Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Síða 71

Frjáls verslun - 01.04.2011, Síða 71
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 71 Fyrst og fremst er það hitinn sem skiptir máli við grilleldun á fiski. Það þarf að vera mikill hiti svo fiskurinn festist ekki við grind ina. að mér finnst best að nudda það vel með hvítlauk, krydda með salti og pipar, pensla með olíu og grilla svo. Annars hef ég verið að leika mér að því að marínera grænmeti eins og maður marínerar kjöt. Það er skemmtileg tilbreyting. Þó finnst mér best að hafa bara einn rétt af þeim sem maður er að elda maríneraðan og leyfa bragðinu af þeirri maríneringu að njóta sín. Ekki vera að rugla saman of mörgum bragðteg­ undum. Grillmatur á að vera einfaldur og skemmtilegur.“ Hvað með fisk? „Auðveldast er að grilla skötu­ sel og fisktegundir með hold sem ekki er laust í sér. En fyrst og fremst er það hitinn sem skiptir máli við grilleldun á fiski. Það þarf að vera mikill hiti svo fiskurinn festist ekki við grind­ ina. Þar fyrir utan er best að snúa fiskbitunum aðeins einu sinni til að reyna að koma í veg fyrir að þeir brotni og verði að plokkfiski.“ Hvernig á þá að fara með kjöt? „Ef maður er með hágæða nauta­ eða lambavöðva er salt ið og piparinn það eina sem þarf. Þá nær maður fram besta bragð ­ inu af kjötinu. En með aðra bita, t.d. svínakjöt og kjúkl ing, er marínering málið.“  Áttu þér einhverja uppáhalds­ maríneringu? „Já, ég nota alltaf sojasósu og hunang sem ég krydda á mismunandi hátt. Mér finnst nefnilega svo gott þegar mar ­ íneringin brennur svona smá ­ vegis utan á kjötinu og það þarf sætuna til þess.“  Er eitthvað sem þér finnst alveg ómissandi með grill­ matnum? „Já, grillaður maís. Ég er búin að stúdera hann út í ystu æsar. Fólk hrósar honum mjög mikið hjá mér og spyr hvernig ég geri hann svona góðan. Ég pakka honum inn í álpappír og set slatta af smjöri með og smjörið bráðnar og síðan karamellast það í húð utan um maísinn.“  Notarðu grillið líka á veturna? „Nei, við höfum ekki gert það hingað til. Þá er svo margt annað að elda sem er líka spennandi.“ Á döfinni hjá Hrefnu Rósu er að opna nýjan stað, Grillmark­ aðinn. Þess er að vænta að þar verði jafn frumlegir og bragð góðir réttir og á Fiskmark­ aðnum, enda er hún einn hug kvæmasti og færasti kokkur landsins. En þeir sem aðeins elda heima á palli geta fetað í fót­ spor hennar og notfært sér ráðin hér að ofan en það er gömul saga og ný að uppskrift­ in að vel heppnuðu kvöldi er góður félagsskapur, vandað hráefni og notalegt umhverfi. Af öllu þessu er nóg á íslenskum sumar kvöldum. uppSKriFt Að góðri MArÍNEriNgu FrÁ HrEFNu róSu Einföld og góð marínering. Best á kjúkling, svínakjöt eða lamb:   200 ml sojasósa 100 ml hunang 4­hvítlauksrif­rifin 2­cm­rifin­engiferrót 4 msk. ólífuolía Öllu blandað saman í skál. Þegar notuð er sojasósa þarf ekki að salta kjötið og Hrefnu finnst maríneringin ekki þurfa að liggja jafnlengi á kjötinu og ella væri ef til dæmis olía væri notuð sem grunnur. Á döfinni hjá Hrefnu Rósu er að opna nýjan stað, Grillmarkaðinn. Þess er að vænta að þar verði jafn frum legir og bragðgóðir réttir og á Fiskmark aðnum. Með þessari tilteknu maríner­ ingu vill Hrefna Rósa benda á René Muré Gewurztraminer. Þetta skemmtilega vín passar mjög vel með krydduðum mat að hennar sögn og á einkar vel við þegar sojasósa eða engifer er notað í matseldina ásamt sterkum pipar. Annað uppáhaldsvín hjá Hrefnu Rósu er Intis Malbec frá Argen­ tínu. Af því er ríkulegt berja­ bragð en það á sérlega vel við kryddaðan mat. Intis Malbec er það milt að það dregur vel fram bragðið af svínakjöti, kjúklingi og steikum. vel valið vín
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.