Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 41

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 41
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 41 Gæti velt sjálfum sér af stóli Skipti eru svokallað samstæðufélag; félag sem umfram hefðbundin eignarhaldsfélög stendur fyrir umtalsverðri starfsemi sjálft fyrir dótturfélög sín. Það á við um bókhald, mannahald og stjórnun. Þarna starfa núna um hundrað manns hjá móðurfélaginu en helstu eignir eru Síminn, Míla og Skjárinn. Verkefni Steins Loga er endurskipulagning – bæði fjárhagslega og stjórnunarlega – á þessari samstæðu. Hann á að koma „langtímaskipan á fjármálin“ eins og hann orðar það. Steinn Logi kom til félagsins í vor og segir að svo geti farið að hann skipuleggi sjálfan sig út úr vinnunni. „Ég útiloka ekkert í því sambandi,“ segir hann. „Mín vinna hér er rétt að hefjast og allir möguleikar eru uppi á borðinu, líka sá að Skipti hverfi sem fyrir tæki.“ Skipti eru enn í eigu Exista, sem var fjárfestingafélag þeirra Ágústs og Lýðs Guðmundssona – Bakkabræðra. Það félag er nú í eigu kröfuhafa þar sem Arion banki er stór ásamt erlendum lánardrottnum. Þetta er bú sem ekki er búið að gera upp og enn ekki vitað hvað verður um einstakar eignir. ráðGjöf í fyrirtækjum Steinn Logi kom til Skipta frá eigin ráð­ gjaf ar fyrirtæki auk þess sem hann sat og situr í stjórn nokkurra fyrirtækja. Nú síðast var aðalverkefnið að búa Haga hf. undir skráningu á markað og sölu. Hann var stjórnarformaður Haga, sem rekur versl­ anir Bónuss. Hann lét þar af af störf um þegar nýir eigendur tóku við og kusu sér stjórn. Vinnu Steins Loga fyrir Haga var lokið. Nú eru það Skipti og þar er verkefnið fjár­ hagsleg endurskipulagning og að skerpa fókusinn aftur á gömlu kjarnastarfsemina sem er fjarskiptamarkaðurinn á Íslandi ásamt tengdri starfsemi. Til að sinna þessum verkum þarf þekk­ ingu á rekstri og stjórnunarhæfileika. „Í raun og veru fjallar þetta alltaf um þrjú atriði; kostnað, tekjur og fólk,“ segir Steinn Logi. „Það skiptir ekki meginmáli á hvaða sviði fyrirtækið starfar, reikningsdæmið er alltaf líkt og hin mannlegu samskipti alltaf áþekk.“ fluGleiðamaður Lengi vel var Steinn Logi einn af lykil­ starfs mönnum Flugleiða. Fram kvæmda ­ stjóri markaðs­ og sölusviðs þar og af mörg um talinn líklegur arftaki Sigurðar Helga sonar yngri á forstjórastóli. Hann var hand genginn Sigurði allt frá námsárum við Columbia­viðskiptaháskólann í New York. Þar tók hann MBA­gráðu árið 1985. Félagið skipti hins vegar um eigendur árið 2005 og nýir eigendur vildu að annað fólk tæki við stjórninni. „Ég kynntist Sigurði fyrst þegar hann var yfir söluskrifstofunni í Bandaríkjunum,“ segir Steinn Logi. „Þá tók ég að mér verk­ efni fyrir hann meðan ég var enn í námi og síðar fór svo að ég réðst til Flugleiða eftir að hann var orðinn forstjóri.“ Hjá Flugleiðum starfaði Steinn Logi á Íslandi, í Bandaríkjunum og Þýskalandi og vann að því að byggja félagið upp sem al­ hliða fyrirtæki í ferðaþjónustu en ekki bara flugi. „Ég hef aldrei verið haldinn flugdellu og leit á mig sem stjórnanda og markaðsmann hjá félaginu,“ segir Steinn Logi. Hann skipu lagði kynningarmálin og er að sögn kunnugra „meistari markaðsherferðanna“. Þetta kom meðal annars fram hjá Húsa­ smiðjunni, sem Steinn Logi stýrði eftir að hann hætti í fluginu. Hann var þó ekki