Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 58
58 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 kvótakerfið – bitbein þjóðarinnar Að mínu mati er stærsti gall­inn á frumvarpinu, sem er reyndar stórhættu legur, hve alræðisvald ráðherra er algjört. Þetta er aðgerð sem ætti ekki að þekkjast í frjálsu lýðræðisríki. Afleiðingar af því að úthluta einum manni nánast einræðisvaldi verður til þess að misvitrir stjórnmála­ menn (ráðherrar) geta lagt í rúst marga ára vinnu við uppbyggingu atvinnugreinar­ innar í þá veru að gera hana sjálfbæra. Allt markaðsstarf margra ára er sett í uppnám vegna óvissu og óstöðugleika,“ segir Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stál skipa í Hafnarfirði. Að sögn Guðrúnar eru samningar um nýtingarrétt til 15 ára alltof skammur tími. „Það eru óljós ákvæði um framlengingu um átta ár, þar sem talað er um að þá væri hugsanlega hægt að fá náðarsamlega viðræður um lengingu tímans ef mótaðil­ inn er þægur. Taka á 15% á ári af starfandi útgerðum til að færa í alls konar potta og gæluverkefni. Það þýðir að verið er að taka atvinnu og peninga frá fyrirtækjum í reksti til að úthluta í tímabundin verkefni aðila, sem þurfa þá að fjárfesta í búnaði til að nýta þessar heimildir sem eru teknar af öðrum, sem væntanlega þurfa þá að draga saman í rekstri og segja upp fólki. Hver er eiginlega ávinningurinn við þetta? Ég sé hann ekki.“ innleiða á SjóðaSukkið á ný Um hugmyndir í frumvörpunum um að sveitarfélög úthluti eða leigi heimildir þá segir Guðrún að nærtækast sé að minna á hvernig ástandið var hér þegar misvitrir sveitarstjórnarmenn stýrðu svokölluðum bæjarútgerðum með tilheyrandi taprekstri. Spurning sé einnig hvort menn séu búnir að gleyma sjóðasukki fyrri tíma en allt þetta vilji stjórnvöld innleiða á ný. „Ef afli í einhverjum tegundum eykst þá á að úthluta aukningu með óljósum reglum og ekki nema að litlum hluta til þeirra sem hafa ár eftir ár tekið á sig skerðingu. Bróður parturinn á að fara í „potta“ til úthlutunar til annarra. Í þessu sambandi er aðeins talað um aukningu en hvað ef skerða verður kvóta? Á þá að skerða pott­ ana á sama hátt? Með þessum frumvörpum er verið að taka tugi miljarða út úr greininni – og hver verður afleiðingin? Fyrirtæki, sem eru burð­ arásar í sinni byggð, neyðast til að draga sam an, segja upp fólki, hætt verður við áætlaðar framkvæmdir, stærri skip verða ekki endurnýjuð, stækkun flotans mun felast í smábátum sem hafa takmarkaða getu til að sækja sjó við þær náttúrulegu aðstæður sem við búum við. Og þá er það spurningin hvernig eigi að tryggja hráefni inn á þá markaði sem við höfum náð víðs vegar um heiminn. Gangi þetta allt eftir þá tel ég stórfellda hættu á að við missum markaði til þeirra ríkisstyrktu útgerða erlendis sem við eigum í samkeppni við.“ Guðrún segir að ef tína eigi til eitthvað jákvætt við frumvörpin megi nefna ákvæði veiðiskyldu sem felur í sér að menn veiði 75% af aflamarki sínu ár hvert. „Þetta er hins vegar gömul tillaga sem út­ vegsmenn ásamt sjómönnum lögðu til fyrir nokkrum árum en var hafnað af þáverandi ráðherra.“ Guðrún segir það sína skoðun að breyting­ ar eigi ekki að gera breytinganna vegna, heldur til að ná hagræðingu og ábata fyrir greinina sem er þá um leið fyrir þjóðarbúið í heild. „Því miður læðist að manni sá grunur að tilgangurinn sé að tryggja stjórnvöldum að fá þá ósk sína uppfyllta að rústa fiskstjórnar­ kerfi, sem hefur vakið öfund annarra þjóða, til að geta afhent ESB yfirráð yfir þessari auðlind í nafni og boði íslensku þjóðarinn­ ar,“ segir Guðrún Lárusdóttir. Þjóðnýting og eignaupptaka Fyrirtæki neyðast til að draga saman og segja upp fólki. Hætta við áætlaðar framkvæmdir. Stærri skip verða ekki endurnýjuð. Stækkun flotans mun felast í smábátum sem hafa takmarkaða getu til að sækja sjó við þær nátt­ úrulegu aðstæður sem við búum við. Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stálskipa: Guðrún Lárusdóttir, framkvæmdastjóri Stálskipa. Enn er vegið að starfsöryggi sjómanna Það versta er að svo virðist sem það eigi að framselja stóran hluta þeirra aflaheimilda, sem aukning kvóta gæti leitt til á komandi árum, frá útgerðum og atvinnusjómönnum til tómstundaveiðimanna. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands: Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.