Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 80

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 80
80 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 fólk „Fjölskyldan ferðast mjög mikið og sérstaklega innanlands. Við reynum að taka fyrir ákveðna landshluta og gaumskoða þá. Til dæmis áttum við stórkostlega upplifun á Vest- fjörðum eitt sumarið.“ TexTi: HilMar karlsson Þ að má segja að ég sinni fjölbreyttu starfi hjá Skemmtigarð in­ um. Daglegur rekstur hjá mér er að sjá um fjármál fyrirtækisins, mark aðs­ mál, starfsmannamál og ýmis tilfallandi verkefni sem koma á borðið hjá mér. Ég skelli mér svo reglulega í hlutverk hópstjóra enda krefst starfið þess að ég sé sífellt í nánu samneyti við við skiptavini okkar. Þannig næ ég að vera í stöðugum tengslum við starfsemina og sé hverra nýjunga er þarft – og hvað má betur fara í rekstrinum. Við byrjuðum með litbolta árið 2000 og bjóðum nú upp á fjöl­ breytta afþreyingu, meðal ann­ ars: mini­golf, litbolta, lasertag, ratleiki, hláturjóga, trommuhring, þrautaleiki og aðra hópeflis af­ þreyingu. Afmælisveislur eru í mikilli sókn hjá okkur. Svo höld um við fjölskyldudaga fyrir fyrirtæki þar sem við bjóðum upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Við vinnum náið með starfsmannastjórum og starfsmannafélögum í að skipu leggja allt frá mjög stórum viðburðum yfir í minni skemmt­ anir fyrir starfsfólk. Ég nýt þess að vera í þessu starfi enda eru það forréttindi að vinna við að skemmta öðrum. Við hlið mér er svo öflugur hópur starfsfólks sem lætur hjarta fyrirtækisins slá. Einkunnarorð okkar eru: „Við sérhæfum okkur í hlátri“. Starf mitt felur einnig í sér að koma sífellt með nýjungar í garðinn okkar til þess að geta boðið viðskiptavinum upp á eitthvað nýtt á hverju ári. Síðasta sumar byggðum við þrjátíu tonna sjó ræningjaskip og sjóræningja­ þorp fyrir ævintýra mini­golf­ völlinn okkar, Fjársjóðsleitina.“ Ingibjörg lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og þaðan lá leiðin í viðskipta­ fræði við HÍ og útskrifaðist hún af fjármálasviði árið 1999. „Eftir útskrift fór ég í vinnu hjá Landspítala­Háskólasjúkrahúsi á sviðum hag­ og fjármála. Áætl­ anavinna, stefnumótun og kostn­ aðargreining voru meðal þeirra fjölmörgu verkefna sem voru á mínu ábyrgðar­ og starfssviði fyrir spítalann. Ég hef mikið verið í félags mál­ um í gegnum tíðina og unnið í ýmsum nefndum, meðal annars fyrir heilbrigðisráðuneytið að verkefnum er lúta að rekstri Landspítala svo og nýbyggingu sjúkrahússins. Í dag er ég í stjórn ferðamálasamtaka höfuð­ borgarsvæðisins og í nefnd fyrir FKA, auk þess að sitja í stjórnum tveggja afþreyingarfyrirtækja.“ Sambýlismaður Ingibjargar er Eyþór Guðjónsson og eiga þau fjögur börn. Fjölskyldan ferðast mjög mikið og sérstak­ lega innanlands. „Við reynum að taka fyrir ákveðna landshluta og gaumskoða þá. Til dæmis áttum við stórkostlega upplifun á Vestfjörðum eitt sumarið. Á ferðalögum okkar erum við dug leg að nýta okkur tjaldsvæði og bændagistingu víðsvegar um landið. Við Eyþór fórum einn ig í frí til Indlands, sem var mjög framandi, einstök og sterk upplifun. Á döfinni hjá okkur nú eru fjölmörg verkefni þannig að við ferðumst líklegast ekki mikið þetta sumar. Í staðinn tökum við langar helgar við og við og er ætlunin að fara með alla fjölskyld­ una á framandi gönguslóðir.“ Auk ferðalaga eru helstu áhugamál Ingibjargar hesta­ mennska og fjallganga. „Í sumar stefni ég á Sveinstind. Ég er alin upp á hestbaki og starfaði sem reiðkennari í nokkur sumur með skóla og hef alltaf haft mikinn áhuga á hestamennsku. Draum urinn er að fá hesta handa fjöl skyldunni, vonandi sem fyrst – reyndar eftir þráláta beiðni næstelstu dótturinnar. Svo bíður golfið handan við hornið.“ Ingibjörg Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins í Grafarvogi Nafn: Ingibjörg Guðmundsdóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 17. apríl 1972 Foreldrar: Guðmundur E. Þórðarson og Alda Benediktsdóttir Maki: Eyþór Guðjónsson Börn: Karen Björk, 15 ára, Karen, 12 ára, Óttar, 10 ára, og Hekla, 4 ára Menntun: Viðskiptafræðingur frá HÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.