Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 69
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 69 Fyrirtækið Nikita var stofnað árið 2000 og er áhersla lögð á flíkur og fylgihluti fyrir stúlkur sem stunda snjóbrettaíþróttina, bæði hvað varðar íþróttaiðkunina sjálfa sem og daglega lífið. vörur Nikita eru seld- ar í um 1.500 verslunum í 30 löndum og rúmlega 40 netverslunum. A ðalheiður Birgis­ dóttir, eða Heiða eins og hún er kölluð, fór á 10. áratugnum að hanna og sauma föt sem voru seld í tískuverslunum þar sem hún vann. Hún hóf árið 1995 störf í versluninni Týnda hlekkn- um, þar sem m.a. voru seld snjóbretti, en Rúnar Ómarsson og Valdimar Kr. Hannesson voru á meðal eigenda. Heiða festi kaup á hlut í versluninni í staðinn fyrir að fara í hönnunar- nám í Bretlandi eins og hún hafði stefnt að. Þar sem frekar lítið úrval fékkst í versluninni af fötum fyrir stelpur í brettaíþróttinni fór Heiða m.a. að hanna og sauma renndar, aðsniðnar flíspeysur með hettu sem var farið að selja í versl­ uninni árið 1997. „Þarna liggja í rauninni ræturnar að merkinu,“ segir Heiða um línuna en flíkurn- ar, sem hún hannaði og saum­ aði, voru undir nafninu Nikita. Fimmtíu stykki voru seld árið 1997 og rúmlega eitt þúsund stykki tveimur árum síðar. Misjöfn viðbrögð „Við fluttum inn fullt af merkjum fyrir stelpur, aðallega frá Banda- ríkjunum, en enginn bauð upp á það sem við vorum að leita eftir. Sífellt fleiri stelpur stund- uðu þessa íþrótt og við veltum fyrir okkur hvort þarna væri gat í markaðnum. Við fórum á vörusýningar í útlöndum og bárum þessa hugmynd upp við fólk. Viðbrögðin voru misjöfn; sumum fannst þetta algjört bull þar sem það væri ekki nógu stór markaður eingöngu fyrir föt á stelpur. Við trúðum hins vegar nógu mikið á þetta, seldum verslunina árið 2000 og stofnuðum fyrirtækið Nikita. Aðalsérstaða okkar er að við leggjum áherslu á hönnun og framleiðslu á fötum fyrir stelpur í snjóbrettaíþróttinni. Þeim finnst æðislegt að það sé einhver virkilega að einbeita sér að þeim því segja má að þær séu enn minnihlutahópur í íþrótt inni. Þá hefur Nikita lengst af verið eina íslenska fyrirtækið í þessum bransa en nýlega var stofnað nýtt snjóbrettamerki hér á landi.“ Nafnið Nikita segir Heiða að- allega komið úr kvikmyndinni La femme Nikita. „Við vildum finna nafn sem væri kvenlegt en samt kúl. Svo pældum við í að það myndi virka á alþjóðlegum markaði af því að meiningin var alltaf að byggja upp alþjóðlegt vörumerki. Nafnið mátti heldur ekki vera of langt, það þurfti að vera þægilegt fyrir alla að segja það auk þess að líta vel út í lógói.“ um 1.500 verslanir Pöntuð voru rúmlega 1.500 stykki á vörusýningu í útlöndum og þegar heim kom var leitað til Nýsköpunarsjóðs og Uppsprettu, sem fjárfestu í fyrirtækinu. Niðurstaðan var að Nikita væri hundrað milljón króna virði og eignuðust Nýsköpunarsjóður og Uppspretta 40% í fyrirtækinu. Heiða segir að tveir aðrir eig­ endur að Týnda hlekknum hafi ósjálfrátt eignast lítinn hlut í fyrir tækinu. „Við Rúnar unnum til að byrja með ein í fyrirtækinu. Valdimar var þá fluttur til Hamborgar í Þýskalandi og við réðum fljót- lega stelpu sem hjálpaði mér við sníðagerð. Við réðum síðan fleiri starfsmenn smátt og smátt.“ Heiða segir að viðtökur hafi verið góðar eftir að vörur Nikita voru kynntar á vörusýningunni ISPO sem hún segir að sé stærsta vetrarsportsýningin í Evrópu. Nokkrir dreifingaraðilar í Evrópu bættust þá í hóp þeirra sem höfðu pantað flíkurnar 1.500 á sínum tíma. Fyrirtækisreksturinn fór ágæt- lega af stað. Árið 2005 var farið að selja vörur Nikita í flestum þeim löndum þar sem þær eru seldar í dag eða um 30. Salan er þó breytileg eftir tímabilum en almennt eru vörur fyrirtækis- ins seldar í um 1.500 verslun- um. Þá hafa vörurnar fengist í rúmlega 40 netverslunum og svo er búið að stofna netverslun á heimasíðu fyrirtækisns, nikita­ clothing.com. Um 1.500 flíkur frá Nikita seljast daglega. „Við höfum verið sterkust á þeim svæðum þar sem íþróttin er stunduð eins og í kringum Alpana; mjög sterk lönd hafa verið Austurríki, Sviss, Þýska­ land, Ítalía, Spánn og Kanada. Þetta fer þó eftir efnahagnum. Við höfum einnig selt vel í Nor- egi og Svíþjóð.“ um 30 starfsmenn Nikita er með skrifstofur á Ís­ landi og í Hamborg í Þýskalandi þar sem Valdimar býr enn og eru starfsmenn fyrirtækisins um 30. „Ég stjórna ennþá hönnun­ inni en við erum níu sem vinn­ um við hönnun og framleiðslu þótt meirihluti þessa hóps sé á framleiðsluhliðinni. Þetta er ferli sem byrjar á hugmyndavinnu sem ég vinn yfirleitt frá grunni Þarf endalausa trú Nafnið Nikita segir Heiða að­ al lega komið úr kvikmyndinni La femme Nikita. „Við vildum finna nafn sem væri kvenlegt en samt kúl.“ Aðalheiður Birgisdóttir. „Ég hef endalausa trú á því sem ég er að gera og ef maður efast einhvern tímann um það heldur maður ekkert áfram í svona leik.“ TexTi: Svava jónSdóTTir myndir geir ólafSSon Heiða í Nikita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.