Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 79

Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 79
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 79 líta eftir hvort allt væri ekki á réttu rólu með Super 8 og Cowboys and Aliens. Peter Jackson ólst upp við Tinna­sögurnar og hefur lengi verið draumur hans að kvik­ mynda þær og þegar Spielberg, sem hafði tryggt sér réttinn á öllum bókunum um Tinna eftir belgíska teiknarann Hergé, frétti af þessum áhuga Jacksons setti hann sig í samband við hann. Þeir ákváðu að gera þrjár kvikmyndir um Tinna og eru þegar búnir að velja sögurnar tvær sem koma í framhaldinu af Ævintýri Tinna: Leyndar dómi einhyrningsins. Hvort það verður Spielberg eða Jackson sem leikstýrir framhalds mynd­ unum tveimur er óvíst. Spielberg kynntist Tinna ekki í æsku eins og Jackson. Hann vissi ekki hver Tinni var fyrr en hann frétti af dómum í Evrópu þar sem söguþræðinum í Indiana Jones­mynd hans Raiders of the Lost Ark var líkt við sögurnar um Tinna. Hann varð sér strax úti um bækurnar og hreifst samstundis og var í mörg ár með Tinna í hugmyndasmiðju sinni. Í fyrstu var ætlunin að gera hefðbundna leikna kvikmynd en þeim félögum þótti Tinni ekki alveg nógu trúverðugur og tóku í þjón ustu sína tölvutæknina á sama hátt og James Cameron kynnti fyrir okkur í Avatar þannig að Jamie Bell, sem túlkar Tinna, er líkari Tinna en sjálfum sér, þótt vel megi sjá svip með Tinna og Bell. Helstu mótleikarar Bells eru Daniel Craig, Andy Serkis, Simon Pegg, Gary Elves og Toby Jones. Stríðshestur Eins og Ævintýri Tinna er War Horse byggð á bók sem lengi hefur verið í umferð. Um er að ræða samnefnda skáld sögu, sem fyrst var gefin út 1982. Hún á það sameiginlegt með Tinna að vera ævintýra­ saga skrifuð fyrir unga lesendur, en þar með lýkur samlíkingunni þar sem War Horse gerist í fyrri heimsstyrjöldinni og segir frá hestinum Joey, sem seldur er breska hernum og fluttur á stríðsstöðvar í Frakk­ landi. Fyrrverandi eigandi hans, ungur dreng ur sem heitir Albert, getur ekki gleymt hestinum og þar sem hann er of ungur til að skrá sig í herinn leggur hann í ferðalag á slóðir stríðsins til að finna Joey og koma með hann heim. Höfund skáldsögunnar, Michael Morpurgo, hafði lengi dreymt um að koma sögu sinni á hvíta tjaldið og lét fljótlega eftir útkomu bókarinnar skrifa handrit sem ekki fékkst kvikmyndað. Það var svo árið 2007 sem leikgerð eftir War Horse var frumsýnd í West End í London. Hlaut leikritið frábærar við­ tökur gagnrýnenda sem og mikla aðsókn. Meðal aðdáenda leikritsins voru hjónin Kathleen Kennedy og Frank Marshall sem fóru með tveimur dætrum sínum að sjá það. Þau hafa bæði lengi unnið með Steven Spielberg og Kathleen lét Spielberg vita um sýninguna og að þarna væri verðugt verkefni fyrir hann. Spielberg sá leikritið og las bókina. Það var svo í desember 2009 að hann gaf út tilkynningu um að fyrirtæki hans DreamWorks myndi gera kvikmynd eftir War Horse. Í millitíðinni hafði Morpurgo gert enn eina tilraun til að koma sögunni í kvikmyndahandrit og fengið leikskáldið og handritshöfundinn Lee Hall (Billy Elliot) til að skrifa handrit. Hall var varla búinn að setja punktinn við síðustu setninguna þegar tilkynningin kom frá