Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 36
36 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 E ftir efnahagslegan jarðskjálfta árið 2008 er íslenskt atvinnulíf enn í sárum. Rústabjörgunarsveitin hef- ur lokið störfum og nú er þörf fyrir að huga að enduruppbyggingu. Að einhverju leyti hefur enduruppbygging þegar hafist. Ein af þeim leiðum sem hafa verið skoðaðar talsvert til uppbyggingar er svo kallaðir klasar eða þyrpingar. Verkefnið Neistinn sem Björk Guðmunds­ dóttir var hvatamaður að í samstarfi við Klak – Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, Háskólann í Reykjavík, Náttúra.info og fleiri aðila, sem sett var af stað strax í kjölfar hrun s- ins, var að miklu leyti hugsað til þess að finna leiðir til að styrkja þyrpingar sem gætu orð ið vaxtarbroddar framtíðarinnar. Nýlega var settur á stofn jarðvarmaklasi með á þriðja tug stofn­ fyrirtækja. Einnig hefur verið talsverð umræða um menntaklasa, leikja klasa, heilbrigðisklasa, orkuklasa og nýlega var gerð greining á sjávarútvegsklasanum. Af þessu að dæma mætti ætla að hinn efnahags legi jarðskjálfti hefði hrist atvinnulífið saman en ekki í sundur eins og búast mætti við í slíkum hamförum. Þessi umræða um klasa og þyrpingar gefur tilefni til þess að skoða þetta hugtak nánar og meta hvort og hvernig þyrpingar geta haft hlut­ verk í enduruppbyggingu Íslands. Rannsóknir á þyrpingarmyndun hafa jafnframt færst nær umræðu um frumkvöðla og nýsköpunarfyrir- tæki á undanförnum árum sem er þó nokkuð sem hefur einungis lítillega verið skoðað í þeirri klasaumræðu sem hefur farið fram hér á landi. Það er hins vegar mikilvægt að hafa frum­ kvöðla og sprota með í þeirri umræðu því annars hafa menn ekki skilið tilgang, þróun og áhrif þyrpinga. Porter og klasamódelið Harvard-prófessorinn Michael Porter hefur komið til landsins nokkrum sinnum í sam­ bandi við stofnun jarðvarmaklasans. Porter hefur gegnt lykilhlutverki í þeirri vinnu. Á meðan sjálfstraust Íslendinga var í lágmarki og trúverðugleiki inn á við, ekki síður en út á við, lítill sem enginn var mikilvægt og nauðsynlegt að hafa trúverðugan fánabera. Með stuðningi Michaels Porters skapaðist trúverðugleiki sem innlendir aðilar hefðu ekki getað veitt verkefninu og til er að verða mikilvægt samstarf í jarðvarmaklasanum. Michael Porter hefur talað mikið fyrir mik il- vægi og ávinningi klasa sem hluta af sam ­ keppnishæfni þjóða og landsvæða. Í skýrslu um jarðvarmaklasann er fjallað um hugmynd­ ir Porters hvað varðar klasa. Skilgreiningin er að klasi sé landfræðileg þyrping fyrirtækja og stofnana á ákveðnu sviði, sem eiga sam eig­ inlega hagsmuni og stuðningsnet. Porter setti fram hugmyndir um fjóra krafta sem mynda tígul eða demant en það eru: Framleiðsluskilyrði – sem varða innviði og aðgengi að auðlindum. Eftirspurnarskilyði – sem varða virkni markaðarins. Stefna fyrirtækja, skipulag og samkeppni – sem varðar samkeppnisaðstæður. Tengdar greinar og stuðningsgreinar – sem varðar stoðgreinar atvinnugreinar. Hugmyndin er að þessir fjórir þættir leiki lykilhlutverk í hversu samkeppnishæfir klasar geta orðið. nálægð fyrirtækja Flestir stjórnmálamenn og aðrir áhugamenn þekkja klasahugmyndina út frá því sem Michael Porter hefur skrifað um þyrpingar. Hugmyndin um ávinning þyrpinga á rætur að rekja til áhuga hagfræðinga á landsvæð­ um en það var hagfræðingurinn Alfred Marshall sem skrifaði um þyrpingar m.a. út frá stærðarhagkvæmni árið 1890. Síðan hafa verið skrifaðar á annað þúsund fræðigreina um klasa. Mest af því sem upphaflega var rannsakað af hagfræðingum snerist um auðlindir og framleiðsluþætti. Á áttunda ára - tug síðustu aldar fóru fræðimenn hins vegar í auknum mæli að rannsaka tengingar og tengslanet út frá samfélagslegum forsend­ um og síðustu tuttugu árin hafa fræðimenn talsvert skoðað klasa út frá þekkingarsköpun innan stofnana og á milli þeirra. Ennfremur hefur verið talsverður áhugi að undanförnu á að skoða klasa sem nýsköpunarkerfi. Auðlindanálgunin er í nánu samhengi við umræðu og þróun neo-klassískrar hagfræði. Einkum hafa þrenns konar þættir verið skoð - aðir sem ytri þættir framboðshagfræðinnar. Fyrst er það sérhæft vinnuafl sem skapast vegna nálægðar samskonar fyrirtækja. Í öðru lagi stuðningur sem fyrirtæki í sömu atvinnugrein hafa frá sérhæfðum birgjum og Í þyrpingum Íslands Ísland þarf á sprotum að halda sem verða til úr þeim fyrirtækjum sem þegar hafa skapað ákveðna þekkingu og hæfni og þá leika þau fyrirtæki sem oftast eru nefnd í samhengi nýsköpunar lykilhlutverk. Hvernig sprotar skapa þyrpingar: TexTi: eyþór ívar jónSSon Össur er dæmigert Íslenskt sprotafyrirtæki sem varð að alþjóðlegum risa. sprotar og frumkvöðlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.