Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 77

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 77
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 77 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Martin Sheen gengur hluta af Leiðinni til heilags Jakobs.­„Ég­hef­alltaf­af­og­til­litið­löng­unar­ augum til fjallanna og árið 2003 fórum við barnabarn mitt Taylor, sonur Emilios, sem þá var 19 ára, saman í ferð þar sem við m.a. gengum hluta af leiðinni en við vorum einnig með bílstjóra með okkur. Á leiðinni dvöldum við á litlu hóteli í Burgos og vorum svo hrifnir af staðnum að við dvöldum þar í nokkra daga. Dóttir hóteleigandans og Tayl or urðu ástfangin og hafa verið saman síðan.“ Kostulegir ferðafélagar Hlutverk Emilios Estevez í The Way er ekki stórt þar sem hann leikur soninn sem deyr­í­upphafi­myndarinnar.­Faðirinn,­ Tom,­sem­Martin­Sheen­leikur,­er­læknir­ og er á golfvellinum þegar hann fregnar lát sonar síns. Hann fer til Frakklands til að­sækja­líkamsleifarnar­og­þar­ákveður­ hann að feta í fótspor sonarins, til að skilja betur líf hans, en þeim feðgum hafði aldrei komið vel saman. Hann skráir sig í ferð og hittir þar fyrir þrjá einstaklinga sem verða ferðafélagar hans. Tom, sem vanur­er­þægindum­þess­sem­getur­leyft­ sér­allt,­þarf­nú­að­beygja­sig­undir­nýjar­ reglur,­meðal­annars­að­sofa­í­sambýli­ við­aðra.­Í­fyrstu­á­hann­erfitt­með­það­en­ fljótt­tekst­góður­vinskapur­með­honum­ og hassreykjandi Hollendingi (Yorick Van Wageningen), kanadískri konu sem hefur ekki­haft­heppnina­með­sér­í­lífinu­(Deborah­ Kara Unger) og símalandi írskum rithöfundi (James Nesbitt). Emilio Estevez Emilio Estevez er eldri bróðir Charlies Sheens.­Þótt­faðir­hans­hafi­verið­búinn­að­ breyta nafni sínu úr Estevez í Sheen þegar hann­fæddist­kaus­Emilio­að­nota­nafnið­ Estevez og það gera systkini hans, Ramon og Renée, einnig. Emilio Estevez er, ólíkt bróður sínum Charlie, með allt á hreinu hvað­varðar­líf­sitt­og­býr­á­búgarði­þar­sem­ hann­m.a.­ræktar­eigið­vín.­En­það­hefur­ ekki alltaf verið svo. Hann var einn af hinu upprunalega­„Brat­Pack“­í­Hollywood,­sem­ var hópur ungra leikara sem djömmuðu út í eitt, en meðal vina hans í þeim hópi voru Demi Moore, Judd Nelson, Molly Ringwall og Rob Lowe. Árið 1992 giftist hann Paulu Abdul, sem þekktust er fyrir að hafa verið dómari í American Idol, en það hjónaband stóð ekki nema í tvö ár. Leikaraferill Emilios var ekki upp á marga fiska.­Um­tíma­var­hann­á­toppnum­eftir­ að­hafa­leikið­í­vinsælum­kvikmyndum­á­ borð við St. Elmo’s Fire (1985), Stakeout (1987) og Young Guns (1988), en í kjölfarið komu lélegar kvikmyndir og því dalaði ferill­inn­fljótt.