Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 51
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 51 jávarútvegur er mikilvægasti atvinnuvegur landsmanna. Mjög stóran hluta þeirra efnahagsframfara sem orðið hafa frá upphafi tuttugustu aldarinnar má rekja til hagkvæmni og arðsemi í sjávarútvegi. Sama máli gegnir um þá hagsæld sem þjóðin hefur notið á undanförnum árum. Því er augljóst að höfuðmáli skiptir að sú skipulagslega um gjörð sem sjávarútveginum er búin stuðli að áframhaldandi þjóðhagslegri hag kvæmni og framförum og sé þar með sem hagfelldust fyrir landsmenn í heild. Afla markskerfið sem tekið var upp í áföng um á tímabilinu 1976­2006 er kerfi af þessu tagi. Á grundvelli þess hefur ásýnd sjávarútvegsins tekið stakkaskiptum. Í stað fyrir tækja á horriminni sem þurftu stöðugt á opinberri aðstoð að halda hafa sprottið öflug framsækin sjávarútvegsfyrirtæki sem eru í fremstu röð í heiminum. Framleiðni í sjávarútvegi hefur vaxið stór ­ kostlega og sömuleiðis framlag hans til þjóðarbúskaparins (Auðlindanefnd 2000, Sveinn Agnarsson 2008). Í þessari grein verður farið yfir helstu atriðin í frumvörpunum tveimur og mat lagt á áhrif þeirra á þjóðhagslega hag kvæmni í sjávarútvegi ef þau verða að lögum. Jafnframt verður farið nokkr um orðum um ýmis önnur áhrif frumvarpanna svo sem á eignastöðu sjávar útvegsfyrirtækja, fjármálakerfið og láns traust Íslands erlendis. Frumvörpin Áform ríkisstjórnarinnar um breytingar á aflamarkskerfinu birtast sem fyrr segir í tveimur frumvörpum. Annað frum ­ varpið felur í sér tímabundnar breytingar á aflamarkskerfinu sem gilda eiga á yfir standandi fiskveiðiári, þ.e. 2010­11, og því næsta. Hitt frumvarpið felur í sér gjörbreytingu á aflamarkskerfinu til framtíðar og er miklu viðameira. Til hægðarauka má vísa til þessara frumvarpa sem litla og stóra frumvarpsins. Bæði frum ­ vörpin eru illa samin og þvælin. Kann það að einhverju leyti að vera af vilja gert til að torvelda skilning og gagnrýni. Litla frumvarpið Í litla frumvarpinu eru þrjú meginatriði: Í fyrsta lagi á að draga stærri hluta leyfi ­ legs heildarafla af botnfiski út úr afla ­ markskerfinu til strandveiða og til stuðn ­ ings byggðarlögum. Þar er samanlagt um að ræða 11 þús. tonn af botnfiski, einkum þorski. Er það aukning um nálægt 61% frá því sem nú er. Aflaverðmæti þessara 11 þús. tonna er nálægt 2,6 ma. kr. árlega. Með frumvarpinu er m.ö.o. lagt til að þessar aflatekjur séu teknar af útgerðum og sjó mönnum í aflamarkskerfinu og færðar strand veiðimönnum og útgerðum í öðrum byggðarlögum. Í öðru lagi á að hækka svokallað veiðigjald um liðlega 70%. Þetta er gjald sem lagt er á útgerðir í aflamarkskerfinu og miðast í aðalatriðum við hagnað þeirra fyrir fjár magnskostnað, afskriftir og skatta (EBIDTA). Nú er þetta veiðigjald 9,5% og á það að hækka í 16,2%. Miðað við áætlaða af komu greinarinnar á fiskveiðiárinu 2010­ 11 er þetta hækkun veiðigjalds um tæplega 2 ma. kr. Samtals fela þessi atriði því í sér hækkun álaga á útgerðir í aflamarkskerfinu um ná lægt 4,6 ma. kr. Þessa upphæð má bera saman við áætlaðan hagnað útgerðar á árinu 2009 (nýjasta árið sem reiknað hefur verið) sem var um 20,6 ma. kr. samkvæmt árgreiðsluaðferð Hagstofunnar (Hagstofan 2011). Í þriðja lagi er í frumvarpinu ákvörð unar­ vald ráðherra um fyrirkomulag fiskveiða stórlega aukið. Víða er í frumvarpinu tekið fram að þessi og hin atriðin verði sam ­ kvæmt ákvörðun ráðherra. Þetta lýtur m.a. að tilkomu sérstaks flokks minni fiskiskipa á strandveiðum og notkun tímabila í stað mánaða og leyfa til löndunar á fiski utan S Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram tvö frumvörp um stjórnun fisk veiða. Ef þessi frumvörp verða að lögum verður núverandi stjórn kerfi fiskveiða, svokölluðu aflamarkskerfi, breytt svo mjög að helst má líkja við kollsteypu. texti: ragnar árnason mynd: geir ólafsson Lækkun markaðsvirðis aflahlutdeilda vegna stutts samningstíma: Gróft mat Eftirfarandi mynd sýnir hlutfallslega lækk un í virði aflahlutdeilda­ef­samningstími­er­takmark­aður,­þ.e.