Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 59
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 59
Póstdreifing býður upp á víðtæka þjónustu á sviði blaða, tímarita, fjölpósts og vörudreifingar. einnig leggur fyrirtækið áherslu á
sérhæfða þjónustu sniðna að þörfum viðskiptavinarins auk lausna eins og markhópagreiningar, plastpökkunar, áritunar og fleira.
sérhæfð þjónusta í póstdreifingu
upphafið
Að sögn Hannesar Hannesson
ar framkvæmdastjóra stofnaði
Jón Jarl nokkur Póstdreifingu
utan um dreifingu á fjölpósti
fyrir um 17 árum:
„Við stofnun Pósthússins varð
Póstdreifing dótturfélag og lítill
rekstur var um félagið þar til í
vor þegar ákveðið var í stefnu
mótun að Póstdreifing yrði
notað samhliða nýjum rekstr
aráherslum. Enda er nafnið
lýsandi fyrir þá þjónustu sem
við veitum.“
Eina fyrirtækið með aldreifingu
Póstdreifing dreifir meðal ann
ars mest lesna dagblaði lands
ins, Fréttablaðinu, sex daga
vikunnar til um 80.000 heimila.
Að auki sérhæfir fyrirtækið
sig í dreifingu á nafnapósti
sem er yfir 50 grömmum, þar
á meðal tímaritum Birtings og
Golfblaðinu auk fjölda ann
arra tímarita og bæklinga fyrir
fyrirtæki og félagasamtök.
Póstdreifing er eina fyrirtækið
sem býður upp á svokallaða
aldreifingu sex daga vikunn
ar á höfuðborgarsvæðinu og
á Akureyri. Fyrirtækið keyrir
út vörur og sendingar til
fyrirtækja og einstaklinga á
höfuðborgarsvæðinu og hefur
innleitt tölvukerfi með rekjan
leika sendinga, „track & trace“.
Með því kerfi má fylgjast með
stöðu sendingar á auðveldan
og aðgengilegan hátt.
Póstdreifing hefur svo einnig yfir öflugum bílaflota að ráða
eða allt frá litlum skutlum upp í
stærstu gerð af lyftubílum.
Póstdreifing dreif
ir meðal annars
mest lesna dagblaði
landsins, Frétta
blaðinu, sex daga
vikunnar til um
80.000 heimila.
Hannes Hannesson, framkvæmdastjóri Póstdreifingar.