Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 14
14 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 V ið sjáum þarna tækifæri til vaxt- ar yfir vetrarmánuðina og erum að bregð ast við sterkari eftir­ spurn en við gerð um ráð fyrir,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmda stjóri Icelandair. Það ætti engum að koma á óvart að Wash­ ington DC skuli hafa slegið í gegn sem ferða- mannaborg hjá Íslendingum. Borgin hefur allt til að bera og er sú borg í Bandaríkjunum þar sem saga, menning og pólitík blandast hvað sterkast, auk þess sem hún er ein falleg asta borg Bandaríkjanna. Í Washington blómstrar mannlífið og mikið er um að vera, verslanir eru margar og stórar og veitinga­ staðir glæsilegir og fjölbreyttir, þannig að í raun ætti engum að leiðast þegar þessi merkilega borg er heimsótt og skoðuð. Sterk tilfinning fyrir sögunni Jafnvel þótt Washington sé engin smáborg er hún heldur ekki New York og þar liggur einn af höfuðkostum hennar. Flesta skoð un- arverða staði, söfn, minnismerki og veit inga- staði má finna á tiltölulega litlu svæði. Mælt er með að hefja skoðunarferð á National Mall. Á vegi ferðalangsins verða m.a. Washington-minnismerkið, Hvíta húsið, þing húsið, mögnuð stytta af Abraham Lin­ coln og Thomas Jefferson og Víetnamvegg- urinn, sem lætur engan ósnortinn. Í þess ari ferð fær maður sterka tilfinningu fyrir sögunni, bæði fortíð og nútíð. Eins er gaman að ganga um söguslóðir í Georgetown og njóta lífsins á börum og veitingahús um á árbakkanum. Washington DC býður einnig upp á einstakt úrval safna í heimsklassa, frægar stofnanir eins og National Museum of Natural History og National Gallery of Art, sem allar eru í göngufæri hver frá annarri. Vel tekið á móti ferðamönnum Fyrir utan valdastofnanir og söfn í borginni er margt annað áhugavert að sjá og skoða. Fólkið í borginni er upp til hópa mjög vinsam- legt og tekur vel á móti ferðamönnum enda vant því að þangað komi nýir íbúar regl ulega. Sem dæmi eru tugir erlendra sendiráða í borginni og fólk sem starfar þar kemur og fer á nokkurra ára fresti. Þetta gerir það m.a. að verkum að í borginni er skemmtileg flóra góðra veitingastaða. Hreinlæti er mikið í Washington og borgin björt með breiðstrætum og torgum og ekki tekur nema um 50 mínútur að ganga þvert yfir miðborgarkjarnann frá Kínahverfinu að Georgetown. Þá má geta þess að í Washington DC er ekki aðeins tækifæri til að upplifa eina af merkustu borgum heims, heldur er aðgangur greiður að allri austur­ strönd Bandaríkjanna í bíl. Frægar byggingar og einstök söfn Eins og áður segir er í Washington mikill fjöldi merkra og sögufrægra bygginga og einstakra safna, sem eru að hluta eða öllu leyti opin almenningi. Capitol er setur neðri deildar þingsins með 435 þingmenn og öldungadeildar með 100 þingmenn. Forhlið hússins snýr í austur, þar sem álitið var að borgin myndi stækka í þá átt, en þar sem svo fór ekki snýr Capitol bakhliðinni að öðrum aðalbygg ing- um í borginni og miðborginni sjálfri. Embætt- istaka forseta Bandaríkjanna fer fram á breiðum þrepum aðalinngangsins. Hæstiréttur (Supreme Court) er opinn til skoðunar mánudaga til föstudaga kl. 09:00- 16:30. Húsið var byggt á árunum 1929-35 úr Vermont-marmara af Cass Gilbert. Það líkist stóru hofi með einum stórum sal, þar sem níu dómarar sitja og kveða upp úrskurði sína undir kjörorðunum „Jafnrétti fyrir lögum“. Þingbókasafnið er bæði þing- og lands- bókasafn og hið stærsta í Bandaríkjunum. Það var reist 1888-97 úr graníti með Par- ís ar óperuna sem fyrirmynd. Innanhúss- skreytingar eru eftir fimmtíu bandaríska lista menn, málverk, höggmyndir, litskrúðugur marmari og gyllingar. Ameríska listasafnið er hið eina sinnar teg­ undar í Bandaríkjunum. Það var nefnt eftir kynblendings-þrælnum Frederick Douglass (1817-95), sem var ráðgjafi forsetanna Lincolns og Grants. Flug- og geimferðasafnið (National Air- and Space Museum) var opnað 1976. Þróun flugs og geimferða er skýrð í 23 sölum. Hirshhorn-safnið er fögur hringlaga marm- arabygging, sem Smithsonian­stofnunin opnaði árið 1974 fyrir stærsta einkasafn í heimi. Í safninu eru m.a. 48 verk eftir Picasso og 47 eftir Matisse Einnig er fjöldi höggmynda í styttugarðinum við safnið. Smithsonian­stofnunin er úr rauðum sand­ steini í síðnormönskum stíl. Stofnunin hýsir mörg mismunandi söfn. Safnmunir voru orðnir meira en 50 milljónir þegar gripið var til þess ráðs að skipta þeim á milli ýmissa annarra safna í grenndinni. Þjóðlistasafnið (National Gallery of Art) Eitt athyglisverðasta listasafn heims (35.000 verk) með listaverkum hvaðanæva og frá öllum tímum. Hvíta húsið. Embættisbústaður forseta Bandaríkjanna. Tveggja hæða, hvítmálað hús, 52 metra langt og 26 metra breitt með jónísku anddyri. Skoðunarferðir daglega þriðjudaga til föstudaga. Oft langar biðraðir á sumrin. Óþrjótandi möguleikar Þegar á heildina er litið á Washington DC ekki að valda neinum vonbrigðum, mann­ lífið er fjölskrúðugt og hvort sem farið er í skoðunarferðir á sögufrægar slóðir eða rölt í iðandi mannlífinu í Georgetown er Wash­ ington borg sem býður upp á óþrjótandi möguleika fyrir ferðalanginn. Flestir sem þangað koma sem ferðamenn í stutta heim sókn sækja þangað aftur enda býður borg in upp á ótrúlega margt spennandi að skoða og býr yfir mikilli sögu, auk þess að vera höfuðborg Bandaríkjana. Fjölbreytt mannlíf í bland við sögu­ frægar byggingar og söfn Washington DC er ein átta borga sem Icelandair flýgur áætlunarflug til í Norður-Ameríku. Áætlun ar- fl ug hófst til borgarinnar í maí og átti upphaflega að standa fram í september en í ágúst var ákveðið að framlengja fyrirkomulagið til 8. janúar 2012 og fljúga fjórum sinnum í viku og að áætlunarflugið hefjist síðan aftur af fullum krafti 27. mars. Með Icelandair til Washington DC Hausttilboð icElandair til WasHington dc Þegar flogið er til Washington DC með ice land- air er lent á Dulles international-flug vellinum sem er í um 45 mínútna akstursfjarlægð frá borginni. Á haust mán uðum er icelandair með mjög góð helgar tilboð til Washington DC. nánar um tilboðin á www.icelandair.is. TexTi: Hilmar KarlSSon fErðalög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.