­ minni en óendanlegur. Forsendur reikninganna eru fiskveiðar­í­jafnvægi­og­ávöxt­unarkrafa­á­markaði­ fyrir­aflahlutdeildir­upp­á­9%.­Ef­ávöxtunarkrafan­ er lægri er þessi lækkun hraðari en hægari ef hún er hærri. Eins­og­línuritið­sýnir­eru­aflahlutdeildir­með­50­til­ 60 ára lendingartíma í nánast fullu virði miðað við óendanlegan samningstíma. Ef samningstími er aðeins 15 ár er lækkun í virði um það bil 28%. Ef samningstími er átta ár er þessi lækkun um 50%. lesið shg ----------------- Hólf 1 Lækkun markaðsvirðis aflahlutdeilda vegna stutts samningstíma: Gróft mat Eftirfarandi mynd sýnir hlutfallslega lækkun í virði aflahlutdeilda ef samningstími er takmarkaður, þ.e. minni en óendanlegur. Forsendur reikninganna eru fiskveiðar í jafnvægi og ávöxtunarkrafa á markaði fyrir aflahlutdeildir upp á 9%. Ef ávöxtunarkrafan er lægri er þessi lækkun hraðari en hægari ef hún er hærri. Eins og línuritið sýnir eru aflahlutdeildir með 50 til 60 ára lendingartíma í nánast fullu virði miðað við óendanlegan sam ingstí . Ef samni gstími er aðeins 15 ár er lækkun í virði um það bil 28%. Ef samningstími er átta ár er þessi lækkun um 50%. 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% 0 3 6 9 12 15 18 21 24 27 30 33 36 39 42 45 50 56 Tímalengd samninga, ár Læ kk un í vi rð i a fla he im ild a, % Ráðstöfun leyfilegs þorskafla í potta Eftirfarandi­mynd­sýnir­þann­þorskafla­sem­ráð­ stafað­verður­til­flokks­2,­þ.e.­potta­ráð­herra,­ef­ stóra frumvarpið verður að lögum. Nánar til tekið lýs ir myndin því hvernig ráðstöf un í pott 2 á að vaxa með leyfi­legum­þorskafla­sam­kvæmt­frum­varpinu.­ Nú þegar er um 15 þús. tonnum af þorski ráð staf­ að til sérstakra þarfa, einkum til stuðnings byggða og til strandveiða en einnig svokallaðrar línuíviln­ unar.­Fari­leyfilegur­þorskafli­yfir­160­þús.­tonn­ verður 45­50% af aukningunni ráðstafað í pottana. Þetta­þýðir­að­fari­leyfilegur­þorskafli­í­um­250­ þús. tonn, sem nú er talið líklegt að verði innan fárra ára, verður um 60 þús. tonnum eða tæpum fjórðungi­aflans­ráðstafað­í­potta.­Fari­leyfilegur­ þorskafli­í­330­þús.­tonn,­sem­var­þorskaflinn­að­ jafnaði milli 1950 og 1980, fara um 100 þús. tonn eða­um­30%­leyfilegs­þorskafla­í­pottana. lesið shg ----------------- Hólf 2 Ráðstöfun leyfilegs þorskafla í potta Eftirfarandi mynd sýnir þann þorskafla sem ráðstafað verður til flokks 2, þ.e. potta ráðherra, ef stóra frumvarpið verður að lögum. Nánar tiltekið lýsir myndin því hvernig ráðstöfun í pott 2 á að vaxa eð leyfilegum þorskafla samkvæmt frumvarpinu. Nú þegar er um 15 þús. tonnum af þorski ráðstafað til sérstakra þarfa, einkum til stuðnings byggða og til strandveiða en einnig svokallaðrar línuívilnunar. Fari leyfilegur þorskafli yfir 160 þús. tonn verður 45-50% af aukningunni ráð tafað í pottan . Þetta þýðir að fari leyfilegur þorskafli í um 250 þús. tonn, sem nú er talið líklegt að verði innan fárra ára, verður um 60 þús. tonnum eða tæpum fjórðungi aflans ráðstafað í potta. Fari leyfilegur þorskafli í 330 þús. tonn, sem var þorskaflinn að jafnaði milli 1950 og 1980, fara um 100 þús. tonn eða um 30% leyfilegs þorskafla í pottana. 0 20 40 60 80 100 120 120 140 160 180 200 220 240 260 280 300 320 340 Leyfilegur þorskafli, þús. tonn Þo rs ka fli í po tt a, þ ús . t on n líkja má við kollstEypu RagnaR ÁRnason pRófessoR metuR kvótafRumvöRpin fyRiR fRjÁlsa veRslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.