Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 37
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 37 þess að þeir eru betri í að veiða fisk og að búa til forrit en að gera margt annað. Því er skynsamlegt að þeir einbeiti sér að því, en láti aðra um það til dæmis sem krefst mikils og ódýrs mannafls. Vonandi verða Íslendingar ekki samkeppnishæfir í mannaflsfrekri framleiðslu alveg á næstunni. Lífskjör ráðast fyrst og fremst af fram­ leiðni í landinu, það er að segja því hvað hafa þarf fyrir því að búa til verðmæti. En stundum er þægilegt að eiga keppinauta eða jafnvel óvini. Þá má kenna bágri sam ­ keppnisstöðu um vandamál eins og at­ vinnu leysi í stað þess að beina athyglinni inn á við. Yfirleitt er þó nær sanni að vel ­ gengni annarra þjóða stuðlar að velgengni heima fyrir. Vefsíða Alþjóðabankans; doingbusiness.org Kreppan hér á landi dregst á langinn ef ekki rætist fljótlega úr efnahagsvanda grann þjóðanna. Væri þá ekki rétt að horfa á eitthvert annað hugtak en sam ­ keppnishæfi? Alþjóðabankinn heldur úti vefsíðu um starfsumhverfi fyrirtækja í 183 löndum, doingbusiness.org. Þar er Ísland í 15. sæti árið 2011, dettur niður um eitt sæti frá fyrra ári. Einfaldara er að framfylgja samningum hér á landi en víða annars staðar að mati bankans, auðvelt að hætta rekstri og flest önnur atriði sem skipta máli í fyrirtækjarekstri virðast vera nokkurn veginn í lagi. Að vísu telur bankinn viðskipti við útlönd erfiðari hér en víða annars staðar. Í heildina er það skoðun hans að viðskipti séu torveldari á Íslandi árið 2011 en þau voru 2006. Í efstu sætum á lista bankans eru Singa ­ púr og Hong Kong. Næst á undan Íslandi á listanum eru Finnland og Svíþjóð, en Suður­Kórea og Eistland næst á eftir. Saman tekt Alþjóðabankans hefur það um ­ fram hinar að hún er tiltölulega einföld, samansett úr níu liðum. Markmiðið er líka nokkuð ljóst. Sem fyrr segir hafa verið færð að því rök að samkeppnishæfi þjóða hafi litla merkingu. Þá má skoða hvernig stofnanirnar tvær, IMD og World Economic Forum, skilgreina samkeppnishæfi. World Economic Forum skilgreinir sam ­ keppnishæfni sem stofnanir, stefnu og aðra þætti sem ákveða framleiðni lands (lauslega þýtt), en IMD horfir á það hvernig þjóðir vinna úr auðlindum sínum til þess að auka velferð (einnig lauslega þýtt). Báðar skilgreiningarnar virðast lúta að því hvernig þjóðir moða úr því sem þær eiga. Til er vel skilgreint hugtak sem nær yfir þetta og frekar auðvelt er að reikna út: Framleiðni. Til þess að finna hana þarf ekki nærri allar þær upplýsingar sem IMD og World Economic Forum bera á borð. Starfsumhverfi fyrirtækja Þegar skýrslunum er flett virðist starfs um ­ hverfi fyrirtækja vera höfundum ofarlega í huga – en það er einmitt sama hugtak og Alþjóðabankinn reynir að lýsa. Einhverra hluta vegna er Ísland ofar á lista bankans en hinna tveggja. Skýringin gæti legið í því að ýmislegt sem kemur við sögu hjá IMD og World Economic Forum hefur ekki mikil áhrif á gengi fyrirtækja ­ og er ekki heldur talið með í vísitölu bankans. Samdráttur í landsframleiðslu er til dæmis hagstæður útflutningsfyrirtækjum, ef eitthvað er, þótt hann geti komið illa við þá sem framleiða fyrir heimamarkað. Halli á rekstri ríkissjóðs breytir litlu um afkomu fyrirtækja og fleira mætti telja. Allar samantektirnar þrjár eiga það sam ­ eiginlegt að Ísland er talið standa verr en fyrir nokkrum árum, auk þess ber þeim saman um að Eistland sé tveim sæt um á eftir Íslandi. Að ýmsu leyti er þó betra að reka fyrirtæki hér á landi en fyrir nokkrum árum. Þegar þenslan var sem mest þrengdi að fyrirtækjum í útflutn­ ingi. Launakostnaður er minni núna en var áður en bankarnir hrundu. Fréttir af fyrir spurnum erlendra fjárfesta benda líka til þess að landið freisti nú fleiri en oft áður. Til þessa hafa útlendingar oftast þurft samninga um sérstakan skattaafslátt til þess að hefja rekstur hér á landi. Í heil­ brigðu umhverfi ættu slíkar tilhliðranir að vera óþarfar. stjórnun Skólinn telur Ís lend - inga nálægt botn - in um þegar litið er á hagvöxt, vöru - út flutning, beinar fjár festingar í út - lönd um, fjár fest - ing ar útlendinga í innlendum hluta - bréf um og fjölbreytni hag kerfisins. Eitt vandamálið enn í þessari vinnu er hvernig túlka skal niðurstöðuna. Hvað er samkeppnishæfi þjóðar? Paul Krug- man og fleiri hag- fræð ingar halda því fram að það sé merkingarlaust hugtak. Hag fræð ingurinn Paul Krug man.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.