Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 32
32 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 pund um, dollurum, kanadadollurum og íslenskum krónum. Ég tel að sú aðferð að gera Samherja upp í evrum gefi sannari mynd af rekstri og efnahag fyrirtækisins en ef íslenska krónan væri notuð en það er fyrst og fremst vegna þess að allar tekj ur Samherja eru erlendis og einungis ör lítið brot af kostnaði samstæðunnar er raun verulega í íslenskum krónum. Árs ­ reikn ingar og uppgjör snúast um að mæla árang ur og þar á að nota þá mælieiningu sem gefur sem sannasta mynd. Í okkar til viki eru það evrur sem gera það. Upp gjör s myntin sjálf skapar engan árangur í rekstri.“ EITT STÆRSTA SJÁVAR ÚT VEGS­ FYRIRTÆKI Í EVRÓPU Samherji er stórt útgerðarfyrirtæki í Þýskalandi og eitt það stærsta í Evrópu. Hver er munurinn á að reka sjávarútvegsfyrirtæki í Þýskalandi og á Íslandi? „Á báðum stöðum höfum við yfir að ráða hæfu starfsfólki til sjós og lands; vinnan er sú sama eða svipuð og markmiðið á báðum stöðum hið sama: Að hámarka þau verðmæti sem hægt er að fá fyrir afurð­ irnar. Munurinn liggur eingöngu í samskipt un­ um við stjórnvöld í þessum tveimur lönd ­ um, eins og ég hef áður nefnt. Í Þýska landi eru leikreglurnar skýrar og þeim er hvorki breytt að geðþótta eftir því hverjir eru kosnir til valda hverju sinni né er því hótað að breyta þeim. Mikil áhersla er lögð á stöð ugleika og ennfremur á að vera í góðu sambandi við forsvarsmenn fyrirtækja og stéttarfélaga sem í greininni starfa. Þar vinna stjórnmálamenn með greininni og í þágu hennar. Við Haraldur Grétarsson, fram ­kvæmdastjóri DFFU í Þýska landi, hittum þýskan ráðu neytisstjóra í sjávar útvegs­ og landbúnað ar ráðuneytinu fyr ir tilviljun í Hamborg fyrir skemmstu. Sá ágæti maður var um tíma yfirmaður deildar sem hafði með úthlutun kvóta af ýmsum toga að gera, hvort sem var innan landbúnaðar eða sjávarútvegs. Hann heils aði Haraldi með virktum og spurði frétta úr sjávarútveginum. Þeir áttu langt spjall saman, lengra en ég hef átt við Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra allan þann tíma sem hann hefur setið á valdastóli. Þjóðverjar eru 82 milljónir talsins en við Íslendingar talsvert færri. Hér þekkja ráða ­ menn okkur sem störfum í sjávar út vegi naum ast í sjón.“ Íslendingar fá að fjárfesta í sjávarútvegi í Þýska landi, en útlendingar ekki í sjávarútvegi á Íslandi. Viltu gefa fjárfestingar útlendinga í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum frjálsar? „Um fjárfestingar útlendinga í íslenskum sjávarútvegi gilda ákveðnar reglur og það er útbreiddur misskilningur að útlendingar geti ekki fjárfest í íslenskum sjávarútvegi. Það hafa þeir gert og t.d. Marine Harvest, stærsta sjávarútvegsfyrirtæki heims, sem veltir meiru en samanlagður sjávarútvegur okkar Íslendinga, er nú þegar þátttakandi í íslenskum sjávarútvegi.“ Samstarf ykkar Kristjáns Vilhelmssonar hefur gengið vel. Vinnið þið náið saman? „Við Kristján höfum unnið náið saman öll þessi ár og það samstarf byggist á trausti og vináttu. Það er gott að starfa með hon­ um og við vegum hvor annan upp.“ STJÓRNUNARSTÍLL ÞORSTEINS MÁS Þú hefur orð á þér fyrir að vera ákafamaður í stjórnun og stíllinn byggist mikið á kappsemi og eldmóði. Hvernig lýsirðu sjálfum þér sem stjórnanda? „Ég læt aðra um að dæma um stjórn unar­ hæfileika mína og það hvort ég sé ákafa­ mað ur í stjórnun. Ég veit það eitt að ég geng í hvert verk af heilum hug og kapp kosta að vinna það eins vel og ég get. Ég legg líka mikið upp úr liðsheildinni, þ.e. að hafa gott fólk í kringum mig, blöndu af eldra og yngra fólki sem hefur hæfileika og metnað til að ná árangri.“ Hvaða heilræði í stjórnun viltu gefa ungu fólki sem er að stofna fyrirtæki? „Besta ráð sem ég get gefið ungu fólki er að ganga til verks af eldmóði og ástríðu. Lykilatriði er að vera vakinn og sofinn yfir rekstrinum og veðsetja aldrei makann, börnin eða foreldrana. Það hafa of margir gert.“ Faðir þinn, Baldvin Þorsteinsson, var skipstjóri á Akureyri. Hvað lærðir þú af honum? „Pabbi var einstaklega farsæll skipstjóri um langt árabil og ég lærði margt af hon­ um. Hann stóð ekki í atvinnurekstri sjálfur en fór einstaklega vel með allt sem honum var trúað fyrir, hvort sem var skip, áhöfn eða auðlindir hafsins.“ ÁHUGINN Á BANKAVIÐSKIPTUM Þú tókst að þér stjórnarformennsku í Glitni síðustu mánuði þess banka árið 2008. Hvernig „Ég tók við stjórnarformennsku í Glitni til skamms tíma, fyrst og fremst til að standa fyrir tiltekt og breyt ing- um í átt til sparnaðar og meiri ráðdeildar í rekstrinum. “ „Það skiptir í raun litlu máli hvort þú notar krónu eða evru. Til að gjald - miðill sé trú verð- ugur þarf agaða hag stjórn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.