Þessar takmarkanir bætast við þá rýrnun fyrirliggjandi veða sem stafar af því að ekki er unnt að selja aflahlutdeildir á mark aði. Því er það ekki aðeins að erfitt verður að fá ný lán, þeir sem nú þegar hafa lánað sjávarútvegsfyrirtækjum fé munu sennilega neyðast til að minnka þessar lánveitingar. Þar með blasir við að sjávarútvegsfyrirtækin neyðast til að lækka skuldastöðu sína og þar með efna­ hags reikninginn. Fé þeirra til fjárfest inga og framþróunar mun minnka að sama skapi. Sennilegt er að mörg fyrirtæki verði að selja skip sín og aðrar eignir til þess að unnt sé að losa veðbönd. Verðið fyrir slíkar eignir verður hins vegar ekki hátt, jafnvel þótt aflahlutdeildir fylgi, því kaupendur geta ekki fjármagnað þau kaup með lánum og virði aflahlutdeildar hefur þar að auki minnkað eins og að ofan var rakið. Hætt er við því að þetta veðsetningarbann ásamt banni við viðskiptum með afla hlut­ d eildir leiði til gjaldþrots margra sjávar ­ útvegsfyrirtækja og samsvarandi áfalla í fjármálakerfi landsmanna. Veðsetningarbannið er til þess fallið að breyta lifandi fjármagni, þ.e. fjármagni sem getur skapað annað fjármagn með fjárfestingum, í dautt fjármagn. Þetta er einmitt vel þekkt vandamál í þróunar lönd ­ um þar sem eignarréttur og veðsetning eigna eru oft ómöguleg (De Soto 2000). Veð setningarbannið er því skref í áttina að því efnahagsskipulagi sem tíðkast í þróunar löndunum og mest hjá þeim sem fátækust eru. Veiðigjald tvöfaldað Veiðigjald er hækkað úr 9,5% í 19% af svo kallaðri vergri hlutdeild fjármagns (EBIDTA). Miðað við áætlaða EBIDTA á fisk veiðiárinu 2010­11 verður gjaldið þá u.þ.b. 5,6 ma. kr. Rétt er að vekja athygli á því að þetta er ekki gjald á hagnað. Inn ­ heimta þessa veiðigjalds getur hæglega þýtt að sjávarútvegsfyrirtækin séu rekin með tapi. Það gerist t.d. ef hagnaður nær ekki 19% af EBIDTA. Á áratugnum 1990­ 2000 gerðist það flest árin, en ekki eftir það. Þessi hækkun þýðir auðvitað meiri skatt ­ heimtu af sjávarútvegi. Það þýðir því enn lækkun í virði aflahlutdeilda: Hún þýðir einnig minni hagnað eftir opin ber gjöld og þar með minni getu til fjárfestinga. Ofan á það bætist minni arð ­ semi fjárfestinga vegna veiðigjaldsins og því minni hvati fyrirtækja til fjárfestinga. Ennfremur þýðir minni hagnaður fyrir tækj ­ anna aukna áhættu fyrir lánveitendur, sem munu því bæði þurfa að hækka vaxtakröfu sína og draga frekar að sér lánahöndina. Bætist þetta við áhrifin vegna banns á veð ­ setningar og framsal aflahlutdeilda sem rædd voru hér að framan. Pottar til úthlutunar Samkvæmt frumvarpinu verður miklu stærri hluti leyfilegs heildarafla en áður færður í potta til sérstakrar úthlutunar. Í þessu felst í rauninni tvennt: Annars vegar er hlutdeild núverandi handhafa aflaheimilda minnkuð. Hins vegar fær ráðherra aukið vald til að ráðstafa afla rétt indum til ýmissa þarfa meira og minna að eigin geðþótta. Óheimilt verður að selja aflahlutdeildir fyrir fé og bannað að veðsetja þær á nýjan leik. Þær eru því einnig af þeirri ástæðu miklu lakara veð fyrir banka en áður. Þar með neyð­ ast bankar til að krefjast nýrra veða og/eða kalla inn skuld ir og færa það sem á vantar á af­ skrifta reikning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.