Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 13
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 13 Það er mikið umrót á snjallsímamarkaði. Android-stýrikerfið hefur heldur betur komist á flug, en á öðrum ársfjórðungi 2011 var það kerfi með 43,4% markaðshlutdeild og hafði aukist frá 17,2% árið áður. Margir framleiðendur nota þetta stýrikerfi, stærstir eru Samsung, HTC og Motorola, sem Google-risinn var að kaupa fyrir metfé. Stærsti einstaki framleiðandinn er Nokia, en fyrirtækið seldi 23,8 milljónir snjallsíma á ársfjórðungnum og Symbian-stýrikerfið er með 22,1% hlutdeild. Þar eru þó blikur á lofti, því Nokia er komið í sam­ starf við Microsoft og frá og með fjórða ársfjórðungi verða snjallsímar finnska risans með það kerfi. Apple með sitt iOS-kerfi er næststærsti einstaki framleiðandinn; seldi 19,6 milljónir síma á fjórðungnum. Black Berry (RIM) á í basli, en hlutdeild hans fer úr tæpum 20% í 12% og seldust um 12,6 milljónir síma á öðrum ársfjórðungi. Önnur kerfi eru dvergar. Heitasti síminn nú í haust er nýja fimman frá Apple, sími sem margir hafa beðið með óþreyju. Næstur kemur N9 frá Nokia, sá alflottasti sem gerður hefur verið og óvenjulegur vegna þess að hann verður með nýju stýrikerfi, MeeGo, sem hann einn verður með. Enginn ann- ar sími verður með þessu byltingarkenda kerfi þar sem næstu símar Nokia verða með Microsoft-hugbúnaði. Nokia N9 er takkalaus og hönnunin svo spennandi að mann langar til að kaupa einn og síðan annan handa konunni, hvorn í sínum litnum. Páll Stefánsson ljósmyndari: Heitt haust Græjur fyrst & frEmst H ollendingurinn Kees van der Graafs var einu sinni einn af helstu stjórnendum hjá alþjóðafyrirtækinu Unilevel. Svo veiktist hann af sjaldgæfum vöðvasjúkdómi og varð að hætta. Hann ákvað að endurskipuleggja líf sitt og leita að nýju jafnvægi við nýjar aðstæður. Það er einmitt jafnvægið í lífinu sem gamli stjórinn telur að skipti meira máli en auður, afl og hús. Það skipti alltaf mestu að vera sáttur við sjálfan sig. En hvað er þá til ráða ef mönnum finnst sem allt sé úr lagi í lífi þeirra, framinn lítill og hamingjan langt undan? Kees van der Graafs kann tíu ráð í leitinni að jafnvægi í lífinu en engu þeirra er auðvelt að fylgja: Reyndu að finna út hver hinn eiginlegi tilgangur með lífinu er. Þetta krefst íhugunar og einveru. Svarið liggur alls ekki á lausu og fjallar ekki bara um einföld persónuleg markmið heldur sjálfa lífsgátuna. Menn verða að þora að horfast í augu við sjálfa sig. Hvað skiptir þig mestu máli í lífi nu? Er breytni þín í samræmi við hugmyndirnar um lífið? Þar verður að vera samræmi á milli. Nefndu fimm atriði sem skipta þig miklu máli. Líta má á slíkan lista sem verkáætlun. Þetta er það sem þig langar að sækjast eftir. Taktu erfiðar ákvarðanir. Hægara sagt en gert, vissulega, en hættu að sækjast eftir því sem þig langar eiginlega ekki til. Það getur reynst erfitt að hætta eftirsókn eftir vindi. Leitaðu að rótum vandans. Líki þér ekki við líf þitt er eina ráðið að leita að upphafi vandans. Það dugar ekki að fást bara við einkennin. Lát hrífast af merkum mönn- um. Það er gott að eiga sér fyrirmyndir. Taktu því fólk, sem þú öfundar, þér til fyrirmyndar. Hvað hefur það gert til að ná jafnvægi í lífinu – eða hefur það ef til vill ekki fundið jafnvægið? Haltu líkamanum í þjálfun. Það er mikilvægt að hreyfa sig, njóta útivistar og láta reyna á líkamann. Reglubundin hreyfing er góð bæði fyrir sál og líkama. Ekki slappa of mikið af. Agi og skipulag. Leitin að lífs- hamingjunni krefst aga og skipu­ lags. Menn verða að nýta tímann í samræmi við eigin áherslur á hvað er mikilvægt og hvað ekki. Muna að hlaða batteríin. Það eru takmörk fyrir hve mikla streitu hver maður þolir. Taktu því alltaf út öll þau frí sem þú átt rétt á. Enginn þakkar þér fyrir að gera það ekki. Árlegt mat. Taktu þér tíma á hverju ári til að meta hvernig geng ur að ná jafnvægi í lífinu. Líklega þarftu að taka þig á. Gamall ávani hefur tekið sig upp og þá þarf bæði aga og skipulag til að sækja að settu marki. Stjórnunarmoli TexTi: gíSli KriSTjánSSon Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jó úin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is jafnvægið í lífinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.