Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 56
56 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 kvótakerfið – bitbein þjóðarinnar Kvóta­ eða aflamarkskerfið tók gildi á árinu 1984 og leysti það af hólmi stjórn­kerfi sem fól í sér að sókn í botnfiskstofna var stjórnað með sóknardögum eða svokölluðum skrap dögum og sömuleiðis hafði Hafrann­ sókn a stofnun heimild til skyndilokana á haf svæðum þar sem hlutfall smáfisks í afla var hátt. Skrapdagakerfið var innleitt árið 1977 en á árinu 1983 var ástand bolfiskstofna orðið það alvarlegt, að mati Hafrannsóknastofn­ unar, að grípa þyrfti til róttækra aðgerða til að stemma stigu við ofveiði úr stofnunum. Hin kolsvarta skýrsla stofnunarinnar um ástand botnfiskstofna og þá aðallega þorsk­ stofnsins kom út árið 1983 og í framhaldinu var ákveðið að innleiða kvótakerfi í íslensk­ um sjávarútvegi. Reyndar hafði loðnu­ og síldveiðum verið stjórnað með aflamarkskerfi árin á undan og þótti það hafa gefist vel, ekki síst á veið­ um á íslensku sumargotssíldinni en sá stofn var að hruni kominn áður en farið var að stjórna veiðunum með úthlutun kvóta. Sóknarkerfi við hlið aflamarkS­ kerfiS fyrStu árin Við upptöku kvótakerfis á botnfiskveiðu­ num og úthlutun aflaheimilda til einstakra skipa var ákveðið að byggja á veiðireynslu áranna á undan og niðurstaðan var sú að miða við þriggja ára tímabil eða þrjú svo­ kölluð fiskveiðiár fyrir gildistöku kvótak­ erfisins. Í stað þess að miða við áramót var fiskveiðiárið skilgreint sem tímabilið frá 1. september til 31. ágúst en það þótti skyn­ samlegt af ýmsum ástæðum. Mönnum varð fljótlega ljóst að innleiðing aflamarkskerfis, sem byggðist á umræddri veiðireynslu, var að mörgu leyti óréttlát. Nægir í því sambandi að nefna að gamal­ grónar útgerðir höfðu misst úr góðan hluta viðmiðunartímans vegna þess að skip höfðu sokkið eða verið seld og önnur ekki komið í staðinn. Vélarbilanir höfðu sömuleiðis sett skip úr leik um lengri eða skemmri tíma. Við þessu var brugðist með því að leyfa útgerðunum að velja á milli aflamarks og sóknarmarks og var sá háttur hafður á fram til ársins 1990 er samræmt aflamarkskerfi fyrir öll fiskiskip stærri en sex brúttórúm­ lestir tók gildi. Smábátar voru eftir sem áður í sóknardagakerfi með tiltölulega fáum undantekningum og hélst sú skipan mála lítt breytt fram á síðasta áratug. Á árinu 1994 var reyndar brugðist við mikilli aukningu í þorskveiði smábátanna með því að tekið var upp svokallað þorskaflahámark en í því fólst að útgerðar­ menn sóknardagabáta gátu fengið úthlut­ aðan þorskkvóta en sókn í aðrar tegundir s.s. ýsu og steinbít var frjáls. Þeir, sem höfðu besta aflareynslu á þorsk­ veiðunum, völdu flestir þá leið en aðrir voru áfram í sóknardagakerfi auk þess sem nokkur fjöldi smábátamanna var enn sem fyrr í aflamarkskerfi. Sóknardagakerfi smábáta var síðan afnumið á árinu 2004 og hefur veiðum þeirra síðan alfarið verið stjórnað með aflamarki utan hvað svokall­ aðar strandveiðar hafa verið heimilaðar frá árinu 2009. frjálSt framSal drifkrafurinn Kvótakerfið hefur alltaf verið umdeilt. Vaxandi óánægju hefur gætt hin síðari ár og segja má að eftir að heimilað var að fram selja aflaheimildir innan og utan ársins til óskyldra aðila hafi umræðan að mestu