Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 77

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 77
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 77 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Martin Sheen gengur hluta af Leiðinni til heilags Jakobs.­„Ég­hef­alltaf­af­og­til­litið­löng­unar­ augum til fjallanna og árið 2003 fórum við barnabarn mitt Taylor, sonur Emilios, sem þá var 19 ára, saman í ferð þar sem við m.a. gengum hluta af leiðinni en við vorum einnig með bílstjóra með okkur. Á leiðinni dvöldum við á litlu hóteli í Burgos og vorum svo hrifnir af staðnum að við dvöldum þar í nokkra daga. Dóttir hóteleigandans og Tayl or urðu ástfangin og hafa verið saman síðan.“ Kostulegir ferðafélagar Hlutverk Emilios Estevez í The Way er ekki stórt þar sem hann leikur soninn sem deyr­í­upphafi­myndarinnar.­Faðirinn,­ Tom,­sem­Martin­Sheen­leikur,­er­læknir­ og er á golfvellinum þegar hann fregnar lát sonar síns. Hann fer til Frakklands til að­sækja­líkamsleifarnar­og­þar­ákveður­ hann að feta í fótspor sonarins, til að skilja betur líf hans, en þeim feðgum hafði aldrei komið vel saman. Hann skráir sig í ferð og hittir þar fyrir þrjá einstaklinga sem verða ferðafélagar hans. Tom, sem vanur­er­þægindum­þess­sem­getur­leyft­ sér­allt,­þarf­nú­að­beygja­sig­undir­nýjar­ reglur,­meðal­annars­að­sofa­í­sambýli­ við­aðra.­Í­fyrstu­á­hann­erfitt­með­það­en­ fljótt­tekst­góður­vinskapur­með­honum­ og hassreykjandi Hollendingi (Yorick Van Wageningen), kanadískri konu sem hefur ekki­haft­heppnina­með­sér­í­lífinu­(Deborah­ Kara Unger) og símalandi írskum rithöfundi (James Nesbitt). Emilio Estevez Emilio Estevez er eldri bróðir Charlies Sheens.­Þótt­faðir­hans­hafi­verið­búinn­að­ breyta nafni sínu úr Estevez í Sheen þegar hann­fæddist­kaus­Emilio­að­nota­nafnið­ Estevez og það gera systkini hans, Ramon og Renée, einnig. Emilio Estevez er, ólíkt bróður sínum Charlie, með allt á hreinu hvað­varðar­líf­sitt­og­býr­á­búgarði­þar­sem­ hann­m.a.­ræktar­eigið­vín.­En­það­hefur­ ekki alltaf verið svo. Hann var einn af hinu upprunalega­„Brat­Pack“­í­Hollywood,­sem­ var hópur ungra leikara sem djömmuðu út í eitt, en meðal vina hans í þeim hópi voru Demi Moore, Judd Nelson, Molly Ringwall og Rob Lowe. Árið 1992 giftist hann Paulu Abdul, sem þekktust er fyrir að hafa verið dómari í American Idol, en það hjónaband stóð ekki nema í tvö ár. Leikaraferill Emilios var ekki upp á marga fiska.­Um­tíma­var­hann­á­toppnum­eftir­ að­hafa­leikið­í­vinsælum­kvikmyndum­á­ borð við St. Elmo’s Fire (1985), Stakeout (1987) og Young Guns (1988), en í kjölfarið komu lélegar kvikmyndir og því dalaði ferill­inn­fljótt.