Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 74
74 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 Bækur Vinsælt orðatiltæki segir „Failing to plan is plann­ing to fail“. Á íslensku má segja að inntakið sé að sleppi maður því að gera áætlanir eða setja sér markmið jafngildi það því að sleppa því að ná árangri. Öll fyrirtæki, stofnanir eða félagasamtök sem vilja ná ár angri ættu tvímælalaust að gera áætlanir og setja sér markmið, óháð stærð og um­ fangi rekstrar. Þótt áætlanagerð í smærri fyrirtækjum krefjist ekki sömu formfestu og umfangs og í stærri fyrirtækjum, þar sem boðleiðir eru lengri og flóknari, er nauðsynlegt fyrir alla að velta því reglulega fyrir sér hvert skuli stefna og hver sé heppilegasta leiðin að settu marki. Hlutverk stjórnenda Segja má að hlutverk stjórn­ enda sé fjórþætt: Í fyrsta lagi áætlanagerð (planning) sem felur í sér að setja markmið og ákvarða leiðir til að ná þeim. Í öðru lagi skipulagning (organizing) sem felur í sér að deila verkefnum út til sviða, deilda eða einstakra starfs­ manna, sem vinna að því að markmið náist. Í þriðja lagi að vera leiðtogi (leading) og hvetja samstarfs­ fólkið til að vinna að markmiðum fyrirtækisins. Í fjórða lagi eftirlit (controll­ ing); að fylgjast með hvort sett markmið náist og bregðast við því ef svo er ekki. Við þetta má svo bæta öflun aðfanga, sem felst í ráðningu starfsfólks, öflun fjármagns, hráefna, tækni­ og tækja bún ­ aðar, söfnun og miðlun upplýs­ inga og ákvarðanatöku. Þannig má segja að gerð áætlana og markmiðssetning sé bæði upp­ hafs­ og útgangspunktur í öllu starfi stjórnenda. Tilgangur áætlanagerðar og markmiðssetningar Áætlanir fela í sér markmið og markmiðssetning er talin áhrifa­ ríkasta leiðin til starfshvatn ingar sem völ er á. Starfsfólk sem ekki hefur markmið til að stefna að á erfitt með að finna tilgang með störfum sínum. Ef tilgang­ urinn er ekki augljós er erfiðara að vekja áhuga og virkja þann eldmóð sem í mann auðnum býr og ná hámarksárangri. Markmiðin gefa einbeitingu og auðvelda stjórnendum og starfsfólki að hafa athyglina á réttum stað og forgangsraða tíma sínum og öðrum auðlind­ um. Ef einbeiting er fyrir hendi er líklegra að settu marki verði náð. Til að einbeiting sé fullkom­ in er mikilvægt að markmiðin séu raunhæf og í takt við hæfni þeirra sem eiga að ná þeim. Ef hæfni er meiri en þarf til að ná settum markmiðum er hætta á að áhugaleysi og leiði geri vart við sig. Ef hæfni er minni en þarf til að ná settum markmiðum má gera ráð fyrir að kvíði og streita dragi úr ein­ beitingu. Hvort tveggja dregur úr möguleikunum á að ná settu marki. Hvað þarf að hafa í huga? Til að hægt sé að hefjast handa við markmiðssetningu og ákvarða leiðir þarf að liggja fyrir hver tilgangurinn með starf­ seminni er. Til hvers er ætlast? Hverjar eru væntingar eigenda og fjárfesta? Með öðrum orðum: Hver er stefna fyrirtækisins og framtíðarsýn? Hvert er æðsta markmið með rekstrinum? Ef stefna og framtíðarsýn er óskýr eða ekki fyrir hendi er hætt við að tölur úr bókhaldi síðasta árs ráði ferðinni í áætl­ anagerðinni fremur en að leitast sé við að endurmeta stöðuna, nýta tækifærin sem blasa við eða verjast ógnunum vegna breytinga innan fyrirtækisins eða utan. Þegar eigendur og æðstu stjórnendur hafa kom ­ ið sér saman um stefnu og framtíðarsýn er þó aðeins hálf sagan sögð. Það sem gjarna stendur í vegi fyrir árangri er að stefnan og framtíðarsýnin fellur ekki nægjanlega vel að innviðum fyrirtækisins og ekki er hugað að því að gera nauðsynlegar breytingar til aðlögunar. Ef vel á að takast til verður að huga að eftirfarandi þáttum þegar gerðar eru áætlanir og markmið sett: Starfsreglur og ferlar – hvern ig er þeim háttað? Er hægt að ná markmiðum við núverandi aðstæður? Er hægt að beita áfram sömu aðferðum eða þarf að gera breytingar á ferlum eða skipu­ lagi, beita nýrri tækni eða eru starfseminni einhver önnur takmörk sett sem þarf að taka tillit til? Skipulagið – hvernig skipta starfsmenn með sér verk­ um? Er verið að hámarka afköst og árangur með þeim fjölda starfsmanna og þeirri verkaskiptingu sem fyrir hendi er? Er flæði upplýsinga með þeim hætti sem æskilegt er til að tryggja árangur? Þekking og hæfni – Er nauð synleg þekking fyrir hendi? Hefur starfsfólkið þá hæfni sem nauðsynleg er? Eru aðstæður með þeim hætti að starfsfólk geti nýtt til fulls þá þekkingu og hæfni sem í því býr? Ef hvatningu skortir dregur það úr áhuga starfs­ fólks á að leggja sig fram að því marki sem það er fært um. Þarf ef til vill að úthýsa verkefnum eða kaupa að sér­ fræðiaðstoð eða ráðgjöf? Áætlanagerð er nú í algleymingi Nú fer sá tími í hönd þar sem flestir stjórnendur velta fyrir sér hvert skuli stefna og hvaða árangri skuli náð á næsta ári eða næstu misserin. Gerð rekstrar- og fjárhagsáætlana tekur gjarna drjúgan tíma hjá stjórnend­um­á­hverju­hausti.­Fundahöld­eru­tíð­og­mikil­yfirlega­við­öflun­og­greiningu­á­alls­kyns­upplýsingum­áður­ en ákvarðanir eru teknar og markmið sett. En hver er tilgangurinn með þessari vinnu? Hver er raunverulegur ávinn- ingur?­Er­til­einhvers­að­gera­áætlanir­þegar­sveiflur­og­óvissa­eru­jafnmikil­og­raunin­er?­ Gerð áætlana og markmiðssetning er bæði upphafs- og út- gangspunktur í öllu starfi stjórnenda. Hvert stefnir fyrirtækið þitt 2012? Sigrún Þorleifsdóttir Stjórn enda þjálfari og einn eigenda Vendum – stjórnendaþjálfunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.