Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 6
6 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 leiðari KKvótafrumvörp ríkisstjórn ar­innar eru hagfræðileg mis tök og enn eitt dæmið um svik hennar. Erfitt er að sjá annað en að allt muni loga í mála ­ ferlum verði þau samþykkt af Alþingi. Allar líkur eru á að Hæstiréttur taki af öll tvímæli um að ekki sé hægt að taka kvóta af útgerðum, sem keyptu hann í frjálsum viðskiptum og á grunni sérstakra laga um fiskveiðistjórnun, án þess að greiða fyrir eignatökuna. Nýlega birtist könnun MMR þar sem fram kom að nokkur meirihluti þjóðarinnar teldi í lagi að taka kvóta af útgerðum sem hefðu keypt hann í frjálsum viðskiptum. Ef spurt hefði verið hvort fólki þætti í lagi að taka húsnæði þess eignarnámi án þess að bætur kæmu fyrir hefðu þeir hinir sömu hneykslast á spurningunni. Það er furðu legt að fólki finnist í lagi að Alþingi Íslendinga setji lög um fiskveiðistjórnun og leyfi framsal kvóta í yfir tuttugu ár án þess að þeir gjörningar hafi lagalegt gildi. Þráinn Eggertsson hagfræðingur sagði í viðtali við Frjálsa verslun nýlega að kvóta ­ kerfið væri merkilegasta framtak Ís lands í skipulagsmálum heimsins og það hefði gefið góða raun við að út hluta afla heimildum milli skipa og hvetja til samkeppni. Þá sagði Þráinn: „Að inn kalla og endurselja kvót ana er í raun ómerki leg ur þjófnaður. Ríkisvaldið hyggst knýja þá sem keypt hafa kvótana fullu verði til að kaupa þá aftur. Getur þjóðar sál in veikst?“ Það, sem mest fer í taugarnar á fólki varð andi kvótakerfið, er að útgerðarmenn hafi getað selt fyrirtæki sín með kvótanum og yfirgefið atvinnugreinina með fullar hend ur fjár. Það er hins vegar of seint að taka á því máli núna. Um 90 prósent af út ­ hlutuðum kvóta hefur skipt um eigendur til að ná fram hagkvæmni í greininni. Að níðast á núverandi útgerðum er að níðast á röngu fólki. Að ætla að taka hann af þeim í reiðikasti út af þeim sem stokkið hafa út úr greininni er að hengja bakara fyrir smið. Þegar skrifað var undir samninga ASÍ og SA fyrir nokkrum vikum gaf Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra það út að ekki yrði hróflað við sjávarútveginum. Blekið var vart þornað á samningnum er þetta loforð var svikið. Margt bendir til að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sé rótin að þessu offorsi og keyri málið áfram innan stjórnarinnar. Kvótakerfið var sett á til að koma í veg fyrir hrun fiskstofna við Ísland. Það tókst! Framsali kvótans var komið á til að hagræða í greininni og fækka skipum og fiskvinnsluhúsum; minnka afkasta get­ una. Það tókst! Góðar útgerðir tóku lán og yfirtóku aðrar með kvóta sem voru við það að fara á höfuðið og úr varð mikil hagræðing jafnframt því sem bönk unum var bjargað. Landsbankinn, Búnaðar bank ­ inn og Íslandsbanki hefðu aldrei þolað að fá í fangið hundruð gjaldþrota sjávarút­ vegs fyrirtækja á sínum tíma. Banka kerfið hefði hrunið. Næstum helmingur af skuld ­ um núverandi útgerða er sagður vera vegna kaupa á kvóta. Árið 2000 skilaði Auðlindanefnd undir stjórn Jóhannesar Nordals af sér skýrslu um að greiðsla útgerða fyrir auðlindina gæti skapað sátt um stjórnun fiskveiða. Úr varð svokölluð veiðigjaldsleið sem tekin var upp árið 2002. Mörgum hefur þótt gjaldið svo lágt að það væri til málamynda. Á síðasta ári gaf það af sér um 1,5 milljarða, um þrjá milljarða á þessu ári og mun líklegast verða um 5,9 milljarðar króna á næsta ári, verði frumvarpið samþykkt. Veiðigjaldið er frádráttarbært frá skatti hjá útgerðum og minnkar skatttekjur af greininni á móti. Mörg byggðarlög áttu sérstaka byggða ­ kvóta og dæmi er um að þau hafi selt þá í góðærinu til að byggja m.a. íþróttahús og sundlaugar. Nokkrir þeirra, sem seldu kvóta sinn fyrir hundruð milljóna króna í góðærinu og fóru út úr greininni, hafa að undanförnu komið fram fyrir alþjóð í fjölmiðlum og kvartað yfir því að þeir geti ekki komist inn í greinina aftur og fái ekki úthlutaðan kvóta. Siðleysið er algert og almenningur sér ekki í gegnum þetta. Ragnar Árnason, prófessor við Há­skóla Íslands, sem er manna fróð­astur um fiskihagfræði og fisk veiði­ stjórnun á al þjóð legum vettvangi, segir að með frum vörpunum verði sjávar útvegur gerður óhagkvæmari, framlag hans til þjóðar búsins minnki og óhag kvæmnin vaxi vegna þess að það dragi úr fjárfestingum, nýsköpun og markaðs starfi. Frjáls verslun gerir kvótafrumvörpunum góð skil með 18 síðna umfjöllun þar sem efnahagsleg áhrif þessara frumvarpa eru útskýrð. Mestu skiptir að þjóðin fái sem mestan arð af auðlindinni. Það gerir hún með núverandi kvótakerfi þar sem veiði gjald, tekjuskattur og óbeinar tekjur af sjávarútvegi skapa arðinn. Hundruð fyrirtækja í iðnaði, verslun og þjónustu skipta við sjávarútveginn og nýtur sam ­ fé lagið arðs af þeim fyrirtækjum. Loks er tryggt að bankarnir fari ekki á höfuðið en fjöldagjaldþrot í sjávarútvegi drægju bankana niður með sér. Forsætisráðherra er á veiðum eftir at ­ kvæðum en frumvörpin munu reynast kviksyndi stjórnarinnar. „Ómerkilegur þjófnaður!“ Jón G. Hauksson „Ríkisvaldið hyggst knýja þá sem keypt hafa kvótana fullu verði til að kaupa þá aftur. Getur þjóðarsálin veikst?“ – Þráinn Eggertsson hagfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.