Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 47
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 47 nokkur Joly var á þessum árum að garfa í frönskum spillingarmálum, einkum tengd­ um einkavæðingu sem Strauss­Kahn hafði barist fyrir. Þetta var hið svokallaða Elf­ hneyksli og DSK sagði af sér árið 1999. Hann var þó ekki dæmdur fyrir spill ingu og komst aftur til áhrifa í flokki jafnaðar­ manna. Nú í ár þótti ljóst að þau Joly og Strauss­Kahn mættust aftur í forsetakjöri að ári; hann fyrir krata en hún fyrir græningja. Hann hugðist fyrst bjóða sig fram til for seta árið 2007 en varð að láta í minni pok ann fyrir Segolene Royal við val á fram­ bjóð anda jafnaðarmanna. Síðan tapaði Royal fyrir Sarkozy. Strauss­Kahn var ósáttur við kosningabaráttu flokks síns og leitaði nú út fyrir landið eftir frama. Hann varð framkvæmdastjóri Alþjóða gjald eyris­ sjóðsins – AGS – haustið 2007 og sat þar til 19. maí 2011. sterkur stjóri Í þessu embætti naut Strauss­Kahn víð­ tæks stuðnings, líka meðal pólitískra and­ stæðinga sinna heima. Sagt er að Sarkozy forseti hafi mælt með honum í embættið einmitt til að losna við skæðan andstæðing. Strauss­Kahn naut og stuðnings allra ríkja ESB, Bandaríkjanna og Kína. En nú hafði hann boðað til baráttu á heimavelli að nýju fyrir forsetakosningar á næsta ári. Af því verður varla. Í hagfræði sinni þykir Strauss­Kahn beggja blands. Hann er meiri velferðar sinni en fyrirrennararnir hjá AGS en um leið fylgis maður einkaframtaks og einka væð­ ingar. Kröfur hans til skuldugra ríkja hafa því þótt mildari en áður var hjá AGS. Áður var aðförum AGS í vanda skuldugra oft líkt við hrossalækningar og kúrinn verri en sjúkdómurinn. Núna eru allir sammála um að hann hafi fylgt skynsamlegri stefnu í starfi sínu sem sjóðstjóri og skilið hinn póli­ tíska vanda sem fylgir efnahagskreppu. kvennabósi hinn mesti Vandinn nú er að hagfræði Strauss­Kahn er ekki lengur umræðuefnið. Það eru kvenna­ málin sem vekja yfirþyrmandi athygli mitt í fjármálakreppu heimsins. Og um leið og ein kona segir farir sínar ekki sléttar eftir ástleitni stjórans koma fram aðar konur með eldri sögur. Alvarlegasta ásökunin kemur frá blaða­ konu að nafni Tristane Banon. Hún átti við hann viðtal árið 2002 og segir að Strauss­ Kahn hafi reynt að nauðg0a sér. Sagan varð alkunn þá en Banon kærði ekki. Það varð Strauss­Kahn til happs. Hún mun þó íhuga að kæra nú. Þetta er ekki allt. Árið 2008 fól stjórn AGS sérstakri rannsóknarnefnd að kanna hvað væri hæft í ásökunum um að Strauss­Kahn héldi við Pirosku Nagy, konu þar á skrif stof­ unni í Washington og þá eiginkonu hag fræð­ ingsins Mario Blejer. Nagy sagði að Strauss­ Kahn hefði mis notað valdastöðu sína og leitt sig nauðuga viljuga út í ástarsamband. Síðar útvegaði Strauss­Kahn henni nýja vinnu. Það fylgir með í hinni frönsku karlímynd að reynast ástkonum sínum vel. En nefndin komst að þeirri niðurstöðu að dómgreind Strauss­Kahn hefði brugðist í samskiptum við Nagy, óbreyttan starfs­ mann. Honum hefði orðið á en væri samt ekki sekur um kynferðislega misnotkun eða að hafa notað sér áhrifastöðu sína til að kom­ ast yfir konuna. Strauss­Kahn var því ekki vikið út embætti. En hurð skall nærri hælum. Þerna og nakinn maður í sturtu Síðan gerist það um hábjartan dag 14. maí að 32 ára gömul herbergisþerna kemur inn á herbergi Strauss­Kahn á Sofitel­lúxus ­ hó t el inu í New York og hittir AGS­stjórann þar fyrir nakinn á leið úr sturtu. Honum halda engin bönd. Þernan segir að hann hafi neytt hana í munngælur