Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 27
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 27 viðTal: Jón G. Hauksson Myndir: Geir ólafsson eitt atriði öðru fremur. Samherji hefur aldrei auglýst eftir fólki í yfir manns stöður. Við höfum aldrei ráðið þannig í stjórnunarstörf hjá félaginu. Allir skip stjórar Samherja hafa byrjað sem hásetar eða stýrimenn. Allir stjórnendur Sam herja í landi hafa byrjað annars staðar í fyrirtækinu. Það sama gildir um erlend dóttur félög okkar. Nær allir yfir­ stjórnendur þeirra störfuðu með okkur á Íslandi áður en þeir héldu utan. Þannig hefur fólki verið gefið tækifæri til að fást við sífellt meira krefjandi störf innan Samherja. Með þessum hætti höfum við byggt upp öfluga og trausta liðs heild innan fyrirtækisins og ég tel það meginskýringuna á því hversu vel Samherja hefur vegnað til þessa. Ég vil enn fremur nefna að við höfum valið að starfa í flestum greinum sjávarútvegs og hafa markaðsþekkinguna innan veggja fyrir tæk­ isins.“ En ef þú ættir að nefna fimm helstu mistökin sem þú hefur gert við stjórnun Samherja? „Mistökin eru mörg og því miður er það þannig að rangar ákvarðanir í sjávarútvegi kosta oft mikið. Það sem gildir er að staldra ekki of lengi við mistökin heldur læra af þeim og horfa fram á veginn. Ég trúi því þó að ég hafi ýmist tekið eða verið með í að taka fleiri réttar ákvarðanir en rangar.“ Hver hefur verið arðbærasti hluti Samherja frá upphafi – sá sem hefur skilað mestri framlegð? „Sjávaraútvegurinn er alltaf að breytast. Sem dæmi má nefna úthlutun aflaheimilda á Íslandi og það magn sem má fiska af hverri tegund. Kröfur neytenda hafa líka breyst mjög mikið sem og kaupmáttur fólks í einstökum löndum. Það reynir því mjög á aðlögunarhæfni fyrirtækja sem starfa í sjávarútvegi. Með tilkomu frystitogaranna á sínum tíma opnuðust nýir markaðir, m.a. fyrir sjófrystan karfa og grálúðu í Japan, sem fékkst ótrúlega hátt verð fyrir. Núna greiða Kínverjar mjög hátt verð fyrir grálúðu, grálúðuhausa og grálúðusporða, sem byrjað var að nýta fyrir um 10 árum. Nýjasti markaðurinn fyrir uppsjávarafurðir er Vestur­Afríka og sala á ferskum þorsk hnökk um til Frakklands hefur aukist mjög á síðustu árum. Inn í þetta koma siðir og trúarbrögð einstakra þjóða. Fastan hefur mikil áhrif á fiskneyslu, svo dæmi sé nefnt, og Þjóðverjar borða lítið af fiski yfir sumarið. Því má í raun segja að veið arnar sjálfar hafi breyst mun minna en framleiðslan og mark aðssetningin. Arð sem in liggur í því að stjórna veiðunum í sam ræmi við þarfir markaðarins hverju sinni. Heilt yfir má þó segja að styrkur Samherja liggi í fjölbreyttri starfsemi víða um heim þar sem hver þáttur styrkir annan.“ KVÓTAFRUMVÖRP RÍKISSTJÓRNARINNAR Hvernig metur þú kvótafrumvörpin tvö sem ríkisstjórnin hefur komið fram með og aðdraganda þeirra? „Það sem er sérstakt við þau – en kemur ekki á óvart – er að sjávarútvegsráðherra sá ekki ástæðu til að afla sér upplýsinga hjá nokkrum í þessari grein sem býr yfir þekkingu og reynslu varðandi veiðar, vinnslu og markaðssetningu. Hann ráð­ færði sig hvorki við stjórnendur og starfs­ fólk fyrirtækja í sjávarútvegi né stéttarfélög sjómanna og fiskvinnslufólks. Stór hluti af verðmætasköpun í sjávar­ útvegi er vinnslan og markaðssetn ingin. Sem dæmi má nefna þann stall sem norsk