Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 21
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 21 TexTi: STeingerður STeinarSdóTTir Myndir: geir ólafSSon Mæling á trúverðugleika stjórnenda tekur til stjórnenda og næsta yfirmanns og er m.a. spurt hvort yfirmenn fyrirtækisins virði starfsfólkið, hvernig vinnustaðnum sé stjórn að, hvort starfsfólki sé hrósað og hvort svarendur beri traust til yfirmanna sinna. Þessi gleðilega niðurstaða sýnir svo ekki verður um villst að til eru fyrirtæki á Íslandi þar sem aðbúnaður er eins og best verður á kosið. En telur Stefán að könnunin stuðli að því að stjórnendur og eigendur fyllist metnaði og vilji bæta sig eftir að niðurstöður könn­ unarinnar liggja fyrir? „Við höfum séð fyrirtæki lyfta grettistaki í innri málefnum vinnustaðarins eftir slælegt gengi í könnuninni og jafnvel stökkva upp í eitt af efstu sætunum. Það dugar lítt fyrir stjórnendur að bölva í hljóði þegar starfs­ fólkið gefur fyrirtækinu falleinkunn í könnun sem þessari. Betra er að nota niðurstöðurn­ ar til að bæta það sem aflaga hefur farið, og það gera svo sannarlega margir.“ Nýherji og Dynjandi hástökkvarar Það virðast vera orð að sönnu því hástökkv­ ari ársins meðal stærri fyrirtækja er Nýherji, fór úr 91. sæti árið 2010 í það 17. í ár, og Dynjandi er hástökkvarinn í hópi minni fyrir­ tækja; fór úr sæti 192 árið 2010 í 56. sæti í ár. En hvað hefur komið nýjum formanni VR mest á óvart varðandi þær upplýsingar sem safnað er og helstu niðurstöður könnunar­ innar? „Það sem helst hefur komið mér á óvart er hversu mikill munur virðist milli fyrirtækja á starfsánægju og viðhorfi starfsmanna. Sum fyrirtæki virðast gera mjög vel en í öðrum virðist ástandið ekki nógu gott. Í mörgum til­ vikum er um alvarlegar brotalamir að ræða en kannski ekki síður andvaraleysi gagnvart mikilvægi þess að hlúa vel að starfsfólkinu. Ekkert fyrirtæki gæti starfað án þess mann­ auðs sem það hefur á að skipa. Það er mikil kúnst að virkja það afl sem í fólki býr, en þegar vel tekst til lætur árangurinn ekki á sér standa,“ segir Stefán Einar. Hverjir eru bestir? Þetta er annað árið í röð sem Íslenska gámafélagið vinnur titilinn fyrirtæki ársins hjá VR í flokki stærri fyrirtækja. Nýherji var hástökkvari ársins í flokki stærri fyrirtækja. Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, með viðurkenn­ inguna. Dynjandi var hástökkvari ársins í flokki minni fyrir­ tækja. Guðlaugur Steindórsson, forstjóri Dynjanda, með verðlaunin. Vinnuföt ehf. sigruðu í flokki minni fyrirtækja. Hér tekur Örn Arnarson, sölustjóri Vinnufata, við viðurkenningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.