Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 63

Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 63
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 63 Ungir menn sem höfðu lært prent­un og unnið í því fagi stofn­uðu fyrir tækið Odda árið 1943 og festu kaup á nýjustu tækjum í greininni. „Eftirspurn eftir prentverki og kröfurnar um gæði voru að auk ast á þeim tíma og þeir fóru út í þessi vélakaup til að geta sinnt kröfunum betur,“ segir Jón Ómar Erlingsson, framkvæmda­ stjóri Odda, en fyrirtækið hefur nánast frá upp hafi verið í eigu sömu þriggja fjölskyldnanna. „Umhverfið var kannski ekki mjög aðlaðandi á þessum tíma; heimsstyrjöld í gangi, alls konar viðskiptahöft og umrót. Á þess­ um tíma voru menn ekkert að láta erfitt umhverfi hafa of mikil áhrif á sig. Þetta sýnir að það er vel hægt að gera góða hluti og koma sér af stað þó að um­ hverfið sé ekki alveg eins og best verður á kosið.“ Jón Ómar segir að stefnan hjá Odda hafi frá upp­ hafi verið gæðaprentverk sem þýði að það þurfi að vera með bestu tækin og besta mannskap­ inn. „Sú hugmynd hefur haldið sér alla tíð í Odda. Lögð er áhersla á að fyrirtækið sé framarlega bæði í prentverkinu og ekki síður þjónustunni í kringum það. Upphaflega viðskiptahug­ myndin er ennþá góð og gild.“ langbreiðasta vöruframboðið Fyrirtækið, sem var stofnað utan um prentun á útgefnu efni svo sem bókum og tímaritum, hefur breyst mikið í gegnum tíðina og í dag eru starfsmenn um 260. Oddi hefur keypt hluti í fyrirtækjum og samein­ ast þeim og segir Jón Ómar að Oddi hafi alltaf stækkað og dafnað og vöruframboðið aukist að sama skapi. „Þannig hefur þetta þróast í þá stöðu sem fyrirtækið er í í dag. Það er með langbreiðasta vörufram­ boðið í prenti í landinu og í rauninni veit ég ekki um neina prentsmiðju í heiminum sem býður upp á jafnbreiða vörulínu og Oddi. Verkefn­ in eru af öllum stærðum og gerðum, allt frá örfáum nafn spjöldum upp í hundruð þús unda kassa úr bylgju­ pappa. Íslenskt umhverfi mótar fyrir tækið en til að stækka á ti l tölulega litlum markaði þarf að gera ansi margt. Hins vegar fylgja stærðinni margir kostir, mikil þekking verður til innan ­ húss og við náum stærðarhag­ kvæmni sem viðskiptavinir okkar njóta.“ Sífelld vöruþróun er í gangi. Tæknin gerir það að verk­ um að sumt af því sem áður var prent að er orðið rafrænt og segir Jón Ómar að vel sé fylgst með þeirri þróun hjá Odda. „Við tökum þátt í þessari þróun ef við sjáum tækifæri á að skapa virði fyrir viðskipta­ vini okkar. Í dag bjóðum við til dæmis upp á umbrot á bókum og tímaritum til rafrænnar dreifi ngar og nýt um okkur þar áratuga reynslu okkar af hefðbundnu umbroti. Þróunin er líka í þá átt að pöntuð eru minni upplög en áður og prent­ un eftir pöntun er alltaf að auk­ ast. Það þýðir að þegar vara er keypt er sett af stað framleiðsla á nákvæmlega því magni sem pantað er, hversu smátt sem það er. Við höfum til dæmis starfrækt vef þar sem fólk getur búið til eigin ljósmyndabækur, tækifæriskort og þess háttar og pantað allt frá einu eintaki. Þetta á eftir að aukast og við reynum að vera í fararbroddi þar eins og í öðru.“ „Lögð er áhersla á að fyrirtækið sé framarlega bæði í prentverkinu og ekki síður þjónustunni í kringum það. upphaflega viðskipta hugmyndin er ennþá góð og gild,“ segir Jón Ómar erlingsson, framkvæmdastjóri Odda. stofnað á tímum styrjaldar og viðskiptahafta Jón Ómar Erlingsson, framkvæmdastjóri Odda. „Eftirspurn eftir prent­ verki og kröfurnar um gæði voru að aukast á þeim tíma og þeir fóru út í þessi vélakaup til að geta sinnt kröfunum betur.“ viðskiptahugmyndin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.