snúist um það sem nefnt hefur verið kvóta­ brask, meinta eign útgerðanna á auðlindinni og veðsetningu á óveiddum fiski. Dæmi eru um að útgerðarmenn hafi selt frá sér aflaheimildirnar og horfið úr greininni með milljarða króna ávinning sem þeir notuðu síðar í annars konar fjárfestingar. Eftir sátu íbúar ýmissa byggðarlaga, sem rúin voru aflaheimildum, með sárt ennið. Þótt þessi dæmi séu til þá er ósanngjarnt að yfirfæra þau á meginþorra útgerðar­ manna. Langflestir útgerðarmenn hafa reynt að reka fyrirtækin eins vel og þeir hafa haft burði til og ná sem mestri hag­ ræðingu í rekstri. Þeir hafa unnið eftir leik reglum þjóðfélagsins og nýtt sér þær heimildir sem í boði eru. Ekki er um það deilt að frjálst framsal aflaheimilda hefur reynst útgerðunum vel og í raun verið drifkrafturinn á bak við þá hagræðingu og fjárfestingar sem orðið hafa í greininni. Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru vissulega ákaflega skuldsett. Bankar hafa lánað hundruð milljarða króna til fyrirtækjanna með veðum í aflaheimildum sem fylgja skipum. Útgerðirnar hafa bókfært kvótann sem eign í efnahagsreikningum sínum og óveidd ur fiskur í sjó er stór hluti af „eignum“ fjöl­ margra fyrirtækja. Ekki þarf því að koma á óvart að eigendum fyrirtækjanna hrjósi hugur við hugmyndum um takmarkanir á framsali veiðiheimilda og banni við veð­ setningu kvótans. Nái þær fram að ganga gæti það leitt til gjaldþrota hjá skuldsett­ um fyrirtækjum auk þess sem önnur gætu lent í verulegum vandræðum hvað varðar endurfjármögnun lána. Falli sjávarútvegsfyrirtækin má leiða að því líkur að það gæti sömuleiðis reynst náðarhöggið fyrir einstaka banka og hefur Landsbankinn, sem er með mest útlán til sjávarútvegsfyrirtækja af stóru bönkun­ um þremur, einkum verið nefndur í því sambandi. Hafi einhverjir útgerðarmenn spilað á kerfið í stórum stíl þá er þá ekki síst að finna í röðum útgerðarmanna smábátanna. Dæmi eru um að menn hafi selt sig út úr einu af þeim fjölmörgu kerfum, sem við lýði hafa verið í smábátaútgerðinni, með stórgróða og síðan haslað sér völl í því næsta og endurtekið leikinn. Strandveiðikerfið er nýjasta matarholan og það er ekki nema von að margir horfi til þess að aflaheimildir strandveiðibátanna verði auknar verulega á komandi árum. Áhuginn á strandveiðunum er mikill og til að stunda þær hafa alls konar sótraftar verið á sjó dregnir. Sennilega hefur þó eng­ inn gengið lengra í þeim efnum en mað ur­ inn sem sjósetti smábát sem komið hafði verið fyrir á róluvelli í ónefndu byggðarlagi. Verulega er þrengt að framsali veiðiheimilda með frumvarpinu og veðsetning þeirra er bönnuð. Þá er lokað á samgang á milli krókaaflamarks­ og aflamarkskerfisins en margar smábátaútgerðir hafa á undanförn­ um árum leigt kvóta frá útgerðum í „stóra kerfinu. Frjálst framsal drifkrafturinn í kvótkerfinu Eiríkur S. Eiríksson blaðamaður fjallar hér um tilurð kvótakerfisins og viðbrögð þeirra sem starfa í sjávarút­ vegi við framkomnum frumvörpum um brey t ingu á kerfinu. Eiríkur hefur skrifað í áratugi um sjávarútvegs­ mál og ræðir á næstu síðum við hagsmunaaðila í sjávarútvegi um sjónarmið þeirra. Eiríkur S. Eiríksson blaðamaður. Kortlagning heillar atvinnugreinar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.