ur eldislax er kominn á. Þrátt fyrir gríðarlegt magn, sem hefur aukist úr 400 þúsund tonnum í eina milljón tonna á fáeinum árum, hefur verðið haldist mjög hátt og stöðugt. Veitingahúsaeigendur geta sett laxinn á matseðilinn og verslunar keðj­ ur geta sett laxinn í kæliborðin og selt. Þeir geta treyst því að fá afurðina í því magni og á þeim tíma sem um er samið, langt fram í tímann. Þarna eru framleiðendur í raun að selja þjónustu og afhendingaröryggi háu verði en á bak við vöxtinn er góð samvinna stjórnvalda og fyrirtækja í Noregi. Í Noregi hafa fyrirtækin framtíðarsýn og geta gert áætlanir. Með hliðsjón af framkomnum frumvörpum er alveg ljóst að sjávarútvegur á Íslandi mun ekki gera slíkar áætlanir. Í frumvarpinu kemur 70 sinnum fram að sjávarútvegsráðherra geti gert þær breytingar sem honum dettur í hug á hverjum tíma! Það er líka jafn ljóst að menn hafa ákveðið að minnka fyrirtæki eins og Samherja og brjóta upp Síldarvinnsluna, því ein grein frum varp s­ ins fjallar beinlínis um hana. Til upprifjunar vil ég nefna að árið 2002 gerði Samherji út átta skip frá Akureyri – Baldvin Þorsteinsson EA, Vilhelm Þor­ steinsson EA, Akureyrina EA, Margréti EA, Víði EA, Hjalteyrina EA, Oddeyrina EA og Þorstein EA – með samtals um 300 sjómönnum. Núna ger um við út upp­ sjávar skipið Vilhelm Þor steinsson EA og bolfiskveiðiskipin Snæfell EA og Oddeyrina EA með alls um 100 sjómenn. Þessi þrjú skip hafa ekki nægar aflaheimildir til þess að hægt sé að gera þau út allt árið. Til dæmis veiða bolfiskveiðiskipin Snæfell og Oddeyrin á þessu fiskveiðiári samtals aðeins 650 tonn af þorski! Árið 2002 voru gerð út þrjú bolfiskveiðiskip frá Dalvík en eru tvö í dag. Þessi mikli samdráttur lýsir ágætlega þróuninni í atvinnugreininni á Eyjafjarðarsvæðinu síðustu ár og hversu kolrangt er farið með staðreyndir um tilflutning aflaheimilda til Samherja. Og nú á að flytja enn frekari heimildir frá þessu svæði. Við viljum hins vegar að óreyndu ekki trúa öðru en að þingmenn kjördæmisins sameinist um að koma í veg fyrir frekari tilflutning á aflaheimildum af svæðinu. Það er ljóst að íbúarnir á þessu svæði sætta sig ekki við frekari skerðingu. Við höfum rekið frystihús á Dalvík í 10 ár og þar hefur ekki fallið dagur úr í vinnu, að undanskildum jóla­ fríum og sumarfríum. Það er að mínum dómi ótrúlegt afrek sem verðskuldar athygli. Í þeirri von að við myndum njóta aukningar í þorskkvóta á næsta fisk veiði­ ári, sem sjómenn hafa séð fyrir í tvö ár, ákváðum við að þreyja þorrann og kaupa 2.000 tonn af fiski frá skipum í Evrópu sam ­ bandinu og vinna hér á landi. Þetta gerðum við til að halda uppi vinnu á Dalvík út fisk ­ veiðiárið á sama hátt og árin á undan. Þar starfa um 120 manns, í fiskiðjuverinu og í þurrkunarstöðinni. Frumvörpin ganga m.a. út á það að verð ­ launa þá sérstaklega sem hafa selt sig út úr þessari grein og færa þeim aflaheim­ ildir aftur. Sem dæmi má nefna að allur byggðakvóti Dalvíkurbyggðar á þessu fiskveiðiári fór til aðila sem höfðu áður selt sig út úr kerfinu og hafið smábátaútgerð. „Við höfum ávallt talið það styrk okk- ar að hafa alla þætti starfseminnar undir sömu stjórn, þ.e. veiðar, vinnslu og sölu afurða. Við megum aldrei gleyma því að mikil verð mæti verða til í markaðs starfinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.