Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 82
82 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 afi minn athafnamaðurinn M agnús Þorgeirsson í Pfaff var í meira en hálfa öld ein­ hver kunnasti kaupmaður í Reykjavík og umtalaður maður í bænum allt þar til hann lést árið 1983 rúmlega áttræður. Hann var farsæll verslunareigandi í hálfa öld en frægð hans var ef til vill mest þegar leið að ævilokum. Þá hélt hann svokallað „skugga­ ráðuneyti“ á skrifstofu sinni á Bergstaða­ stræti 7. Þetta var á miklum umbrotatímum í íslenskum stjórnmálum eftir daga viðreisn­ arstjórnarinnar og mjög deildar meiningar um hvert bæri að stefna í stjórn landsins. Magnús var íhaldsmaður af gamla skólanum­en­vinmargur­í­öllum­flokkum.­Á­ áttunda áratugnum tók að koma til hans í morgunkaffi­hópur­þjóðkunnra­manna­að­ ræða landsins gagn og nauðsynjar. Þetta gerðist klukkan tíu sex daga vikunnar og það var króna í sekt fyrir að mæta ekki. Þessi hópur gekk undir nafninu skugga­ ráðu neytið. Það skipuðu Magnús Þorgeirs­ son, húsráðandi og alltaf kenndur við Pfaff, Kristmann Magnússon, sonur hans og þá framkvæmdastjóri Pfaff, Albert Guð­ munds son, Lúðvík Jósefsson, Pétur Snæ land, framleiðandi svampdýna, Lárus Blöndal bóksali, Ólafur Finnbogason í Pennaviðgerðinni og Jónsteinn Haralds­ son í Máli og menningu. Fleiri komu og voru fastagestir, þar á meðal Guðmundur J. Guð mundsson, öðru nafni Gvendur jaki, og Stefán Jónsson fréttamaður. Þarna voru sem sagt þingmenn, ráðherr­ ar og athafnamenn og mjög þverþólitískur hópur eins sagt væri í dag. Þetta þótti að­ dá unarvert og sniðugt uppátæki hjá öllum öðrum en sonardótturinni og unglingnum Margréti.­„Afi­var­með­skrifstofu­á­Bergstaða­ stræti 7 og fjölskylda mín bjó á hæðun um fyrir ofan,“ segir Margrét um góðlátlega andstöðu sína við skuggaráðuneytið. „Þegar ég­flutti­að­heiman­flutti­ég­bara­niður­um­ eina hæð, á sömu hæð og skrifstofa afa var þar sem karl arnir sátu og voru oft ansi háværir. Þetta var sérstaklega hvimleitt á laugardagsmorgn um þegar ég hafði verið úti að skemmta mér langt fram eftir nóttu og þurfti svefn eins og unglinga er siður.“ Viðskipti byggð á trausti Þetta­morgunónæði­er­þó­fyrirgefið­fyrir­ löngu og Margrét leynir ekki aðdáun sinni á afa sínum. „Viðskipti hans byggðust á trausti og þess um gömlu gildum,“ segir hún. „Hann var­mannþekkjari­og­hafði­tilfinningu­fyrir­ hverj um hann gat treyst.“ Hún nefnir sem dæmi­að­eitt­sinn­fékk­afi­hennar­bréf­frá­ Ásmundi Stefánssyni á Akureyri, manni sem hafði veikst alvarlega af berklum en hugðist koma upp lítilli prjóna stofu. Hann spurðist fyrir um­kaup­á­prjóna­vélum.­„Afi­þekkti­manninn­ ekkert en sendi honum vél og bað hann að borga­við­fyrsta­tækifæri.­Þetta­var­upphafið­ að Fata verk smiðjunni Heklu og gleymdi Ás­ mundur aldrei þessum greiða og var traustur viðskipta vinur í áratugi,“ segir Margrét. Síbreytilegar aðstæður Annað­einkenni­á­Magnúsi­í­Pfaff­var­hæfi­ leikinn til að bregðast við breyttum að stæð um. Það er ekki í fyrsta sinn núna sem aðstæður til atvinnurekstrar eru ótryggar á Íslandi. „Afi­stofnaði­fyrirtækið­þegar­kreppan­ mikla var að skella á og byggði það upp þrátt fyrir fátækt og heimsstyrjöld og svo gjald eyrishöft og skammtanir eftir stríð,“ segir­Margrét.­„Í­upphafi­var­innflutningur­ Pfaff frá Þýskalandi. Þau viðskipti stöðvuðust alveg­í­síðari­heimsstyrjöld.­Þá­fór­afi­m.a.­ að­flytja­inn­barnavagna,­marmaramulning­á­ hús og sprengiefni!“ Síðar hafa áherslur hjá fyrirtækinu breyst með breyttum aðstæðum; til dæmis þegar sauma­ og prjónaiðnaður hvarf úr landi fyrir áratugum.­„Það­var­hrein­tilviljun­að­afi­byrjaði­ á þess um rekstri,“ segir Margrét. „Emilía systir hans bað hann árið 1929 að útvega sér saumavél.­Afi­var­þá­búinn­að­læra­töluvert­ í þýsku í sjálfsnámi og hann skrifaði til Pfaff og pant aði vél. Það gekk ekki að kaupa eina vél en honum var boðið umboðið fyrir Pfaff á Íslandi ef hann pantaði sex vélar og það gerði hann.“ Magnús var ekki ókunn­ ugur verslunar rekstri á þessum tíma. Hann var þá verslunarstjóri hjá Verzlun Marteins Einarssonar á Laugavegi – í húsinu þar sem Biskups stofa er nú. Þar var þá ein glæsi­ legasta tískuverslun landsins. Fyrir þann tíma var Magnús bæði sendill og afgreiðslu­ maður hjá kaupmönnum í Reykjavík. Hann byrjaði raunar sem sendill hjá SS. Nú á tímum er að mestu gleymt að Magnús Þorgeirsson í Pfaff var líka afreksmaður í einni vinsælustu íþróttagrein landsmanna í upphafi­síðustu­aldar.­Hann­var­fyrsti­Íslands­ meistarinn­í­fimleikum­og­var­í­fimleikaflokki­ ÍR. Fimleikar voru sýningaratriði á öllum alvörusamkomum í den. „Afi var kaupmaður,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff. „Hann var kaupmaður eins og þeir voru áður í Reykjavík. Honum datt ekki í hug að fara út úr húsi án þess að hafa hatt og frakka en í fyrirtækinu vann hann öll verk sem þurfti að vinna.“ Viðskiptin byggðust á trausti „Það gekk ekki að kaupa eina vél en honum var boðið umboðið fyrir Pfaff á Íslandi ef hann pantaði sex vélar og það gerði hann.“ texti: gísli Kristjánsson Afi minn AthAfnAmAðurinn – mArgrét KristmAnnsdóttir segir frá mAgnúsi í PfAff Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff. Margrét Kristmannsdóttir, nýorðin stúdent 1982, við hlið Magnúsar Þorgeirssonar afa síns. - með þér alla leið - www.miklaborg.is Síðumúla 13 108 Reykjavík Sími: 569 7000 Fáðu Innlit fyrir eignina þína! Tryggðu eigninni þinni samkeppnisforskot Kynntu þér Innlitin á www.miklaborg.is flakkaðu á milli hæða nánari upplýsingar helstu upplýsingar flakkaðu á milli herbergja og áttaðu þig á afstöðunni utanhúss sjónarhorn skoðaðu frá öðrum sjónarhornum náðu sambandi við viðkomandi sölumann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.