Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 20
20 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 Þ rennir Ólympíuleikar að baki, heimsmeistaramót og meistaratitlar heima og bikarar. En samt: Jakob Sigurðsson ákvað að hætta í boltanum 29 ára gamall. „Nei, þetta var ekki erfið ákvörðun. Ég var búinn að velta möguleikanum á að fara utan til náms nokkuð lengi fyrir mér og þetta var rétti tíminn,“ segir Jakob um þau óvæntu tíðindi 11. maí árið 1993 að láta úrslitaleik gegn FH verða sinn síðasta leik í meist araflokki. Þeir sem þá skrifuðu í blöðin sögðu að hann hætti á toppnum eftir frá ­ bæran feril. Að öllu jöfnu hefði mátt ætla að 29 ára gamall leikmaður yrði minnst þrjú til fjögur ár í viðbót í eldlínunnni. En þetta var nóg. 247 landsleikir að baki, þrjár ferðir á Ólym píuleika og þó ef til vill frægast af öllu; B-keppnin í Frakklandi í febrúar árið 1989. alþjóðleg viðskipti En hvað varð svo um Jakob? Gufaði hann bara upp? Nei aldeilis ekki. Hann er núna nýráðinn forstjóri eins af stærri fyrirtækjum í íslenskri eigu. Það er Promens, plastfélagið sem að stofni til er gamla Sæplast á Dalvík en hefur nú um árabil verið alþjóðlegt fyrirtæki í plastiðnaði. Það stendur fyrir framleiðslu á vörum úr plasti á 45 stöðum í fjórum heimsálfum, hefur 4.200 starfsmenn og er með yfir 100 milljarða í ársveltu. Þetta er fyrirtæki sem lenti í hremm­ ingum bankahrunsins haustið 2008 eða öllu heldur móðurfélagið Atorka, sem komst í eigu stóru bankanna þriggja í kjölfar hrunsins. Promens hefur hins vegar ávallt verið í fullum rekstri og er nú í eigu Landsbanka, í gegnum Fjárfestingafélagið Horn, og nokkurra lykilstarfsmanna. Á dögunum gerði Framtakssjóður Ís­ lands samning um kaup á 40% hlut í fyrirtækinu og gert er ráð fyrir að þau kaup gangi í gegn á næstu vikum. Jakob er þó ekki í hópi eigenda. Hann er nýr starfsmaður samsteyp­ unnar þótt hann hafi áður setið þar í stjórn. Hann kom nú í júní í sumar til starfa sem forstjóri eftir að hafa verið hjá deCODE í fjögur ár. Ferillinn eftir handboltann er allfjölbreyttur. Eyjamaður En handboltinn fyrst. Eldgosið í Vest­ mannaeyjum og Grímur Sæmundsen, fyrrverandi fótboltakappi, réðu því að Jakob varð Valsari og með tímanum lykilmaður í handbolta hjá Val og lands liðinu. „Við fórum frá Eyjum með einum síðasta bátnum, Ásberg RE, gosnótt­ ina,“ segir Jakob. Hann var þá níu ára, fæddur 1964. Gosveturinn bjó öll stórfjölskyldan hjá afa á Háteigsvegin- um í Reykjavík. Að ári liðnu fór fjöl- skyldan aftur til Eyja en atvinnutilboð foreldra leiddi til þess að aftur var flutt upp á land 1975. „Háteigsvegurinn er í Valshverfinu og þarna bjó líka Grímur Sæmund­ sen. Hann var mikil fótboltahetja, fyrirmynd, og það varð til þess að ég fór að æfa með Val,“ segir Jakob. Hann var snemma sterkur og ákveð­ inn og lék fyrst í meistaraflokki 17 ára gamall og fyrst með landsliðinu 20 ára. Það var á Ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Með í öllu Meðal nýrra vina á landi var Bernhard Petersen, nú eigandi rekstrarþjón ustu Preoteus. Hann var með Jakobi í Æf­ ingadeild Kennaraskólans og í Val eftir að fjölskyldan flutti upp á land. „Jakob var stór eftir aldri og sterkur. Hann var fljótur að hlaupa og keppnisharkan mikil,“ segir Bern- hard. „Hann þoldi ekki að tapa og eins gott að við Valsmenn töpuðum fáum leikjum á þessum árum. En ef leikur tapaðist þá reiddist hann sjálfum sér.“ Bernhard segir að áhugamálin hafi verið ótrúlega mörg og allar stundir dagsins nýttar. „Jakob var líka mjög efnilegur fótboltamaður og hefði náð langt þar,“ segir Bernhard. „Hann var líka í körfubolta og í öðrum íþróttum. Við fórum í sund og á skíði og Jakob var meira að segja í hesta mennsku. Hann var ótrúlega athafna samur.