alveg hættur að fjalla um flug. Nú í vor hefur hann unnið að því ásamt öðrum að selja kauprétt Ice land ­ air á þremur þotum af gerðinni Boeing Dreamliner. Hann neitar því ekki að þessi þotukaup hafi „verið út í bláinn“ að því leyti að vélar af þessari gerð gátu ekki fallið að rekstri Icelandair. Hins vegar þró­ uðust mál þannig að kauprétturinn varð verðmætur í sjálfu sér og hægt að selja hann með hagnaði. áætlanaGerð oG aGi En verkefni næstu missera verður á allt öðru sviði en bæði flug og sala á byggingar vöru. Fjarskiptatækni er enn nýtt svið. Steinn Logi segir að vissulega verði stjórn ­ andi að hafa vit á þeirri tækni sem fyrir tækið er byggt á. Stjórinn verður að ein hverju marki að þekkja tæknina og setja sig inn í það sem er að gerast í greininni. Hvað varðar Skipti er þróunin ör í notkun snjall­ síma og lesbretta. Nýjar kynslóðir farsíma eru að koma á markað. „Starf stjórnanda fjallar samt ekki bara um tæknina,“ segir Steinn Logi. „Lykil orð­ in eru áætlunargerð og agi. Menn verða að gera sér skýra grein fyrir því hvert þeir stefna, vera búnir undir áföll og hafa aga til að komast að settu marki.“ á ferð yfir ísinn Hann líkir starfi leiðtogans við ferð yfir ísilagðan fjörð þar sem ísinn er ótryggur. (Líkinguna sækir hann til dvalar sinnar í sveit við Hrútafjörð á hafísárunum miklu rétt fyrir 1970.) Steinn Logi spyr: „Á stjórnandinn að horfa niður fyrir sig og reyna að komast yfir fjörðinn með því að krækja fyrir allar vakir? Eða á hann að fylgja leiðarstjörnu, horfa á markmiðið handan fjarðar og taka þá áhættu að vökna í einhverri af vök un um?“ Hann segir að ef fyrri aðferðin sé valin sé hætta á að menn komist aldrei yfir og séu bara á eilífu hringsóli um ísinn. Hann vill því heldur taka áhættuna á að vökna á leiðinni að settu marki. Kosturinn er líka sá að allir hinir í ferðinni geta horft á stjörnuna og vita hvert þeir eru að fara. „Ég held að sama aðferð eigi við í öllum atvinnugreinum,“ segir Steinn Logi. „Það er áætlanagerð, greining á aðstæðum og að reyna að átta sig á hvernig veður geta orðið á leiðinni að settu marki. Ég er enginn flugdellumaður og enginn sérfræðingur í húsasmíði en ég get sett mig inn í þau mál sem ég þarf að fjalla um.“ reynsluleysi útrásarvíkinGa Og Steinn Logi þekkir til atvinnurekstrar á Íslandi á mestu útrásartímum og í krepp­ unni á eftir. Hann kennir reynsluleysi um ofvöxtinn sem hljóp í atvinnulífið á útrásartímanum. Ungir menn sem aldrei höfðu upplifað niðursveiflu eða skort komust yfir ómælt erlent lánsfé. Það var uppsveifla og menn drógu þá ályktun að allt sem þeir snertu yrði að gulli. Því meiri áhætta, því meira gull. „Síminn leiddist út í þessa útrás líka og keypti upp fyrirtæki bæði á Bret lands eyj­ um og í Skandinavíu,“ segir Steinn Logi. „Ég er ekki á því að þessi kaup hafi verið flopp en allar forsendur brustu þegar gengi króunnar féll en skuldirnar í erlendri mynt. Þetta er það sem við verðum að vinda ofan af núna og við það starf getur allt gerst. Ef til vill verður ekki pláss fyrir mig hér að því loknu.“ „Ég er enginn flug- dellumaður og eng- inn sérfræðingur í húsasmíði en ég get sett mig inn í þau mál sem ég þarf að fjalla um.“ „Mín vinna hér er rétt að hefjast og allir möguleikar eru uppi á borðinu, líka sá að Skipti hverfi sem fyrirtæki.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.