Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 18
18 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 Gjaldeyrishöftin Áætlun Seðlabankans um af nám gjaldeyris­hafta byggist á mjög takmörkuðum upplýsingum, er­seinvirk,­flókin­og­skort­ ir tímasetningar og skýr viðmið. Í 19. tbl. tímaritsins Vísbending ar á þessu ári lögðum við því til eftirfarandi leið sem miðar að skjótu afnámi haftanna án óþarfa áhættu: Ákveðnar tímasetningar eiga að varða leiðina Tímasetningum ætti ein­ ungis að vera hægt að hnika ef breytingar verða á mikilvægum og fyrirfram tilgreindum forsendum. Hleypa á öllum krónueigend um að borðinu Ef öllum krónueigendum er hleypt að borðinu kemur einfaldlega í ljós hverjir vilja helst selja krónuna og á hvaða verði. Ákveðinn hluti gjaldeyrisforð ans boðinn til kaups Um yrði að ræða takmark­ aðan hluta gjaldeyrisforðans. Forðinn­er­hins­vegar­ríflegur­ og gæta verður að nægilegt magn gjald eyris sé boðið til kaups til að tryggja að gagn­ legar upplý s ingar fáist sem fyrst um styrk krónunnar. Álag á verð erlends gjaldeyris í afnámsferlinu Álagið í fyrsta útboði gæti t.d. verið 25% ofan á opinbera geng ið en farið lækkandi í síðari út boðum. Um væri að ræða skatt sem rynni í ríkissjóð. Ganga á rösklega til verks Stefna ætti að afnámi hafta á 6­9 mánuðum. Betri leið Aflandsgengi­íslensku­krónu nnar hefur skipað stóran sess í umræðu um gjaldeyr ishöftin og hefur gjarnan verið lit ið til þess sem vísbendingar um hvert gengi krónunnar myndi leita ef­höftum­yrði­aflétt.­„Þetta­ er það sem útlendingar vilja borga fyrir krónuna“ er sagt í umræðu manna á milli. Gengi krónunn­ar­á­aflands­markaði­ hefur verið miklu lægra en opin­ bera gengið undanfarið. Þannig hefur evran kostað 40­70% fleiri­krónur­á­aflandsmarkaði­ en hérlendis undanfarna 18 mánuði. Það er því engin furða að almenn ingur virðist hugsa með hryllingi til þess sem gæti gerst við afnám gjaldeyrishafta. Aflandsgengið­segir­sem­betur­ fer ekkert til um það. Af­hverju­er­aflandsgengið­ mark laus mælir á styrk krónunn­ ar? Breyting sem gerð var á gjald eyris reglum í lok október 2009 fól í sér grundvall arbreyt­ ingu­á­aflands­krónunni.­Með­ henni­var­tekið­fyrir­innflutning­ á­aflandskrónum.­Notagildi­ aflands­krónunnar­snar­minnk­ aði við þetta. Fæst af því sem hægt er að gera með „venju­ legri“ krónu má gera með aflandskrónu.­Aflandskrón­ unni var því eiginlega breytt í „afleita“­krónu,­mjög­frábrugð­ na þeirri krónu sem verslað verður með eftir afnám hafta. Fyrir þessa breytingu aflandskrón­unnar­í­„afleitu“­ krónuna­hafði­innflutningur­ á­aflandskrónum­haft­það­ í för með sér að munur á afl­andsgengi­og­opinberu­ gengi krónunnar hafði farið minnkandi. Þannig kostaði evran í október 2009 um 15% fleiri­krónur­á­afl­ands­markaði­ en á innanlandsmarkaði. Eftir breytinguna á gjald eyris­ reglunum snarlækkaði gengi aflandskrónunnar­á­nokkrum­ vikum, eins og við mátti búast, og kostaði evran um 50% meira­á­aflandsmarkaði­en­ hérlendis í lok árs 2009. Hefur munurinn haldist mikill síðan. Að því leyti sem við viljum yfirleitt­taka­mark­á­aflands­ markaðnum (og um það eru áhöld vegna takmarkaðra viðskipta) verður að túlka mun­ inn á opinberu innanlands­ gengi­og­aflandsgengi­fyrst­ og fremst sem mælikvarða á notagildi­aflandskrónunnar­í­ samanburði við innanlands­ krónuna og væntingar um breytingar á því. Ef vænting­ ar­skapast­um­að­aflands­ krónan muni senn líkjast innanlandskrón unni meira ætti munurinn á gengi þeirra að minnka. Eitt af því sem getur skapað slíkar væntingar eru skref til losunar á höftum. Styrking­aflandsgengisins­í­ kjölfar tilkynning ar Seðlabank­ ans 23. maí sl. um fyrirhuguð aflandskrónukaup­kom­því­ ekki á óvart. AflAndsgengið er mArklAus mælir Rauði þráðurinn í áætlun um losun gjaldeyris hafta er að koma „óstöð ugum“ krónueignum erlendra aðila í hendur langtíma fjárfesta. Seðlabankinn metur að þessar eignir séu um 465 ma. kr. Í umræðunni um gjald eyrishöft hefur stund­ um verið vísað til þessara eigna sem snjóhengju. Með þessari mynd­líkingu­er­gefið­í­skyn­svo­ekki­verður­um­villst­að­þessar­ eignir séu varasamar, bresti varnirnar sé líklegt að snjóhengjan falli­á­okkur­með­óskaplegum­afleiðingum.­Ýmsir­hafa­einnig­ bent á að lausar eignir sumra innlendra aðila gætu verið allt eins hvikular. Þá kom fram á fundi nýverið að greining Arion banka hefur áhyggjur af því að innlendar eignir sem erlendir að ilar fá við skiptingu þrotabúa gömlu bankanna gætu verið sama merki brenndar. Reyndar er það svo að við höfum einungis mjög takmark aðar vísbendingar um hversu hvikular þessar eignir væru ef á reyndi. Hræðsla­við­fjármagns­flótta­byggist­á­getgátum.­Engar­upplý­s­ ingar hafa verið á borð bornar sem styðja að þessi hræðsla eigi við rök að styðjast og grundvallarhagstærðir, s.s. mikill viðskipta­ afgangur og lágt gengi krónunn ar í sögulegu samhengi, gefa þvert á móti ástæðu til að ætla að krónan eigi inni styrkingu. Greiningardeild­JP­Morgan­lýsti­því­yfir­í­apríl­sl.­að­hún­teldi­ Seðlabankann fullsvartsýnan varðandi mögulegan fjármagns­ flótta­erlendra­krónueigenda­og­að­hægt­væri­að­hleypa­þeim­ út­sem­vildu­tiltölulega­fljótt.­Krónan­væri­jafnframt­of­lágt­ skráð. Greining Danske Bank tók undir þessi sjónarmið í sama mánuði, gengi krónunnar væri langt undir sannvirði og þetta lága gengi myndi draga verulega úr áhuga erlendra fjárfesta á að selja hana við losun hafta. Greining sænska SEB­bankans kannaði afstöðu erlendra krónueigenda haustið 2009, um ári eftir­hrun.­Hann­greindi­enga­skelfingu­meðal­þeirra­enda­teldu­ þeir krónuna vanmetna. En­lykilatriðið­er­þó­að­óþarfi­er­að­vera­með­miklar­getgát­ur­um­ þetta. Réttast væri einfaldlega að komast að því með út boðum af veglegri stærð sem öllum krónueigendum væru opin. Þá kæmi í ljós hverjir kysu helst að skipta krónum og hefðu mestan hag af því að losna. Seðlabankinn gæti m.a.s. búið þann ig um hnút­ ana að ríkið hefði nokkrar tekjur upp úr krafsinu. Skilvirkari og fljótlegri­leið­úr­höftunum­stendur­til­boða.­ Eru krónuEignir ErlEndra aðila „óstöðugar“? Signý Kolbeinsdóttir hönnuður 20 mismunandi bækur sem dæma þarf af kápunni UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA Prentun frá A til Ö Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is Oddi fyrir þig, þegar hentar, eins og þér hentar. texti: Páll og magnús Harðarsynir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.