Spielberg. Spielberg keypti handrit Lees og fékk hinn kunna handritshöfund Richard Curtis til að endurskrifa það og eru þeir Lee og Curtis báðir titlaðir handritshöfundar. Allt frá því tökur hófust hefur mikil leynd hvílt yfir myndinni og fáir vita í raun hvernig Spielberg tæklar söguna. Í aðalhlutverkinu er ungur og óþekktur leikari, Jeremy Irvine, sem aldrei hefur áður leikið í kvikmynd. Reyndari breskir leikarar eru í öðrum hlut­ verkum, má þar nefna Emily Watson, Bene­ dict Cumberbatch, David Thewlis og Peter Mullen. Þess má svo geta að lokum að John Williams, það mikla kvikmyndatónskáld, semur tónlistina við báðar kvikmyndirnar og er greinilegt þegar sýnishorn úr myndunum eru skoðuð að hann hefur engu gleymt, en hann verður áttræður á næsta ári. kvikmyndir Draumahúsið Mikið hefur verið fjallað um Daniel Craig og Rachel Weisz og hvernig þeim tókst að koma öllum á óvart þegar þau giftu sig eftir stutt kynni. Þessi eldheita ást varð til við tökur á Dream House, sem Jim Sheridan (In the Name of the Father, My Left Foot) leikstýrir. Um er að ræða gamaldags sálfræðitrylli um fjölskyldu sem sest að í litlu þorpi í Nýja­Englandi. Fljótlega komast þau að því að móðir og tvö börn hennar voru myrt í húsinu og að margir hafa trú á því að fjölskyldan verði næstu fórnarlömb morðingjans, sem gengur laus. Craig og Weisz leika hjónin og Naomi Watts leikur nágranna sem var fjölskylduvinur þeirra sem voru myrt. Dreamhouse verður frumsýnd vestanhafs í lok september. Straw Dogs Nákvæmlega fjörutíu ár eru frá því að Sam Peckinpah sendi frá sér hina ofbeldisfullu Straw Dogs þar sem Dustin Hoffman lék heimilisföður sem fær unglingagengi upp á móti sér og snýst til varnar þegar eiginkonu hans hefur verið nauðgað. Nú er búið að endurgera Straw Dogs og fer James Marsden í fótspor Hoffmans. Aðrir leikarar eru Alexander Skarsgard, Kate Bosworth, Dominic Purcell og James Woods. Leikstjóri er Rod Lurie. Hvort mynd Luries nær sömu áhrifum á áhorfendur og mynd Peckinpahs gerði á eftir að koma í ljós en verður að teljast harla ólíklegt. Akstur Danski leikstjórinn Nicholas Winding Refn, sem hingað til hefur verið þekktastur fyrir Pusher­myndirnar þrjár og Bronson, fékk verðlaun sem besti leikstjórinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor fyrir leikstjórn sína á Drive, sem er fyrsta bandaríska kvikmyndin sem hann leik stýrir. Í myndinni leikur Ryan Gosling áhættu­ bílstjóra í Hollywood sem á nóttunni keyrir fyrir harðsvíraða glæpamenn. Þegar eitt slíkt verkefni fer í vaskinn þarf hann á allri sinni snilld að halda til að komast lifandi úr þeirri raun. Handritið var skrifað með Ryan Gosling í huga fyrir aðalhlutverkið og hann fékk að velja leikstjóra. Er greinilegt að hann hefur hrifist af fyrri myndum Refns því hann valdi hann strax. Drive verður tekin til sýningar hér á landi 23. september. Daniel Craig og Rachel Weisz í draumahúsinu sínu. James Marsden leikur handritshöfund sem fær glæpagengi upp á móti sér í Straw Dogs. Ryan Gosling í hlutverki áhættubílstjóra í Drive. Óþekktur leikari, Jeremy Irvine, leikur aðalhlutverkið í War Horse. Hann er hér ásamt hestinum Joey, sem er helsti mótleikari hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.