Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 82

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 82
82 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 afi minn athafnamaðurinn M agnús Þorgeirsson í Pfaff var í meira en hálfa öld ein­ hver kunnasti kaupmaður í Reykjavík og umtalaður maður í bænum allt þar til hann lést árið 1983 rúmlega áttræður. Hann var farsæll verslunareigandi í hálfa öld en frægð hans var ef til vill mest þegar leið að ævilokum. Þá hélt hann svokallað „skugga­ ráðuneyti“ á skrifstofu sinni á Bergstaða­ stræti 7. Þetta var á miklum umbrotatímum í íslenskum stjórnmálum eftir daga viðreisn­ arstjórnarinnar og mjög deildar meiningar um hvert bæri að stefna í stjórn landsins. Magnús var íhaldsmaður af gamla skólanum­en­vinmargur­í­öllum­flokkum.­Á­ áttunda áratugnum tók að koma til hans í morgunkaffi­hópur­þjóðkunnra­manna­að­ ræða landsins gagn og nauðsynjar. Þetta gerðist klukkan tíu sex daga vikunnar og það var króna í sekt fyrir að mæta ekki. Þessi hópur gekk undir nafninu skugga­ ráðu neytið. Það skipuðu Magnús Þorgeirs­ son, húsráðandi og alltaf kenndur við Pfaff, Kristmann Magnússon, sonur hans og þá framkvæmdastjóri Pfaff, Albert Guð­ munds son, Lúðvík Jósefsson, Pétur Snæ land, framleiðandi svampdýna, Lárus Blöndal bóksali, Ólafur Finnbogason í Pennaviðgerðinni og Jónsteinn Haralds­ son í Máli og menningu. Fleiri komu og voru fastagestir, þar á meðal Guðmundur J. Guð mundsson, öðru nafni Gvendur jaki, og Stefán Jónsson fréttamaður. Þarna voru sem sagt þingmenn, ráðherr­ ar og athafnamenn og mjög þverþólitískur hópur eins sagt væri í dag. Þetta þótti að­ dá unarvert og sniðugt uppátæki hjá öllum öðrum en sonardótturinni og unglingnum Margréti.­„Afi­var­með­skrifstofu­á­Bergstaða­ stræti 7 og fjölskylda mín bjó á hæðun um fyrir ofan,“ segir Margrét um góðlátlega andstöðu sína við skuggaráðuneytið. „Þegar ég­flutti­að­heiman­flutti­ég­bara­niður­um­ eina hæð, á sömu hæð og skrifstofa afa var þar sem karl arnir sátu og voru oft ansi háværir. Þetta var sérstaklega hvimleitt á laugardagsmorgn um þegar ég hafði verið úti að skemmta mér langt fram eftir nóttu og þurfti svefn eins og unglinga er siður.“ Viðskipti byggð á trausti Þetta­morgunónæði­er­þó­fyrirgefið­fyrir­ löngu og Margrét leynir ekki aðdáun sinni á afa sínum. „Viðskipti hans byggðust á trausti og þess um gömlu gildum,“ segir hún. „Hann var­mannþekkjari­og­hafði­tilfinningu­fyrir­ hverj um hann gat treyst.“ Hún nefnir sem dæmi­að­eitt­sinn­fékk­afi­hennar­bréf­frá­ Ásmundi Stefánssyni á Akureyri, manni sem hafði veikst alvarlega af berklum en hugðist koma upp lítilli prjóna stofu. Hann spurðist fyrir um­kaup­á­prjóna­vélum.­„Afi­þekkti­manninn­ ekkert en sendi honum vél og bað hann að borga­við­fyrsta­tækifæri.­Þetta­var­upphafið­ að Fata verk smiðjunni Heklu og gleymdi Ás­ mundur aldrei þessum greiða og var traustur viðskipta vinur í áratugi,“ segir Margrét. Síbreytilegar aðstæður Annað­einkenni­á­Magnúsi­í­Pfaff­var­hæfi­ leikinn til að bregðast við breyttum að stæð um. Það er ekki í fyrsta sinn núna sem aðstæður til atvinnurekstrar eru ótryggar á Íslandi. „Afi­stofnaði­fyrirtækið­þegar­kreppan­ mikla var að skella á og byggði það upp þrátt fyrir fátækt og heimsstyrjöld og svo gjald eyrishöft og skammtanir eftir stríð,“ segir­Margrét.­„Í­upphafi­var­innflutningur­ Pfaff frá Þýskalandi. Þau viðskipti stöðvuðust alveg­í­síðari­heimsstyrjöld.­Þá­fór­afi­m.a.­ að­flytja­inn­barnavagna,­marmaramulning­á­ hús og sprengiefni!“ Síðar hafa áherslur hjá fyrirtækinu breyst með breyttum aðstæðum; til dæmis þegar sauma­ og prjónaiðnaður hvarf úr landi fyrir áratugum.­„Það­var­hrein­tilviljun­að­afi­byrjaði­ á þess um rekstri,“ segir Margrét. „Emilía systir hans bað hann árið 1929 að útvega sér saumavél.­Afi­var­þá­búinn­að­læra­töluvert­ í þýsku í sjálfsnámi og hann skrifaði til Pfaff og pant aði vél. Það gekk ekki að kaupa eina vél en honum var boðið umboðið fyrir Pfaff á Íslandi ef hann pantaði sex vélar og það gerði hann.“ Magnús var ekki ókunn­ ugur verslunar rekstri á þessum tíma. Hann var þá verslunarstjóri hjá Verzlun Marteins Einarssonar á Laugavegi – í húsinu þar sem Biskups stofa er nú. Þar var þá ein glæsi­ legasta tískuverslun landsins. Fyrir þann tíma var Magnús bæði sendill og afgreiðslu­ maður hjá kaupmönnum í Reykjavík. Hann byrjaði raunar sem sendill hjá SS. Nú á tímum er að mestu gleymt að Magnús Þorgeirsson í Pfaff var líka afreksmaður í einni vinsælustu íþróttagrein landsmanna í upphafi­síðustu­aldar.­Hann­var­fyrsti­Íslands­ meistarinn­í­fimleikum­og­var­í­fimleikaflokki­ ÍR. Fimleikar voru sýningaratriði á öllum alvörusamkomum í den. „Afi var kaupmaður,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff. „Hann var kaupmaður eins og þeir voru áður í Reykjavík. Honum datt ekki í hug að fara út úr húsi án þess að hafa hatt og frakka en í fyrirtækinu vann hann öll verk sem þurfti að vinna.“ Viðskiptin byggðust á trausti „Það gekk ekki að kaupa eina vél en honum var boðið umboðið fyrir Pfaff á Íslandi ef hann pantaði sex vélar og það gerði hann.“ texti: gísli Kristjánsson Afi minn AthAfnAmAðurinn – mArgrét KristmAnnsdóttir segir frá mAgnúsi í PfAff Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff. Margrét Kristmannsdóttir, nýorðin stúdent 1982, við hlið Magnúsar Þorgeirssonar afa síns. - með þér alla leið - www.miklaborg.is Síðumúla 13 108 Reykjavík Sími: 569 7000 Fáðu Innlit fyrir eignina þína! Tryggðu eigninni þinni samkeppnisforskot Kynntu þér Innlitin á www.miklaborg.is flakkaðu á milli hæða nánari upplýsingar helstu upplýsingar flakkaðu á milli herbergja og áttaðu þig á afstöðunni utanhúss sjónarhorn skoðaðu frá öðrum sjónarhornum náðu sambandi við viðkomandi sölumann

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.