Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Síða 36

Frjáls verslun - 01.04.2011, Síða 36
36 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 stjórnun Ísland fellur um eitt sæti frá fyrra ári á lista IMD­viðskiptaskólans í Sviss um samkeppnishæfi hagkerfa. Árið 2011 er landið í 31. sæti listans, af 59 löndum. Efst eru Hong Kong og Banda ríkin. Næst fyrir ofan Ísland eru Frakkland og Tékkland, og næst á eftir eru Indland og Eistland. Mat IMD er byggt á upplýsingum um efnahagsástand, innviði og umhverfi fyrirtækja. Horft er á opinberar hagtölur og kannanir gerðar meðal stjórnenda. Niðurstöður fyrir einstök svið eru síðan hristar saman og út kemur tala sem á að sýna samkeppnishæfi hvers lands fyrir sig. Efnahagsástand er á Íslandi það versta sem sjá má í könnuninni, að mati IMD. Skólinn telur Íslendinga nálægt botninum þegar litið er á hagvöxt, vöruútflutning, beinar fjárfestingar í útlöndum, fjár fest­ ingar útlendinga í innlendum hlutabréfum og fjölbreytni hagkerfisins. Umgjörð stofn ­ ana og fjármál hins opinbera draga landið líka niður. Hagkvæmni í opinberum rekstri er ekki heldur talin mikil. Hagkvæmnin ræðst meðal annars af tekju skatti fólks, skuldum hins opinbera og lánshæfismati auk eignarhalds ríkisins á fyrirtækjum. Innviðir samfélagsins eru hins vegar með því besta sem gerist. Þannig eru menntakerfi, vegir og aðgangur að raf magni til fyrirmyndar. Viðskiptakjör Íslands eru líka góð, atvinnustig hátt og fólk vel menntað. Sterkir innviðir íslensks hagkerfis Hið opinbera leggur fé til hliðar fyrir líf­ eyrisskuldbindingum og landsmenn eru yngri en gengur og gerist. Í tilkynningu frá Viðskiptaráði Íslands um þessar niður­ stöður segir að sterkir innviðir íslensks hagkerfis gefi von um að sam keppnis hæfi landsins batni nokkuð á komandi árum. IMD­skólinn er ekki einn um að mæla samkeppnishæfi þjóða. Á lista World Economic Forum eru 139 lönd, og er Ísland í 31. sæti árið 2010. Landið hefur dott ið niður um 11 sæti á tveim árum. Núna eru Írland og Síle í sætunum fyrir ofan Ísland, en Túnis og Eistland næst á eftir. Skýringarnar á bágu gengi Íslands árið 2010 eru slæmt efnahagsástand (138. sæti) og slakt ástand á mörkuðum með hlutabréf, skuldabréf og aðrar eignir (122. sæti, úr 20. í hitteðfyrra). Það sem gerir íslenskum fyrirtækjum erfiðast fyrir að mati skýrsluhöfunda eru þessir þættir í þessari röð: Skortur á fjármagni, gjaldeyrishöft, verðbólga, háir skattar og óstöðugt stjórnarfar. Styrkur landsins felst í góðu menntakerfi (4.­6. sæti) og því hvað Íslendingar eru fljótir að tileinka sér nýjungar (7. sæti). Þá eru samgöngur, nettengingar og aðrir helstu inn viðir í mjög góðu lagi (12. sæti). Þetta ætti að hjálpa Íslendingum að ná sér á strik Í nýjustu skýrslu World Economic Forum fá íslenskar járnbrautir umsögnina: „á ekki við“, en lengi vel voru þær með sína einkunn í skýrslum stofnunarinnar. Ein ­ k unnin var ekki há, en ekki alltaf sú lægsta sem landið fékk. Mikill vandi er síðan að vega niðurstöður einstakra liða saman. Fljótt á litið virðist sem vægið hljóti að vera að miklu leyti út í bláinn. Það ætti á hinn bóginn að auka traust okkar Íslendinga á listum IMD og World Economic Forum að landið er í sama sæti á þeim báðum um þessar mundir. Árið 2010 eru líka þrjú af fjórum efstu löndum á báðum listum þau sömu (Singapúr, Bandaríkin og Sviss). Skýrslurnar eru nokkuð samhljóma í skrifum um Ísland. Aðfinnslur eru svip­ aðar og sama má segja um það sem talið er landinu til tekna. Eitt vandamálið enn í þessari vinnu er hvernig túlka skal niðurstöðuna. Hvað er samkeppnishæfi þjóðar? Paul Krugman og fleiri hag fræð­ ingar halda því fram að það sé merkingar­ laust hugtak. Þjóðir keppa ekki eins og fyrirtæki. Þegar Coca­Ccola verður fyrir áfalli má ætla að Pepsi hagnist. En efna­ hagsáfall fyrir Belgíu kemur Hollandi líkast til einnig illa. Markaðir hollenskra fyrirtækja dragast til dæmis saman. Í viðskiptum þjóða gildir nefnilega yfirleitt að báðir græða. Þjóðir eru sam­ keppnis hæfar á tilteknum sviðum, en hæpið er að þær séu það alls staðar. Ís­ lendingar flytja út fisk og tölvuleiki vegna Hagkvæmni í opinberum rekstri er ekki talin mikil að mati IMD- viðskiptaskólans í Sviss. TexTi:siGurður JóHannesson Myndir: Geir ólafsson o.fl. Er auðvelt að reka fyrirtæki á Íslandi? Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur við Hagfræðistofnun. Ísland fellur um eitt sæti frá fyrra ári á lista IMD­viðskiptaskólans í Sviss um samkeppnishæfi hagkerfa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.