Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 16
16 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 Í stuttu máli Hrun á hrun ofan erlendis Mikið verðfall hefur einkennt hlutabréfamarkaði vestanhafs og í Evrópu undanfarna tvo mánuði og enginn veit hvenær botninum verður náð í þeim efnum. Ofsahræðsla greip um sig þegar Standard & Poor’s lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna í byrjun ágúst sem í raun þýddi auknar efasemdir um að Bandaríkin gætu greitt skuldir sínar. Almennum fjárfestum finnst sem batinn í efnahagslífi Bandaríkjanna og Evrópu láti standa á sér, skuldavandi fyrirtækja og einstakra ríkja sé enn of mikill, atvinnuleysi minnkar ekki, spár um hagvöxt eru dekkri en áður og fjárhagsvandi Miðjarðarhafsríkjanna á evrusvæðinu er meiri og erfiðari en flestir trúðu. Þýskir bankar eru sömuleiðis skuldugri en margur heldur og þekktustu og stærstu bankar Bretlands, sem fengu aðstoð ríkisins haustið 2008 og forðað var frá falli, hafa tapað öllu því fé sem skattgreiðendur lögðu í þá. En hvenær verður botninum náð? Það er nú það! Dow Jones-vísitalan Verðfall á hlutabréfum í kjölfar þess að Standard & Poor’s lækkaði lánshæfismat Bandaríkjanna sýnir sig best í lækkun Dow Jones- hlutabréfavísitölunnar. Hún er samnefnarinn. Gullæði grípur um sig Hrun hlutabréfa hefur leitt til gullæðis. Ekki er grafið eftir gulli líkt og í gullæðinu í Bandaríkjunum á nítjándu öld heldur fjárfest í gulli. Dollarinn hefur heldur styrkt sig gagnvart evru síðustu mánuðina eftir að hafa gefið mjög eftir allan síðasta vetur. Dans dollara gagnvart evru Miklar umræður hafa verið í við skiptalífinu um hagnað bankanna og hvaðan hann komi þegar flestir eru sam- mála um að lítið sé að gerast í viðskipta lífinu. Bankarnir þrír högnuðust um 70 millj­ arða á síðasta ári eftir skatta og tölur þessa árs benda til að hagn aðurinn verði ívið meiri á þessu ári; sumir spá 80 millj örðum króna. Hvaðan kemur hagnaður bankanna? Arion banki tilkynnti nýlega að hagn­ aður fyrstu sex mánuði ársins hefði numið 10,2 milljörðum króna eftir skatta samanborið við 7,9 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Bankinn segir að afkoman umfram áætlanir skýrist einkum af endurmati á útlána­ safni bankans á fyrirtækjasviði. Innan viðskiptalífsins finnst mörgum þessi hagnaður mikill í ljósi þess að landsframleiðslan stendur nánast í stað á botninum, atvinnuleysi er mikið, fjárfestingar litlar og fyrirtæki eiga erfitt með að fá lánað hjá bönk­ unum. En hvaðan er þá þessi hagnaður kominn? Þau eignasöfn sem bank­ arnir tóku yfir með afslætti frá gömlu bönkunum gefa augljóslega vel af sér og hagnaður bankanna liggur fyrst og fremst í endurmati á yfirdregnum útlánasöfnum með stórkostlegum afslætti frekar en að reksturinn sjálfur mali gull. Fram kom í svari Árna Páls Árna­ sonar efnahags­ og viðskiptaráðherra til Einars Guðfinnssonar að nýju bankarnir hefðu afskrifað 503 mill j­ arða á árunun 2009 og 2010. Þar af hefðu fyrirtæki fengið afskrifaðan 481 milljarð. Þrátt fyrir að bankarnir þrír hafi afskrifað 503 milljarða á þessum tveimur árum högnuðust viðskipta­ bankarnir þrír um 70 milljarða eftir skatta á síðasta ári. Bankarnir afskrifa 503 milljarða?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.