­Hugur­Estevez­stóð­til­að­ leik­stýra­og­strax­árið­1987­leikstýrði­hann­ sinni fyrstu kvikmynd, Wisdom, þar sem hann­og­þáverandi­kærasta­hans,­Demi­ Moore, léku aðalhlutverkin. Hann fékk síðan bróður sinn Charlie til liðs við sig í Men at Work­(1990)­og­leikstýrði­sjálfum­sér­og­ föður sínum í The War at Home (1996). Metnaðarfyllsta kvikmynd hans hingað til er Bobby­(2006)­sem­fjallar­um­tæpa­tvo­ tugi fólks á Ambassador­hótelinu sama dag og Robert F. Kennedy var myrtur og eru sumar persónur uppdiktaðar og aðrar lauslega byggðar á fólki sem var á hótelinu. Bobby, sem skartar fjöldanum öllum af þekktum­leikurum,­fékk­ágætar­viðtökur­og­ stand­andi­klapp­þegar­hún­var­frumsýnd­á­ kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. kvikmyndir Thor Vilhjálmsson lauk göngu sinni­með­glæsibrag­en­ekki­entist honum aldur til að sjá afrakstur kvikmyndatökunnar, nema fyrsta hlutann, en hann lést fyrir stuttu. Afrek Thors verð ur samt í minnum haft en með pílagrímsgöngu sinni og­skýrgreiningu­á­sjálfum­ sér sem menningarpílagrími í Drauminum um veginn­lætur­ Thor Vilhjálmsson, einn helsti brautryðjandi nútíma skáld ­ sög unnar á Íslandi, fjörutíu ára draum sinn um að ganga hinn 800 km langa forna pílagrímsveg til heilags Jakobs eftir endilöngum Norður­Spáni rætast­og­það­á­árinu­sem­hann­ verður­áttræður.­Með­því­sannar­ hann það sem stundum hefur verið haldið fram að það sé aldrei of seint að láta drauma sína­rætast.­Inn­í­myndina­er­ fléttað­þulartexta­og­brotum­úr­ bókum Thors. Í Drauminum um veginn er Thor uppfullur löngunar um að fá vitneskju um hvað muni gerast innra með honum á göngunni þar­sem­hann­á­í­vændum­ samneyti við pílagríma og samræður­við­íbúa­héraðanna­ sem leiðin liggur um. Landslagið á­leiðinni­og­menningararfleifðin­ hafa djúp áhrif á hann. Á veg­ inum er eins og nútíð og fortíð renni saman í eitt enda koma í hugann­íslenskir­miðaldatextar­ sem tengdir eru veginum jafn­hliða­því­að­Thor­finnst­ á stundum eins og hann sá stadd ur inni í atriðum úr eigin bókar­köflum.­Hugarmyndin­af­ forfeðrunum, sem gengið hafa veginn­áður,­skýrist­og­smám­ saman­glæðir­ferðin,­sem­er­ eitt­helsta­stefið­í­höfundarverki­ Thors,­tilfinningu­hans­fyrir­því,­ að pílagrímsgangan feli í sér táknmynd sjálfrar lífsgöngunnar. Fyrsti hluti Draumsins um veginn bar titilinn Inngangan og var­frumsýndur­í­fyrra.­Annar­ hlutinn, Arfleifðin í far tesk­ inu,­var­frumsýndur­í­apríl­á­ þessu ári. Þriðji hlutinn nefnist Gengið til orða, fjórði hlutinn Læri sveinar vegarins­og­fimmti­ hlutinn nefnist Að heiman heim. Þess má geta að fyrsti hlut­ inn, Inngangan,­var­sýndur­í­ Santi ago á Spáni og fékk góðar viðtökur. Thor Vilhjálmsson gengur pílagrímsveg til heilags Jakobs. Draumurinn um veginn er fimm hluta kvikmyndabálkur í leikstjórn Erlends Sveinssonar um pílagrímsgöngu rit­ höfundarins Thors Vilhjálmssonar til heilags Jakobs á Norður­Spáni. Þegar hafa tveir fyrstu hlutar myndarinn­ ar verið sýndir og ráðgert er að sýna hluta þrjú til fimm á þessu ári. Ferðafélagar. Martin Sheen, James Nesbitt, Deborah Kara Unger og Yorick Van Wageningen í hlutverkum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.