Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 70

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 70
70 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 er tími útiveru og samveru við fjölskyldu og vini en á eyju langt úti í hafi var lengst af lít ið skjól og margir sem muna hlaup með teppi og púða í leit að vari frá vindinum þá sjaldan að sólin skein. Þessi hlaup eru liðin tíð. Íslendingar hafa lært að hemja hafgoluna með góðum skjólveggjum eða gróðri og með skjólinu kom grillið og stemningin. Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran er listakokkur og ein af þeim sem kunna að meta nota­ legheit í garðinum á sumr in. Hún grillar mikið en þar sem hún er nýflutt í nýtt húsnæði er pallurinn ekki kominn þótt viss­ ulega sé á dagskrá að byggja hann í sumar. Fróðlegt er að gægjast yfir öxlina á landsliðskokknum og fræðast um grillmenninguna á hennar heimili. grillar þú oft? „Já, mjög oft. Við grillum örugg­ lega þrisvar í viku á sumrin. Við erum með Weber­kolagrill sem við köllum Chris Weber. Sum um finnst svo mikið mál að vera alltaf að kveikja í kolum en við erum miklu hrifnari af því bragði. En ég grilla alltaf með kærastanum mínum því honum finnst það líka gaman. Þegar við grillum skiptist elda­ mennskan alveg jafnt á milli okkar, annars lendir matseldin skiljanlega oftar á mér.“ Hvað finnst þér mikilvægast að hafa í huga þegar eldað er á grilli? „Ég mundi segja að undirbúa sig vel. Til að maður geti stað ið áhyggjulaus við grillið í góða veðrinu verður að vera búið að taka allt til áður. Við tökum allt saman og höfum tilbúið á disk­ um, leggjum á borð og gerum allt klárt áður en við kíkjum út. Og svo þarf auðvitað að hafa góð áhöld til að nota meðan eldað er á grillinu.“  Hvaða hráefni finnst þér mest spennandi að nota þegar þú grillar? „Ég fæ alltaf æði fyrir einhverju tilteknu í smástund og grilla þá ekkert nema það eða þangað til ég fæ ógeð á því. Núna eru það pylsurnar frá Kjötpól sem eru mikið í matinn hjá okkur. Það er gaman að borða alvörupylsur. Ég geri kartöflusalat og við grill­ um mikið af alls konar grænmeti til að hafa með.“ Hvernig finnst þér best að meðhöndla grænmeti til að elda á grilli? „Grænmetið verður geggjað þegar það er grillað þannig sumarið Hrefna Rósa hefur verið talsmaður smellugaskúta Olís en þetta er nýtt, hand­ hægt og einfaldara kerfi við gasnotkun. Þrýstijafn­ arann þarf ekki lengur að skrúfa á gashylkið heldur er honum einfaldlega smellt á. Þessi einfaldi búnaður gerir að verkum að mun þægilegra og fljótlegra er að skipta um gaskút. Áhugasamir fá nýjan þrýstijafnara sér að kostnaðarlausu á næstu þjónustustöð Olís. Það eina sem þeir þurfa að gera er að skipta um hann á gasslöngunni hjá sér. Smellugas Olís kemur frá Kosan Gas a/s í Dan­ mörku sem leggur mikla áherslu á öryggis­ og gæðamál. Bæði kútarnir og búnaðurinn hafa staðist ströngustu örygg­ ispróf. Þær stærðir sem boðið er upp á eru 2, 6 og 11 kg stálkútar og 5 og 10 kg plastkútar (trefjakútar). Sannarlega frábær nýjung fyrir alla þá sem ætla að grilla oft í sumar. handhægt og þægilegt

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.