Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 61

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 61
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 61 kvótakerfið – bitbein þjóðarinnar sem ein helsta meinsemd kvótakerfisins. Útgerðarmenn hafa á móti bent á að það sé forsenda þess að ná fram hagræðingu í greininni og með því að afnema framsal utan ársins sé verið að stefna afkomu fyrir­ tækjanna í voða. Þá geti aðgangur fyrirtækj­ anna að lánsfé minnkað verulega í kjölfar þessa. Hver er þín skoðun á þessu? „Svo sem að framan greinir er ekki verið að stöðva framsal á aflamarki, heldur að takmarka það með þeim hætti að það verði áunnið. Framsal aflamarks er nauðsynlegt að mínu mati innan ákveðinna marka. Það hefur verið mín skoðun lengi að fram salið sem slíkt sé ekki meinsemd eða rót þess sem deilurnar hafa staðið um, heldur hvernig með það hefur verið farið. Markmiðið með þessum tillögum er fyrst og fremst að koma í veg fyrir að aflaheimild ir verði fénýttar með öðrum hætti en að veiða þær en um leið að viðhalda þeim sveigjan­ leika sem framsalið hefur. Um framsal aflahlutdeildar gegnir dálítið öðru máli þar sem þá er verið að framselja heimildir varanlega til þriðja aðila. Nái frum vörpin fram að ganga verða gerðir nýt ingarsamningar milli ríkisins og útgerða um tiltekna aflahlutdeild. Það er eðlilegt að mínu mati að í þeim samningum sé kveðið á um meðferð þeirra, þ.m.t. varanlegt fram ­ sal samninga með þeim hætti að það fari þá í gegnum hendur samningsgjafans en verði ekki ráðstafað af samninghafanum eingöngu. Takmörkun á framsali kann að hafa áhrif á möguleika útgerða til að afla sér lánsfjár. Ég tel hins vegar að nýtingarsamningur til svo langs tíma, sem um er rætt, eigi að vera nægilegur til að koma í veg fyrir að þau áhrif verði of neikvæð. Komi annað í ljós við frekari skoðun á málinu verður væntanlega brugðist við því með viðeig­ andi hætti.“ Samkvæmt frumvarpinu virðast útgerðar­ menn ekki fá að njóta þess nema að hluta ef kvótar verða auknir á komandi árum eftir skerðingar undanfarinna ára. Bent er á að margir hafi keypt nánast allar sínar veiðiheimildir og tekið á sig skerðingar í kjölfarið og því sé óréttlátt að þeir njóti þess ekki ef kvótar aukist. Annað mál eru deilistofnar sem ekki verður á móti mælt að einstaka útgerðir hafa átt þátt í að veiða og mynda þar með kvótahlutdeild Íslands í viðkomandi stofnum. Verður farið eins með það og þorskinn ef kvótar aukast í t.d. kolmunna og úthafskarfa en búið er að skera veiðiheimildir í viðkomandi tegund­ um niður við trog á undanförnum árum? „Það er rétt að gert er ráð fyrir að auknar aflaheimildir skiptist með öðrum hætti en áður á milli handhafa heimilda og ann­ arra. Þetta kann að vera óréttlátt í ljósi þess að aflaheimildir eru nú í lágmarki á mörgum tegundum sem stendur og því má færa rök fyrir að miða þurfi við meðalafla lengra aftur í tímann áður en til skerðinga kemur. Ég geri ráð fyrir því að Alþingi muni ræða þetta sjónarmið ofan í kjölinn og taka ákvörðun um það byggða á góðum rökum. Í gegnum tíðina hefur verið farið með margskonar hætti að því að skipta upp heimildum í nýjum tegundum. Dæmi um það má finna varðandi kolmunna, úthafskarfa og síldina eftir að hún fór að veiðast aftur. Þannig hefur alltaf verið tekið tillit til þeirra sem ruddu brautina, hófu veiðarnar, þróuðu veiðarfæri og kortlögðu mið og þeir eðlilega fengið ákveðinn for­ gang umfram aðra. Þannig á það að vera áfram, þó svo að ég telji rétt að fleiri fái að njóta afraksturs af nýjum fiskistofnum og veiðanlegum fiskitegundum við landið.“ Talsmenn sjómannasamtaka óttast að með samþykkt frumvarpanna sé atvinnuöryggi sjómanna á fiskiskipum stefnt í tvísýnu og að verið sé að hygla tómstundasjómönnum á kostnað atvinnusjómanna. Hver er þín skoðun á þessu? „Það er margt til í þessu. Það er svo ein­ falt að þegar um nýtingu á takmarkaðri auðlind er að ræða kallar það á takmark­ aðan aðgang að henni. Með því að auka aðganginn þýðir það einfaldlega að minna verður til skiptanna fyrir hvern og einn. Þannig hefur sífellt takmarkaðra magn fiska og takmarkaðri aðgangur að heimild­ um m.a. leitt til fækkunar skipa, sjómanna og fiskvinnsluhúsa, sem er stór hluti af tog streitunni sem verið hefur um stjórn fiskveiða á undanförnum árum. Það er því eðlilegt að menn velti því fyrir sér hvaða afleiðingar tilfærsla á tak­ mörkuðum heimildum muni hafa nú rétt eins og hún hafði áður. Það er alveg ljóst að það sem einum er fært er af öðrum tekið Björn Valur Gíslason, alþingismaður og skipstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.