­Hugur­Estevez­stóð­til­að­ leik­stýra­og­strax­árið­1987­leikstýrði­hann­ sinni fyrstu kvikmynd, Wisdom, þar sem hann­og­þáverandi­kærasta­hans,­Demi­ Moore, léku aðalhlutverkin. Hann fékk síðan bróður sinn Charlie til liðs við sig í Men at Work­(1990)­og­leikstýrði­sjálfum­sér­og­ föður sínum í The War at Home (1996). Metnaðarfyllsta kvikmynd hans hingað til er Bobby­(2006)­sem­fjallar­um­tæpa­tvo­ tugi fólks á Ambassador­hótelinu sama dag og Robert F. Kennedy var myrtur og eru sumar persónur uppdiktaðar og aðrar lauslega byggðar á fólki sem var á hótelinu. Bobby, sem skartar fjöldanum öllum af þekktum­leikurum,­fékk­ágætar­viðtökur­og­ stand­andi­klapp­þegar­hún­var­frumsýnd­á­ kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. kvikmyndir Thor Vilhjálmsson lauk göngu sinni­með­glæsibrag­en­ekki­entist honum aldur til að sjá afrakstur kvikmyndatökunnar, nema fyrsta hlutann, en hann lést fyrir stuttu. Afrek Thors verð ur samt í minnum haft en með pílagrímsgöngu sinni og­skýrgreiningu­á­sjálfum­ sér sem menningarpílagrími í Drauminum um veginn­lætur­ Thor Vilhjálmsson, einn helsti brautryðjandi nútíma skáld ­ sög unnar á Íslandi, fjörutíu ára draum sinn um að ganga hinn 800 km langa forna pílagrímsveg til heilags Jakobs eftir endilöngum Norður­Spáni rætast­og­það­á­árinu­sem­hann­ verður­áttræður.­Með­því­sannar­ hann það sem stundum hefur verið haldið fram að það sé aldrei of seint að láta drauma sína­rætast.­Inn­í­myndina­er­ fléttað­þulartexta­og­brotum­úr­ bókum Thors. Í Drauminum um veginn er Thor uppfullur löngunar um að fá vitneskju um hvað muni gerast innra með honum á göngunni þar­sem­hann­á­í­vændum­ samneyti við pílagríma og samræður­við­íbúa­héraðanna­ sem leiðin liggur um. Landslagið á­leiðinni­og­menningararfleifðin­ hafa djúp áhrif á hann. Á veg­ inum er eins og nútíð og fortíð renni saman í eitt enda koma í hugann­íslenskir­miðaldatextar­ sem tengdir eru veginum jafn­hliða­því­að­Thor­finnst­ á stundum eins og hann sá stadd ur inni í atriðum úr eigin bókar­köflum.­Hugarmyndin­af­ forfeðrunum, sem gengið hafa veginn­áður,­skýrist­og­smám­ saman­glæðir­ferðin,­sem­er­ eitt­helsta­stefið­í­höfundarverki­ Thors,­tilfinningu­hans­fyrir­því,­ að pílagrímsgangan feli í sér táknmynd sjálfrar lífsgöngunnar. Fyrsti hluti Draumsins um veginn bar titilinn Inngangan og var­frumsýndur­í­fyrra.­Annar­ hlutinn, Arfleifðin í far tesk­ inu,­var­frumsýndur­í­apríl­á­ þessu ári. Þriðji hlutinn nefnist Gengið til orða, fjórði hlutinn Læri sveinar vegarins­og­fimmti­ hlutinn nefnist Að heiman heim. Þess má geta að fyrsti hlut­ inn, Inngangan,­var­sýndur­í­ Santi ago á Spáni og fékk góðar viðtökur. Thor Vilhjálmsson gengur pílagrímsveg til heilags Jakobs. Draumurinn um veginn er fimm hluta kvikmyndabálkur í leikstjórn Erlends Sveinssonar um pílagrímsgöngu rit­ höfundarins Thors Vilhjálmssonar til heilags Jakobs á Norður­Spáni. Þegar hafa tveir fyrstu hlutar myndarinn­ ar verið sýndir og ráðgert er að sýna hluta þrjú til fimm á þessu ári. Ferðafélagar. Martin Sheen, James Nesbitt, Deborah Kara Unger og Yorick Van Wageningen í hlutverkum sínum.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.