Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 30
30 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 FISKIFRÆÐIN OG LÍÚ Útgerðarmenn og sjómenn gagnrýna oft fiski­ fræðinga fyrir of mikla varkárni við mælingar fiskistofna. Hversu mikla trú hefur þú á fiski­ fræðinni sem fræðigrein? „Ég hef haft trú á fiskifræðinni sem fræði­ grein en ég ber ekki síður mikla virð ingu fyrir þekkingu sjómanna á lífríki hafsins. Núna eru þessir aðilar ekki sammála, t.d. hvað varðar mat á þorskstofninum. Það minnir mann á að fyrir fimm árum höfðu þessir hópar mjög ólíkar skoðanir á stærð þorskstofnsins í Barentshafi. Þá vildu fiskifræðingar leyfa veiði á 200 þúsund tonnum en stjórnvöld ákváðu að leyfa veiði á 380 þúsund tonnum og að það yrði jafn stöðuafli til þriggja ára. Í ár eru leyfðar veiðar á 700 þúsund tonnum úr þessum stofni! Í því tilviki reyndist fiskifræði sjómannanna réttari.“ Kvótakerfið verndaði fiskstofnana frá hruni – en hvers vegna hefur ekki tekist að byggja þá upp af neinu viti? Ofveiði eða breytt náttúruskilyrði? „Kvótakerfið hefur vissulega átt stóran þátt í að vernda fiskstofnana í kringum landið. Hins vegar sátu ekki allir við sama borð gagnvart þessu kerfi og það er einn stærsti galli þess. Lengst af hefur hluti flotans ekki fylgt aflamarki og veitt hefur verið umfram ráðgjöf. Það vill gleymast í umræðunni.“ Ímynd LÍÚ er ekki mjög sterk á meðal almenn­ ings og forsætisráðherra hefur hamrað á því að þetta sé harðsvíraður þrýstihópur. Hefur LÍÚ haft of mikil völd? „LÍÚ eru samtök atvinnurekenda í útgerð á Íslandi og halda auðvitað hagsmunum umbjóðenda sinna á lofti. Að sumu leyti hefur okkur tekist vel upp en að öðru leyti síður. Ég hef ekki upplifað að núverandi stjórnvöld eigi sérlega uppbyggileg sam­ skipti við samtök atvinnurekenda, sama í hvað grein menn starfa. Orð forsætis ráð­ herra um LÍÚ eru ekki svaraverð.“ Samherji komst nýlega í fréttir fyrir að geta ekki notað eigin gjaldeyri vegna ferðar nokkurra starfsmanna til Evrópu á sýningu. Var þetta áróðursbragð af ykkar hálfu – og hversu skaðleg eru gjaldeyrishöftin að þínu mati? „Ég er sammála því að nauðsynlegt var að setja á gjaldeyrishöft á sínum tíma því það var nauðsynlegt fyrir ríkisvaldið að hafa stjórn á útstreymi gjaldeyris. Það var líka nauðsynlegt að setja reglur um skil útflutningsfyrirtækja á gjaldeyri til landsins og hafa eftirlit með þeim. Hvort sem mönn ­ um líkar það betur eða verr verður það þann­ ig næstu þrjú árin í það minnsta, held ég. Ég held líka að það hafi verið tækifæri til að losa eitthvað um þessi höft og nýta hluta af þeim fjármunum, sem eru bundnir vegna þeirra, í atvinnusköpun og fjárfestingar á Íslandi og minnka þar með atvinnuleysið hér á landi, sem er að sjálf­ sögðu forgangsverkefni. Því miður hefur þetta tækifæri ekki verið notað. Seðlabankinn velur að vera með belti og axlabönd í að­ gerð um sínum eins og sést á því bréfi sem Samherji fékk frá bankanum og birti opin­ berlega. Sjálfan aðstoðarseðlabankastjóra þarf til að úthluta farareyri til nokkurra starfs­ manna Samherja sem vinna að markaðs­ mál um! Það getur ekki talist eðlilegt. Maður væntir þess að kraftar hans séu nýttir til meira skapandi verkefna og að útflutn ings­ fyrirtækjum sé sýnt lágmarks traust.“ EVRÓPUSAMBANDIÐ Hver er afstaða þín til aðildar að Evrópusam­ bandinu? „Við höfum unnið innan Evrópusam­ bands ins í 16 ár og það hefur verið áhuga­ vert. Við höfum fengið athygli og stuðning embættis­ og stjórnmálamanna til að vinna að því sem vel er gert. Þessir menn leita til okkar um ráð og hafa okkur með í ákvarðanatöku. Þeir gera líka kröfur en á sama tíma skapa þeir atvinnugreininni stöðugleika og gefa þeim sem þar starfa frið til að vinna eftir settum reglum. Stærð fiskiskipaflotans í öllum löndum Evrópu sambandsins er ákveðin eftir rúm ­ málsstærð og vélarstærð þannig að enginn, hvorki Íslendingar né aðrir, getur skráð fiskiskip í Evrópusambandslandi nema að kaupa sér annað til að úrelda á móti. Þannig hefur þetta verið árum saman. Á árum áður var stærð fiskiskipastólsins á Íslandi stjórnað eftir rúmmáli á sama hátt og nú er gert í ESB. Með dómi Hæstaréttar árið 1999 var þetta talið stjórnarskrárbrot á Íslandi. Menn hafa látið mikið af því að Íslend ingar fengju styrki frá Evrópusam bandinu og fjár fest­ ingar erlendra aðila myndu aukast. Ísland getur ekki á neinn hátt borið sig saman við þau lönd sem að undan förnu hafa gengið í ESB. Þessi lönd hafa fengið styrki til að bæta samgöngur og til upp byggingar skóla og heilsugæslu, þ.e. inn viða sjálfs samfélagsins. Þeir innviðir eru í allt öðru og betra horfi hér á landi. Á sama hátt hef ­ ur áhugi fjárfesta byggst á því að laun í þessum löndum eru miklu lægri en hér á landi. Ég hef því litla trú á að þessir styrkir og fjárfestingar skili sér inn í landið ef við göngum í Evrópusambandið. Össur Skarphéðinsson og félagar hans í ríkisstjórn hafa engin samskipti við sjávar út­ veginn önnur en þau að tala niður til þeirra sem þar starfa. Stjórnarliðar hafa líka oft opinberað þekkingarleysi sitt á evrópskum sjávarútvegi. Ég hef því enga trú á að þeir geti farið til Brussel og komið þaðan með ásætt anlegan samn ing fyrir íslenska þjóð – og allra síst í sjávar útvegsmálum. Ég er þeirrar skoðunar að þeim tíma og peningum sem eytt er í aðildarviðræður núna væri betur varið til uppbyggingar á Íslandi. Ég hef samt sagt það áður að það þurfi að fara í slíkar viðræður og leyfa þjóð ­ inni síðan að kjósa um inngöngu. Tímas etn­ ingin núna er einfaldlega röng.“ Er einhver munur á því að heildarkvótinn og aflaheimildir séu ákveðnar í Brussel eða Reykjavík? „Það hefur verið gæfuríkara fyrir þjóðina að aflaheimildunum hennar sé úthlutað af Íslendingum sjálfum og til Íslendinga.“ „Frumvörpin ganga m.a. út á það að verðlauna þá sér- stak lega sem hafa selt sig út úr þessari grein og færa þeim aflaheimildir aftur. Sem dæmi má nefna að allur byggðakvóti Dalvíkurbyggðar á þessu fiskveiðiári fór til manna sem höfðu áður selt sig út úr kerfinu og hafið smábátaútgerð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.