“ á fund rektors Fáir veittu því athygli að „hornamað­ urinn knái“ var mjög ungur. Hann var bara menntaskólastrákur og ekki vandræðalaust að fá frí hjá „anti-sport- istanum“ Guðna Guðmunds syni, rektor í MR. „Guðni hafði miklu meiri áhuga á íþróttum en hann vildi vera láta,“ segir Jakob en Guðni var annars kunnur fyrir að hallmæla íþróttaiðkun nemenda. Jakob varð oft að fara til hans á skrifstofuna og biðja um frí vegna keppni. Jakob segir að viðtökur hjá rektor hafi aldrei lofað góðu í fyrstu. „Það kemur ekki til greina að þú fáir nokk urt frí,“ hefur Jakob eftir Guðna en svo mildaðist hann og sagði að þetta yrði gott að heita í þetta sinn: „En þá verða einkunnirnar líka að standa!“ lauk rektor ræðu sinni. á fremsta bekk Bekkjarfélagi Jakobs öll árin í MR var Engilbert Sigurðsson, læknir á Landspítalanum. Þeir sátu saman á fremsta bekk öll árin. Engilbert man vel eftir þessu basli við að fá frí og samskiptunum við Guðna rektor. „Jakob var góður nemandi og náði góðum árangri í skóla þrátt fyrir mikl­ ar frátafir vegna íþróttanna,“ segir Engilbert. „Guðni treysti honum en gaf aldrei frí möglunarlaust.“ Engilbert lýsir Jakobi sem skap­ manni með mikið jafnargeð. „Hann fer vel með keppnisskapið, sem er mikið, og það bitnar aldrei á öðrum,“ segir Engilbert, sem framan af mennta­ skólaárunum æfði handbolta með Jakobi í Val. „Hann er mjög staðfastur og ákveð - inn í því sem hann ætlar sér; seigur og sinnir því vel sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Engilbert. „En hann er mjög prívat persóna. Sumir hafa þörf fyrir að berast mikið á en Jakob þarf þess ekki. Allir eiga mjög auðvelt með að umgangast Jakob. Hann er góður félagi, skemmtilegur, svolítið stríðinn, en nýtur sín best í góðra vina hópi.“ Efnafræðingur Nú á tímum fara efnilegir handbolta­ menn út í atvinnumennsku oft fyrir tvítugt. Svo var ekki á handboltaárum Jakobs. Íþróttir voru stundaðar með námi eða vinnu og ekki sem atvinna. Að loknum menntaskóla fór Jakob í Háskólann og lauk þaðan BS- prófi í efnafræði. Hann var sterkur í raungreinum og þetta nám hefur ráðið miklu um ferilinn síðar. Sem ungur efnafræðingur réðst hann til Slippfélagsins, sem m.a. framleiddi málningu, og varð þar að lokum tæknilegur þjónustustjóri – kominn á mörk efnafræði og viðskip­ ta. Það er blanda sem hefur fylgt honum síðan. Og nú var áhuginn á að komast í viðskiptanám vaknaður. Á sama tíma var hann að sjálfsögðu handboltamaður í heimsklassa. „Það hafði lengi blundað í mér að fara út í nám,“ segir Jakob. Fyrst var hann að spá í að fara út sem skipti­ nemi en þá hefði hann orðið að hætta í handboltanum. Þó fór Jakob eitt sumar út sem skiptinemi. Eitt barn og annað á leiðinni „Veturinn 1992­93 sá ég að þetta mætti ekki dragast lengur,“ segir Jakob. Hann ákvað að hætta hjá Slippfélag- inu og í handboltanum og halda til náms í Bandaríkjunum. MBA-nám við Kellogg School of Management í Northwestern University í Chicago varð fyrir valinu og nú var Jakob ekki einn lengur. Það var þriggja manna fjölskylda sem fór vestur um haf, elsti sonurinn tveggja ára og eiginkonan kom in sjö mánuði á leið með næsta barn. „Þetta voru mikil viðbrigði og mikil lífsreynsla að koma út við þessar yfirvEgaður stjórnandi Enn er það svo að lýsing íþróttafréttamannanna: „Jakob Sigurðsson, hornamaðurinn knái úr Val“ lætur kunnug lega í eyrum landsmanna. Þó hætti hann í hand- boltanum fyrir 18 árum, ungur maður innan við þrítugt. Hann vildi gera eitthvað annað. Jakob Sigurðsson, nýráðinn forstjóri Promens, í nærmynd: TexTi: gíSli KriSTjánSSon myndir: geir ólafSSon „Hann þoldi ekki að tapa og eins gott að við Valsmenn töp uð ­ um fáum leikjum á þessum árum.“ – Bernhard Petersen, félagi úr Val nærmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.