Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 59

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 59
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 59 Enn er vegið að starfsöryggi sjómanna kvótakerfið – bitbein þjóðarinnar Framkomin kvótafrumvörp leggjast afskaplega illa í okkur. Það versta er að svo virðist sem það eigi að framselja stóran hluta þeirra afla­ heimilda, sem aukning kvóta gæti leitt til á komandi árum, frá útgerðum og atvinnu­ sjómönnum til tómstundaveiðimanna. Það er engin nýliðun fólgin í því. Lagt er til að 55% aukningarinnar fari til útgerðanna en 45% renni í sérstakan pott sem sjávarútvegs­ ráðherra úthluti úr. Okkar félagsmönnum á fiskiskipum hefur fækkað um helming á sl. 15 til 20 árum ef miðað er við heilsárs­ störf og nú virðist enn eiga að vega að starfsöryggi sjómannastéttarinnar með illa ígrunduðum stjórnvaldsaðgerðum.“ Þetta sagði Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, er hann var inntur álits á kvótafrumvörpunum. Hann segir að gildistími afnotaréttarins á veiði­ heimildunum, sem lagður er til, sé alltof stuttur að mati stjórnar SSÍ. „Í frumvarpinu er talað um 15 ára gildis­ tíma með hugsanlegri framlengingu en þegar við höfum spurst fyrir um það hvern ig stjórnvöld sjái framhaldið fyrir sér verður fátt um svör og svo virðist sem ríkis stjórnir framtíðarinnar eigi að ákveða hver útfærslan verður. Þetta er glórulaust að mínu mati.“ Kvótabraskið hefur hvað eftir annað sett kjaramálin í uppnám? Framsal veiðiheimilda eða það sem marg ir líta á sem kvótabrask hefur lengi verið eitur í beinum sjómannaforystunnar. Sævar segir að SSÍ hafi lagt höfuðáherslu á það innan sáttanefndarinnar í fyrra að leiguframsal kvóta milli óskyldra aðila inn­ an ársins yrði bannað en sambandið hefði ekkert við það að athuga þótt aflaheimildir væru seldar varanlega. „Hið eiginlega kvótabrask hefur hvað eftir annað sett öll okkar kjaramál í upp­ nám. Verðlagning á afla lýtur engum markaðslögmálum ef undan er skilinn sá afli sem seldur er beint á fiskmörkuðum. Útgerðarmenn hafa komist upp með það að þegar þeir hafa leigt til sín aflaheimildir hafa þeir í stórum stíl dregið kostnaðinn við leiguna frá því verði sem kemur til skipta og sjómenn fá greitt eftir. Við höfum bent á að með markaðsvæðingu aflans myndi þetta vandamál heyra sögunni til. Okkur finnst því það skjóta skökku við að nú virðist eiga að selja veiðiheimildir á markaði en halda aflanum fyrir utan hann enn sem fyrr. Það eina, sem við höfum núna, er svokölluð úrskurðarnefnd sjó­ manna og útvegsmanna sem kemur saman einu sinni í mánuði til að ákveða lágmarks­ verð á þorski, ýsu og karfa og sömuleiðis á ufsa en okkur tókst að fá þeirri fisktegund bætt við á þessu ári. Verðmyndun á öllum öðrum fisktegund­ um er í lausu lofti og háð geðþótta út gerðar­ manna. Það nægir að nefna uppsjávar fisk­ inn í því sambandi en íslenskar útgerðir voru á síðustu vertíð að greiða helmingi lægra verð fyrir fisktegundir eins og síld, makríl, kolmunna og loðnu en greitt var í næstu nágrannalöndum okkar.“ Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands. HB Grandi er það sjávarútvegs­fyrirtæki landsins sem ræður yfir mestum aflaheimildum. Fyrirtækið greiðir á þessu ári um 300 milljónir króna í veiðigjald og gangi hugmyndir stjórnvalda eftir um 70% hækkun veiðigjalds í áföngum, þá blasir við að skattheimtan vegna veiðigjaldsins mun fara yfir hálfan milljarð króna ef mið­ að er við yfirstandandi ár. Eggert Benedikt Guðmundsson er for­ stjóri HB Granda og hann segir enga sýnilega kosti við framkomin frumvörp. Gallarnir séu hins vegar yfirþyrmandi. „Grunnhugsunin virðist gölluð. Í stað áherslu á að hámarka arðsemi og hag­ kvæmni greinarinnar og að finna leiðir til að sú arðsemi dreifist á viðunandi hátt, þá er nú kapp lagt á miðstýrt, handstýrt regluverk, sem á að dreifa þátttöku manna í greininni, án tillits til hagkvæmni. Megin­ gallinn er að með þessum frumvörpum er kastað fyrir borð því samkomulagi, sem stóra sáttanefndin, sem sjávarútvegs­ Framtíðarverðmætasköpun er stefnt í voða Nú stendur til að hækka veiðigjaldið verulega um leið og grunnkerfið er skaðað illa með öðrum breytingum. Því er í senn verið að minnka arðsemi kerfisins og að skattleggja enn frekar minnkandi arðsemi. Þetta er alvarleg þversögn. Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB Granda:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.