Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 11
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 11
atóm-anna
tryggðakort notuð
í auknum mæli
Vaxtahækkunin hjá Seðlabankanum kom öllum í atvinnu-lífinu frekar í opna skjöldu hjá Samtökum fyrirtækja, sér-staklega í ljósi þess að Seðlabankinn sagði að slegið hefði
á þensluna,“ segir Jón Snorri Snorrason. „Það liggur fyrir að
engar nýframkvæmdir eru í gangi og engar fjárfestingar og þá
er bara spurningin: hvar skyldi þessarar þenslu sjá stað? Það er
alveg ljóst að vaxtahækkunin verður ekki til þess að örva þessa
þætti og þá veltir maður fyrir sér hvort hin mikla skattagleði
ríkisstjórnarinnar á fyrirtæki og einstaklinga sé farin að hafa þau
áhrif að neðanjarðarhagkerfi blómstri með svartri starfsemi og
kannski hafi Seðlabankinn komið auga á það. Ég get tekið sem
dæmi að það sést að þessi gegndarlausa skattheimta á áfengi
hefur eiginlega fært okkur áratugi aftur í tímann og endurvakið
markaði smygls og heimabruggs eins og við sjáum í minnkandi
sölutölum frá ÁTVR.“
Hvar sjást
merki um þenslu?
FYRIRTÆKIÐ OG ÞJÓÐFÉLAGIÐ
Jón Snorri Snorrason, lektor við
viðskiptafræð ideild Háskóla Íslands:
Síðustu dagana í júlí og fyrstu vikuna í ágúst varð mikil lækkun á alþjóðlegum hlutabréfum vítt og breitt um öll lönd. Þessi lækkun hófst með ógnarsölu og var um 12% í Banda ríkjunum
og fór alveg yfir 16% þegar verð fór allra lægst. Víða annars staðar
í heiminum varð lækkun enn meiri, t.d. um 25% í Þýskalandi,
en lækkunin nær alveg frá Asíu og til Evrópu, Bandaríkjanna og
Suður-Ameríku. Það eru líkur á því að þessi bylgja lækkunar á
hlutabréfum á alþjóðlegum markaði sé ekki afstaðin. Ef reynt
er að greina eftir sögulegum gögnum kemur í ljós að það eru
kannski meiri líkur en minni á því að lækkun haldi áfram um sinn,
kannski fáeinar vikur en hugsanlega í fáeina mánuði.“
Sigurður segir að vikurnar frá ágúst til október séu oft erfiðar á
alþjóðlegum fjármálamarkaði en stundum fylgi snörp hækkun í
kjölfarið. „Í ljósi þess hvað lækkunin á alþjóðlegum markaði brast
á með harkalegum hætti um mánaðamótin júlí/ágúst og með
mikilli ógnarsölu í ágúst verður að hafa í huga að áhrifin gætu
orðið langvinn. Það eru merki um aukna verðbólgu og minni
hagvöxt sem valda því að úrlausn skuldavanda sem margar
þjóðir eiga við að glíma, allt frá Japan til Evrópuþjóðanna og
Banda ríkjanna, er torveldari en ella. Áhyggjur af þessu viðfangs-
efni ráðamanna endurspeglast í lækkandi eignaverði á fjármála
markaði. Ef niðurstaðan verður í þessum dúr, það er að segja
að þetta dragist eitthvað á langinn og dýfan verði dýpri en hún
þegar er orðin, þá er líklegra en ekki að áhrifin á þjóðarbúskap
Íslendinga verði að einhverju leyti tilfinnanleg.“
ERLEND HLUTABRÉF
Sigurður B. Stefánsson, sjóðstjóri hjá
Eignastýringu Landsbankans:
Nú er kjörtímabilið rúmlega hálfnað. Á ýmsu hefur gengið í ríkisstjórnarsamstarfinu en engu að síður hefur stjórnin enn nauman meirihluta á alþingi. E.t.v. hefur samheldni
hennar samt aukist með brotthvarfi þriggja þingmanna úr þing
flokki VG á síðasta vorþingi. En á móti kemur að nú virðist sem
ýmsir þingmenn Samfylkingarinnar séu farnir að ókyrrast vegna
þess hve erfiðlega hefur gengið að koma hjólum atvinnulífsins
aftur af stað. Þar sem kosningar eru heldur ekki svo langt undan
fer þrýstingur vaxandi á þingmenn að afla atkvæða. Gífurlegur
halli á ríkissjóði ásamt viðvarandi atvinnuleysi setur hins vegar
stjórnarþingmönnum þröngar skorður í þessum efnum. Þeir
verða að hafa í huga að þjóðarhagsmunir felast annars vegar í
því að örva efnahagslífið og hins vegar að draga úr hallanum.“
Stefanía segir að það muni reyna á forystu stjórnarflokkanna
við að tryggja fullan stuðning í þingflokkum sínum við afgreiðslu
næstu fjárlaga og einnig við breytingar á kvótakerfinu. „Með svo
nauman þingmeirihluta er ríkisstjórninni nauðsynlegt að eiga
gott samráð við hagsmunasamtökin í landinu en á því hefur verið
nokk ur misbrestur eins og dæmin sanna. Þótt ríkisstjórnin og
Alþingi beri endanlega ábyrgð á stjórn landsins og lagasetn
ing unni felst það í lýðræðinu að samráð sé haft við samtök og
einstaklinga sem eiga mikið undir niðurstöðunni. Slíkt samráð
tryggir líka frið um hana.“
Þröng staða
stjórnarinnar
STJÓRNMÁL
Dr. Stefanía Óskarsdóttir, sjálfstætt
starfandi stjórnmálafræðingur:
þau hafa orðið
Mér finnst eins og íslensk fyrirtæki, hvort sem það eru til dæmis verslanir eða veitingastaðir, geti reynt að tengjast neytandanum betur og skapað meiri upplif
un fyrir hann með það að markmiði að skapa meira virði fyrir
neytandann sem hefur náttúrlega áhrif á tryggð, umfjöllun
um fyrirtækið, orðspor þess og þá kannski meiri viðvarandi
aðgreiningu hvað varðar keppinauta; ef hún næst ekki er kannski
meira verið að keppa í verði en það getur þurrkað út hagstæða
verðlagningu fyrirtækisins. Ég spyr fólk oft að því hver sé besta
reynsla sem það hefur átt sem neytendur og það er nær undan
tekningarlaust sem viðkomandi þarf að hugsa sig vel um.“
Valdimar segir að annað sem hægt væri að gera til þess að ná
sterkari markaðsstöðu án þess endilega að auka kostnað mikið
sé að þjálfa starfsfólk og breyta fyrirtækjamenningunni. „Hægt
væri að skapa upplifun á netinu og maður sér að íslensk fyrirtæki
eru sein að tileinka sér ýmislegt eins og það að heimasíður
bjóði upp á alls konar virði fyrir neytandann. Ég get tekið sem
dæmi húsgagnaverslun sem myndi þá hafa ýmsar upplýsingar
á heimasíðu sinni, svo sem um hvernig á að bjóða gestum heim
og hvernig á að elda góðan mat, og að á heimasíðunni væri
netverslun þar sem væri t.d. hægt að kaupa eldhúsáhöld.“
MARKAÐSHERFERÐIN
Dr. Valdimar Sigurðsson, dósent við við-
skiptadeild Háskólans í Reykjavík og gesta-
prófessor við Cardiff Business School:
upplifun og tengsl
við neytendur
Líkur á meiri lækkun