Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 10
10 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011
ERLENDI FORSTJÓRINN
Loftur Ólafsson,
sérfræðingur hjá Íslandssjóðum:
Frjáls verslun hefur fengið þekkta ein stakl inga til liðs
við sig til að segja í mjög stuttu máli álit sitt á ýmsu
tengdu við skiptum og efnahagslífi í hverju tölu blaði.
UmSjón: Svava jónSdóTTir
atóm-anna
ÁlitsgjaFar
FrjÁlsrar verslunar tryggðakort notuð í auknum mæli
Ásmundur Helgason segir að íslensk fyrirtæki séu í auknum mæli farin að huga á nýjan leik að uppbyggingu tryggðakerfa en grunnurinn í kerfunum verður að vera sá að viðskiptavin
urinn njóti betri kjara sé hann þátttakandi í kerfinu. Því þurfi fyrirtæki
sem ætla sér að halda úti slíku kerfi að vinna stöðugt í að bjóða
sínum hópi tilboð og afslætti sem aðrir fá ekki. „Ekki nóg með það
heldur verður að auglýsa þessi tryggðatilboð meðal þeirra sem ekki
eru í kerfinu til að þeir sjái að þarna er eftir einhverju að slægjast.
Eitt af markmiðum sumra svona kerfa er að fá nánari upplýsingar
um viðskiptavinina svo sem netfang, símanúmer, aldur barna þeirra
og fjölda bíla á heimilinu sem nýtist við að nálgast einstaklingana
með tilboð sem henta hverjum og einum. Best heppnuðu kerfin ná
því að gera viðskiptavinina að sínum talsmönnum sem þreytast ekki
á að dásama fyrirtækið.“
Ásmundur segir að Stöð 2 hafi til dæmis blásið nýju lífi í sitt kerfi
sem hét einu sinni M12, Icelandair hafi alla tíð haldið úti sínu kerfi
mjög vel og N1 leggi núna mikið í N1-kortin. „Fleiri fyrirtæki eru að
feta inn á þessa braut, enda vita þau að það er mikilvægara að
halda í núverandi viðskiptavini en að fá nýja. Það er einmitt kjarninn
í öllum tryggðakerfum að fá núverandi viðskiptavini til að versla
meira og snúa sér þar með síður til keppinautanna. Sum kerfi gefa
út kort eins og netkortið á meðan önnur fara í samstarf við greiðslu
kort eða sleppa því hreinlega að gefa út kort eins og Húsasmiðjan
til dæmis sem byggir bara á kennitölum.“
AUGLÝSINGAR
Ásmundur Helgason, markaðsfræð-
ingur hjá Dynamo:
Margt bendir nú til þess að botni yfirstandandi efnahags-kreppu hafi verið náð. Á hinn bóginn eru því miður ekki horfur á að við séum að komast upp úr kreppunni. Miðað við
spár opinberra stofnana, Hagstofunnar (Þjóðhagsreikningar 2011:9)
og Seðlabankans (Peningamál 2011:3), sem eru mjög samhljóða,
verð ur hagvöxtur hér á landi lélegur næstu þrjú árin eða um 2,7%
að jafnaði. Verði þetta raunin verður kreppunni ekki lokið í árslok
2013 en þá verður VLF enn undir því sem hún var 2007 og 2008.
Atvinnu leysi verður þá jafnframt enn mjög mikið og litlu minna en nú
er. Samkvæmt þessum spám verður árið 2013 fimmta eða sjötta ár
kreppunn ar eftir því hvort hún er talin hafa hafist árið 2008 eða 2009.“
Ragnar segir að þessar spár Hagstofunnar og Seðlabankans
byggist auðvitað á framhaldi núverandi efnahagsstefnu. „Allir sjá
að hlutlægar efnahagsaðstæður hér á landi – ónotað vinnuafl og
fjármagn og mörg vænleg framleiðslutækifæri – leyfa miklu meiri
hagvöxt en spáð er. Ríkjandi efnahagsstefna kemur í veg fyrir að
þessi tækifæri séu nýtt. Því er það að eigi að koma í veg fyrir þá
dap urlegu efnahagslegu og félagslegu framtíð sem í spánum felst
er nauðsynlegt að skipta um efnahagsstefnu.“
EFNAHAGSMÁL
Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði
við Háskóla Íslands:
enn lengist í
kreppunni
Fyrsti yfirmaður hinnar frönsku Anne Lauvergeon sagði við hana: „Rétti staðurinn fyrir konu er heimilið.“ Þessi stórkarla-legu ummæli féllu í grýttan jarðveg. Fyrir rúmum áratug
tók hún við stjórnartaumunum hjá franska ríkisfyrirtækinu á sviði
kjarnorku og undir forystu hennar voru nokkur fyrirtæki sameinuð
undir nýju nafni, Areva. Fyrirtækið hefur um árabil verið stærsta
fyrirtæki í heimi í kjarnorkuframleiðslu og býr að sterkum heima
markaði þar sem verulegur hluti orku í Frakklandi er framleidd-
ur með kjarnorku. Undir stjórn Anne, og þess sem virðist vera
framsýni hennar, var stefnan tekin á að bjóða allan pakkann, ef
svo má að orði komast. Fyrirtækið byggir því og rekur kjarna-
ofna, vinnur úraníum og endurvinnur og geymir úrgang. Og
þessi viðskiptastefna hefur verið gerð að öflugri útflutningsvöru.
Skilin milli stjórnmálalífs og viðskiptalífs eru á köflum óljós í
Frakklandi og Anne hefur í gegnum tíðina þurft að feta það ein-
stigi en um leið verið þátttakandi. Á sínum tíma var hún einn af
nánustu starfsmönnum Mitterrands og núverandi forseti, hinn
tápmikli og umdeildi Sarkozy, vildi fá hana til starfa þegar hann
tók við völdum. Anne vildi ekki færa sig um set enda á fullri
ferð hjá Areva. En nú er ævintýrið á enda. Að undanförnu hefur
verið nokkuð á brattann að sækja og fyrirtækið lent í erfiðleikum
og nokkur verkefni þess reynst kostnaðarsöm. Anne hætti sem
forstjóri Areva í lok júní síðastliðins. Þeir, sem hafa þótt hún of
sjálfstæð í starfi sínu í gegnum tíðina, geta varpað öndinni léttar.
Þar gæti ef til vill sést glitta í fyrsta yfirmann hennar.“