Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 26
26 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 orsteinn Már Bald vins­ son er einn þekkt asti at hafnamaður lands ins og hefur verið það í meira en aldar fjórð ­ ung. Samherji er ekki bara stór, hann er sterk ur. Saga þessa fyrir tækis byrjaði sem draumur þriggja dug legra frænda sem keyptu gamlan ryð ­ kláf í Hafnarfjarðarhöfn en núna spanna umsvifin alla Evrópu; ekki síst Þýska ­ land. Þorsteinn Már hefur orð á sér fyrir að vera með stjórnunarstíl ákafa, elju og eldmóðs. Allt er mögulegt og það sýndu þeir frændur, hann og Kristján, við björgun togarans Baldvins Þorsteinssonar út af Skarðs fjöruvita fyrir nokkrum árum. Sam ­ herji keypti á dögunum fyrirtækið Brim hf. á Akureyri, gamla ÚA, fyrir 14,5 milljarða án þess að hafa nokkuð í höndunum um fram­ tíðarfyrirkomulagið í íslenskum sjávar útvegi. KAUPIN Á BRIMI Það liggur beinast við að spyrja þig um kaupin á Brimi; hefði ekki verið skynsamlegra að bíða eftir að ríkisstjórnin afgreiddi kvótafrumvarpið og framtíðarfyrirkomulagið í sjávarútvegi? Var Samherji ekki að taka of mikla áhættu? „Það hefur verið mjög mikill samdráttur í sjávarútvegi við Eyjafjörð mörg undan­ far in ár – að hluta til vegna minnkandi afla heimilda en ekki síður vegna til færslu aflaheimilda frá stærri bátum til hraðfiski­ báta. Þegar við gengum frá kaup unum á Brimi var vissulega ákveðin óvissa uppi um stjórn fiskveiða. Dagana á undan höfðu bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra á hinn bóginn lýst því afdráttarlaust yfir vegna umræðu um sjávarútvegsmál að þau hygðust skapa sjávarútveginum traust­ an rekstrargrundvöll og öryggi til fram ­ tíðar. Það er engin leið að lesa öruggan rekstrargrundvöll út úr nýframkomnum frumvörpum og í því ljósi má vissulega segja að við höfum tekið of mikla áhættu með kaupunum og við hefðum átt að bíða.“ Eru kaupin á eignum Brims, gamla ÚA, gamall draumur úr æsku sem er að rætast? „Við frændur höfum alltaf borið sterkar taugar til Útgerðarfélags Akureyringa enda starfaði Vilhelm Þorsteinsson alla sína starfsævi hjá félaginu, sem háseti, stýri maður, skipstjóri og fram kvæmda ­ stjóri. Afi okkar, Þorsteinn, starfaði líka hjá ÚA. Ástæðan fyrir kaupunum var þó einfaldlega sú að þegar þetta tækifæri kom upp hér á heimaslóð fannst okkur rétt að stíga fram og leggja okkar af mörkum til að ekki yrði frekari röskun á atvinnu og lífskjörum hér á svæðinu en þegar var orðin. Samherji hafði lítið sem ekkert fjár ­ fest í sjávarútvegi á Íslandi síðustu árin en þeim mun meira erlendis. Afkoman af starfsemi okkar erlendis hefur verið ágæt að undanförnu og þess vegna ákváðum við að selja eignir þar og færa umtalsverða fjármuni, 3,6 milljarða króna, inn í íslensk an sjávarútveg með þessum hætti. Við höfum ávallt haft trú á íslenskum sjávar útvegi.“ Hverjir eru helstu styrkleikar ÚA og hvernig styrkir félagið Samherja á annan hátt en með auknum aflaheimildum? „ÚA er og hefur verið vel rekið fyrirtæki. Það rekur tæknivædda fiskvinnslu með mjög hátt vinnslustig hráefnisins og dýr­ ar afurðir, sambærilegt við það sem við gerum á Dalvík. Þessi kaup styrkja sam band okkar við erlenda kaupendur slíkra afurða og auðveldar okkur að þróa virðisaukandi hluti enn frekar með viðskipta vinum okkar. Það er mikilvægt að fram komi að sú ákvörðun okkar að breyta nafni félagsins í Útgerðarfélag Akureyringa að nýju hefur mælst mjög vel fyrir á Eyjafjarðarsvæðinu. Mjög margir bæjarbúar hafa lýst yfir ánægju sinni með nafnið og aðkomu okkar að málinu. Þá lýsti bæjarstjórn Akureyrar ein róma yfir mikilli ánægju með þróun mála. Við erum mjög þakklátir fyrir þenn­ an stuðning. Styrkleikar þessa félags eru vissulega margir. Starfsfólkið er mjög hæft og býr að áratuga reynslu í faginu auk þess sem rætur ÚA í atvinnulífinu og sam fél ag­ inu eru traustar.“ HELSTI STYRKUR SAMHERJA Hver er helsti styrkur Samherja og hvað var það sem gerði fyrirtækið svona sterkt? „Á þessari stundu get ég hiklaust sagt að helsti styrkur Samherja er sá að einungis um þriðjungur af starfsemi félagsins er á Íslandi! Við fáum tekjur okkar frá veiðum, vinnslu og markaðssetningu af mörgum tegundum sem koma frá mismunandi haf­ svæðum og úr fiskeldi. Markaðsþekking okkar í mismunandi löndum er nýtt þvert á fyrirtækið og það er mikill styrkur. Þessi fjölbreytni eykur stöðugleikann í rekstr in­ um í heild. Samherji hefur á að skipa góðu starfs­fólki sem hefur áhuga á sjávarútvegi og býr yfir mikilli þekkingu til að takast á við fjölbreytt verkefni á alþjóð­ leg um vettvangi. Við höfum ávallt talið það styrk okkar að hafa alla þætti starf­ seminnar undir sömu stjórn, þ.e. veiðar, vinnslu og sölu afurða. Við megum aldrei gleyma því að mikil verðmæti verða til í markaðsstarfinu. Við höfum starfað er­ l end is í 17 ár af þeim 28 árum sem saga Sam herja spannar til þessa. Starfsemin nær til tíu þjóðlanda og hinn erlendi hluti starfseminnar hefur gengið vel, ekki síst á seinustu árum.“ Ef þú ættir að nefna fimm bestu ákvarðanir þínar við stjórnun Samherja, hverjar væru þær? „Það er af ýmsu að taka. Ég vil þó nefna Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, og Þorsteinn Már Baldvinsson, for ­ stjóri Samherja, um kaupin á Brimi, kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar, framfarir í sjávar ­ útvegi, tækni framtíðarinnar í sjávarútvegi, fiskifræðina, LÍÚ sem þrýstihóp, gjald ­ eyrishöftin, helstu styrkleika Samherja, stjórnunarstílinn, heilræði hans í stjórn un, hvers vegna Samherji sé eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu, ESB, evruna, fjár festingar útlendinga í íslenskum sjávarútvegi, föðurinn Baldvin Þorsteinsson, sam vinnuna við Kristján Vilhelmsson, Glitni, áhuga á fjárfestingum í bönkum, útgáfu Morg unblaðsins og Davíð Oddsson, uppáhaldsíþróttafélagið KA og gömlu hjátrúna að losa festar þegar Akureyrin lét úr höfn. Viðtal: Jón G. Hauksson Myndir: Geir ólafsson Þ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.