Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 70
70 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 er tími útiveru og samveru við fjölskyldu og vini en á eyju langt úti í hafi var lengst af lít ið skjól og margir sem muna hlaup með teppi og púða í leit að vari frá vindinum þá sjaldan að sólin skein. Þessi hlaup eru liðin tíð. Íslendingar hafa lært að hemja hafgoluna með góðum skjólveggjum eða gróðri og með skjólinu kom grillið og stemningin. Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran er listakokkur og ein af þeim sem kunna að meta nota­ legheit í garðinum á sumr in. Hún grillar mikið en þar sem hún er nýflutt í nýtt húsnæði er pallurinn ekki kominn þótt viss­ ulega sé á dagskrá að byggja hann í sumar. Fróðlegt er að gægjast yfir öxlina á landsliðskokknum og fræðast um grillmenninguna á hennar heimili. grillar þú oft? „Já, mjög oft. Við grillum örugg­ lega þrisvar í viku á sumrin. Við erum með Weber­kolagrill sem við köllum Chris Weber. Sum um finnst svo mikið mál að vera alltaf að kveikja í kolum en við erum miklu hrifnari af því bragði. En ég grilla alltaf með kærastanum mínum því honum finnst það líka gaman. Þegar við grillum skiptist elda­ mennskan alveg jafnt á milli okkar, annars lendir matseldin skiljanlega oftar á mér.“ Hvað finnst þér mikilvægast að hafa í huga þegar eldað er á grilli? „Ég mundi segja að undirbúa sig vel. Til að maður geti stað ið áhyggjulaus við grillið í góða veðrinu verður að vera búið að taka allt til áður. Við tökum allt saman og höfum tilbúið á disk­ um, leggjum á borð og gerum allt klárt áður en við kíkjum út. Og svo þarf auðvitað að hafa góð áhöld til að nota meðan eldað er á grillinu.“  Hvaða hráefni finnst þér mest spennandi að nota þegar þú grillar? „Ég fæ alltaf æði fyrir einhverju tilteknu í smástund og grilla þá ekkert nema það eða þangað til ég fæ ógeð á því. Núna eru það pylsurnar frá Kjötpól sem eru mikið í matinn hjá okkur. Það er gaman að borða alvörupylsur. Ég geri kartöflusalat og við grill­ um mikið af alls konar grænmeti til að hafa með.“ Hvernig finnst þér best að meðhöndla grænmeti til að elda á grilli? „Grænmetið verður geggjað þegar það er grillað þannig sumarið Hrefna Rósa hefur verið talsmaður smellugaskúta Olís en þetta er nýtt, hand­ hægt og einfaldara kerfi við gasnotkun. Þrýstijafn­ arann þarf ekki lengur að skrúfa á gashylkið heldur er honum einfaldlega smellt á. Þessi einfaldi búnaður gerir að verkum að mun þægilegra og fljótlegra er að skipta um gaskút. Áhugasamir fá nýjan þrýstijafnara sér að kostnaðarlausu á næstu þjónustustöð Olís. Það eina sem þeir þurfa að gera er að skipta um hann á gasslöngunni hjá sér. Smellugas Olís kemur frá Kosan Gas a/s í Dan­ mörku sem leggur mikla áherslu á öryggis­ og gæðamál. Bæði kútarnir og búnaðurinn hafa staðist ströngustu örygg­ ispróf. Þær stærðir sem boðið er upp á eru 2, 6 og 11 kg stálkútar og 5 og 10 kg plastkútar (trefjakútar). Sannarlega frábær nýjung fyrir alla þá sem ætla að grilla oft í sumar. handhægt og þægilegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.