Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 65
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 65 aukin opinber afskipti og pólitískar úthlutanir aflaheimilda kvótakerfið – bitbein þjóðarinnar Kvótakerfið var innleitt á sínum tíma árið 1984 af illri nauðsyn. Það kom til vegna þess að veitt var of mikið og ástand fiskstofn anna var ekki í góðu lagi. Það varð vissulega mikil friðun á miðunum eftir að breskir togarar hurfu héðan í kjölfar útfærslu landhelginnar 1975 en landsmenn voru hins vegar fljótir að byggja upp stóran og öflugan togaraflota og þegar komið var fram á níunda áratuginn var staðan þannig að þorskstofninn var ofveiddur og ástand annarra helstu botnfiskstofna var ekki gott,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnnar. Hann segir að langan tíma hafi tekið að koma aflamarkskerfinu í það horf að hægt væri að ætlast til þess að það gæti skilað tilætluðum árangri. Alls konar glufur hafi verið á kerfinu og þær hafi verið nýttar til hins ýtrasta. Þá hafi framkvæmd fisk veiði­ stjórnunarinnar alls ekki verið nógu mark­ viss framan af og ákvörðun um aflamark hafi oftar en ekki verið illa fylgt eftir og því farið verulega á skjön við ráðgjöf Hafrann­ sóknastofnunarinnar. „Undanfarna tvo áratugi hefur kerfið þó verið að styrkjast og framkvæmdin sömu ­ leiðis. Þetta á sérstaklega við um sl. áratug. Sókn í flesta okkar nytjastofna hefur á því tímabili tekið mið af ráðgjöf okkar og aflamarkskerfið, sem stjórntæki til að stýra sókninni, er farið að virka mun betur. Því er þó ekki að leyna að við hefðum getað náð fram meiri afrakstri úr einstaka stofnum með því að stilla sókninni betur í hóf en gert hefur verið. Fyrir því eru ýmsar ástæður, en heilt yfir má segja að sóknin hafi verið innan marka.“ friðunaraðgerðir virðaSt vera farnar að Skila árangri „Við mat okkar á skynsamlegri sókn höf um við ekki síst horft til fiskveiðidánar tíðni. Hún hefur verið of há hjá þorskinum um langt árabil. Á árunum 1995­1996 var tekin upp svokölluð aflaregla fyrir þorskveiðar en hún miðar við að veiða sem svarar 25% af veiðistofninum eins og hann mælist á hverjum tíma, þ.e. fjögurra ára eða eldri fiskur. Því miður reyndist Hafrannsóknastofn­ unin ofmeta ástand þorskstofnsins á árun­ um fyrir síðustu aldamót. Þetta, auk afla umfram aflamarks, leiddi til þess að í stað 25% veiðihlutfalls þá hafði sóknin farið vel yfir 30%. Afleiðing þessa var sú að við sáum enga aðra leið færa en þá að leggja til á árinu 2007 að takmarka sókn í þorskinn mjög verulega. Lagt var til að miðað yrði við 20% veiðihlutfall og aflamarkið var skorið niður í samræmi við það. Eftir þessu hefur verið farið með þeirri undantekningu að í janúar 2009 ákvað þáverandi sjávarút­ vegsráðherra að bæta 30 þúsund tonnum við þorskkvótann.“ Að sögn Jóhanns virðist þessi síðasta frið­ unaraðgerð vera farin að skila marktæk­ um árangri því fiskveiðidánartala þorsks er nú um stundir í sögulegu lágmarki og fiskurinn fær betur að vaxa. Fyrir vikið eru sjómenn farnir að verða meira varir við stærri þorsk á miðunum. Meðalþyngd botnfiskstofna hefur líka verið í lágmarki mörg undanfarin ár, en það virðist vera að breytast og fiskurinn að braggast. „Þetta sýnir að aflamarkskerfi sem stjórn­ tæki getur virkað vel. Menn segja reyndar að það sé meiri hvati til brottkasts á afla í aflamarkskerfi en í sóknarmarki en það er fráleitt hægt að afgreiða það mál með svo einföldum hætti.“ megum ekki ganga of hart fram í Sókn í StærSta fiSkinn Jóhann segir að þótt vissulega þykist menn sjá ýmis batamerki hvað varðar ástand þorsk stofnsins sé rétt að stilla væntingum í hóf og fagna ekki of snemma. „Vandinn er ekki síst sá að þorskárgang­ arnir í byrjun aldarinnar eða frá 2001 til 2007 voru slakir eða frekar slakir. 2008 og 2009 eru miðlungsárgangar en 2010­árgang­ urinn mælist sem frekar slakur. Það er beint samhengi á milli fjölda nýliða í árgangi eða réttara sagt meðaltali árganga í veiðistofn­ inum og þess aflamagns sem óhætt er að veiða. Fjöldi nýliða í árgöngum á síðustu öld var um 180 milljónir að meðaltali um nokkurra áratuga skeið. Það var ávísun á 280 til 290 þúsund tonna árskvóta. Á árunum nú eftir aldamótin var fjöldi nýliða hins vegar ekki nema um eða undir 120 milljónum að jafnaði en það jafngildir um 180 til 190 þúsund tonna kvóta.“ Hann bendir á að ein af helstu ástæðum þess hve nýliðun hefur verið slök sé líklega sú staðreynd að lítið hafi verið eftir af stór­ um og eldri þorski í stofninum. „Það er staðreynd að stórar þorskhrygnur hrygna yfir lengra tímabil en þær smærri og þær skila frá sér miklu meira af hrogn­ um. Það er jákvætt vegna þess að það dreg­ ur úr líkum á því að hrygningin misfarist vegna tímabundinna umhverfisaðstæðna. Auk þess eru hrognin og síðan seiðin úr stóru hrygnunum lífvænlegri en úr þeim minni. Því er afskaplega mikilvægt að hafa stórar hrygnur í stofninum. kvótakerfið og uppbygging fiskstofna Því miður reyndist Hafrannsóknastofnunin ofmeta ástand þorskstofnsins á árunum fyrir síðustu aldamót. Þetta, auk afla umfram aflamark, leiddi til þess að í stað 25% veiðihlutfalls hafði sóknin farið vel yfir 30%. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar: Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofn- unarinnar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.