Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 76

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 76
76 FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 meðan Charlie Sheen er í tómu rugli, hvort sem er í­einkalífinu­eða­vinnunni,­ þá eru faðir hans, Martin Sheen, og bróðir, Emilio Estevez, í góðum málum með kvikmyndina The Way,­sem­var­frumsýnd­í­ Englandi í maí við góðar undirtektir­og­verður­tekin­til­sýningar­í­ Bandaríkjunum síðla sumars. The Way er mjög persónuleg kvikmynd þar sem segja má­að­hún­sé­nokkurs­konar­þakk­lætis­ vott ur Estevez til föður síns, en lengi hefur verið draumur Martins Sheens að ganga hina þekktu pílagrímsleið Leiðina til heilags Jakobs (The Way To St. James) sem liggur í gegnum þorpið Galisíu, þar sem upp runi Sheens liggur. Hann hefur haldið tryggð við­þorpið­og­umhverfið­í­kring­með­marg­ víslegum­hætti­en­aldrei­farið­gönguna­ þekktu. Ekki gerði Sheen það sama og Thor Vilhjálmsson að ganga alla 800 kíló­ metrana en The Way er samt nánast öll tekin á gönguleiðinni og var kvikmynduð í september, október og nóvember 2009. „The Way er ástaróður okkar feðga til Spánar,“ segir Emilio Estevez, sem skrifar handritið­auk­þess­að­leika­í­og­leikstýra­ myndinni­og­segir­að­það­hafi­gefið­sér­ mik ið að fylgjast með föður sínum meðan á­tökum­stóð.­„Hann­lifði­sig­inn­í­hlutverkið­ og stundum var ég ekki viss um hvort hann væri­að­leika­eða­væri­bara­hann­sjálfur.“ TexTi: HilMar karlsson Emilio Estevez leikstýrir föður sínum, Martin Sheen, í The Way sem fjallar um föður sem fet ar í fótspor sonarins sem ferst í óviðri þegar hann er að ganga hina 800 km pílagrímsgönguleið, Leiðina til heilags Jakobs, á Norður­Spáni. Leiðin liggur meðal annars um þorpið Galisíu, en þar fæddist faðir Martins Sheens Vegurinn langi Á Feðgarnir Emilio Estevez og Martin Sheen í hlutverkum feðga í The Way. Martin Sheen í hlutverki föðurins sem fetar í fótspor látins sonar.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.