og síðan reynt að nauðga henni. Hún slapp þó út áður en verra hlaust af. Upptökur úr öryggismyndavélum sýna að Strauss­Kahn fór af hótelinu í flýti klukk an 12.29. Á sama tíma lýsti þernan því fyrir yfirmanni sínum að Strauss­Kahn hefði reynt að nauðga sér. Þó leið klukku­ stund áður en lögregla var kölluð til og þá var Strauss­Kahn löngu farinn. Þremur tímum síðar hringdi Strauss­ Kahn á hótelið og bað um að farsíma, sem hann gleymdi þar, yrði komið til hans á John F. Kennedy­flugvöll. Hann biði eftir flugi 32 með Air France til Parísar. Þessar upplýsingar urðu Strauss­Kahn að falli því lögreglan fór á staðinn og hand­ tók hann áður en flugvélin lagði af stað til Parísar. Sagan um farsímann styður sakleysi Strauss­Kahn. Hefði sekur maður á flótta hringt á hótelið og sagt hvar hann væri að finna? vinur og félagi Clintons En þegar löggan kom á staðinn féll einn af áhrifamestu mönnum heims af stalli sín um og mynd hins glaðbeitta leiðtoga var skipt út fyrir mynd af þreyttum og órökuðum fanga. Núna er það orðið sport eigenda hóruhúsa að segja frá fyrri við­ skiptum við karl. Hann á að hafa keypt sér kynlífsþjónustu við ýmis tækifæri, m.a. í New York árið 2006. Þá var hann í heimsókn hjá Bill Clinton. Það eru tveir hæfileikamenn með sama veikleika. Strauss­Kahn hefur alltaf verið veikur fyrir hinu ljúfa lífi. Hann klæðist – eða klædd ist – dýrum fötum og bjó, ef hann gat valið næturstað sjálfur, á dýrum hótelum. Hann heldur heimili í Washington, París og Marrakesh í Marokkó. Vinur hinna fátæku veður í peningum. Hann hefur ekkert gert til að eyða ímynd kvennabósans. Kvensemi er heldur ekki talin há mönnum í frönskum stjórnmálum. En samt eru takmörk og þau eru önnur í Bandaríkjunum en í Frakklandi en hvergi eru nauðganir taldar afsakanlegar. samsæri illra afla Strauss­Kahn segir að um samsæri sé að ræða; að lögð hafi verið fyrir sig gildra og herbergisþernan sé handbendi óvinveittra afla. Á því byggist vörn hans en er lítið sann færandi, nema ný sannindi komi í ljós. Hann segist hafa snætt hádegismat með dóttur sinni þegar þernan segist hafa mætt honum allsberum. Tekur dómari mark á því sem dóttir manns segir? Enn vantar líka innihaldið í samsæris kenn­ i nguna. Hverjum var svo illa við DSK að hann gerði fátæka blökkukonu út af örkinni til að tæla AGS­stjórann? Því er ósvarað. Hvað verður þá um manninn sem búið er að niðurlægja frammi fyrir heims byggð­ inni? Á hann sér uppreisn æru? Banda­ ríkjamenn ganga augljóslega harðar fram í þessum málum en Evrópubúar og þá sérstaklega kaþólskir Suður­Evrópubúar. góður félagsskapur en umdeildur Al Gore, ekki Bandaríkjaforseti, féll í ónáð við það eitt að klípa einu sinni í rassinn á þernu. Silvio Berlusconi hefur um árabil klipið í alla kvenrassa sem hann hefur séð og það er nú fyrst farið að há honum. Francois Mitterrand Frakklandsforseti hélt ástkonu að sið heldrimanna og enginn fann að því, ekki neinu sinni forsetafrúin. Meira að segja Karl Gústaf Svíakonugur heldur framhjá. Og sjálfur Arnold Schwarz­ e negger, maðurinn sem upprætir illgresið í mannheimum, hefur sáð um sig og það borið ávöxt. Hvernig á að dæma í svona málum? Eftir bandarískum lögum: Sekur. Eftir meðaltali laga allra annarra þjóða: Hálfsekur og ætti að skammast sín. Eftir frönskum lögum: Kjarkmaður DSK. Sjálfur finnur hann ekki til sektar og þó ætlaði hann á konuna. Time fjallaði nýlega um breyskleika valdamanna. Al Gore. Arnold Schwarzenegger. Tiger Woods. Silvio Berlusconi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.