Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 18
18 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011
Í stuttu máli
Skuldugustu ríkin (sem hlutfall af landsframleiðslu)
Japan 234%
Grikkland 142%
Ítalía 120%
Ísland 111%
Belgía 103%
Bandaríkin 100%
Írland 97%
Singapúr 95%
PortúgaL 93%
Þýskaland 83%
Frakkland 82%
Spánn 62%
tyrkjarán og gos
Engir viðburðir í sögu byggðar í Vestmannaeyjum hafa haft viðlíka áhrif
á samfélagið nema eldgosið 1973 og hið hroðalega grimmdarverk sem
kallað hefur verið Tyrkjaránið árið 1627.
– Bæjarráð Vestmannaeyja í áliti sínu um kvótafrumvarpið og að íbúum
Vestmannaeyja muni fækka um 450 til 500 verði frumvarpið lögfest.
„Og vel á minnst: Hvernig stendur á því að þeir sem voru mest áberandi
eru ekki gjaldþrota? Aðeins þrír þeirra hafa lýst yfir gjaldþroti; báðir
fyrrverandi viðskiptafélagar mínir í Landsbanka og einn fram kvæmdastjóri
hjá Baugi. Það er allt og sumt. Enginn annar, ekki einn af öllum þeim sem
skulduðu sem mest í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka, aðeins þessir þrír.
Hvers vegna? Er þetta eðlilegt? Það er ekki eins og þeir sem tóku þátt í
sýndarviðskiptunum og seldu hver öðrum eignir á útblásnu verði hafi
megnað að semja um yfirþyrmandi skuldir sínar.“
– Björgólfur Thor Björgólfsson á fundi í Kaupmannahöfn.
Aðeins þrír
stór laxar
gjald þrota
Heildarskuldir ríkissjóðs námu 1.803 milljörðum króna í lok 2. ársfjórð-
ungs þessa árs eða sem svarar 111,3% af áætlaðri landsframleiðslu ársins.
Þetta kemur fram í nýju riti Hagstofunnar um fjármál hins opinbera.
Heildarskuldir ríkis sjóðs
1.803 milljarðar
Landsframleiðslan dróst saman milli
ársfjórðunga á þessu ári. Samkvæmt
tölum Hagstofunnar hefur hagkerfið
vaxið samfleytt tvo ársfjórðunga í röð
milli ára, 3,6% á fyrsta ársfjórðungi og
1,4% á öðrum ársfjórðungi. Það eru
jákvæð tíðindi eftir langt samdráttarskeið
frá miðju ári 2008 en landsframleiðsla
dróst saman um 7% árið 2009 og 4%
árið 2010. Efnahagsbatinn er því mjög
veikburða og fjárfestingar stigið í sögulegu
lágmarki. Lýsa má þessu þannig að við
séum enn að skjögra eftir botninum.
skjög r um eftir
botninum
Bandaríska fjölmiðla fyrir
tækið Turner Broadcasting
hefur keypt fyrirtækið á bak við
Latabæ fyrir jafnvirði nærri 2,8
milljarða króna. Magnús Schev
ing mun áfram stýra fyrirtækinu
og aðrir stjórnendur halda
stöðum sínum. Kaupsamning
urinn felur í sér, að fram leidd
verði ný 26 þátta röð um
Latabæ sem verður tilbúin til
sýningar undir lok næsta árs.
Þættirnir verða framleiddir á
Íslandi eins og fyrri þáttaraðirn
ar tvær, sem nú hafa verið
sýndar í yfir 100 löndum.
turner
kaupir
lata bæ
Margir spyrja sig hvaða
Íslendingar áttu Grímsstaði
á Fjöllum og seldu
Kínverjanum Huang
Nubo jörðina.
Eigendur jarðarinnar að 75%
hlut eru Guðný María og Jóhannes
Haukur Hauksbörn með 50% eign arhlut
í gegnum Grímsstaði I. Sigurður Axel
Benediktsson, Kristín Axelsdóttir og
Elvar Daði Guðjónsson í Grímstungu I
og Bragi Benediktsson í Grímstungu II
með samtals um 25% eignarhlut. Íslenska
ríkið á svo 25% hlut í gegnum jörðina
Grímsstaði II.
Hverjir selja
Nubo?
Rangt var farið með tekjur Bjarna
Jóhannssonar, kennara og þjálfara
Stjörnunnar í knattspynu, í Tekjublaði
Frjálsrar verslunar sem kom út í sumar.
Bjarni var með 783 þúsund krónur á
mánuði að jafnaði á síðasta ári en sagt var
að hann væri með 202 þúsund krónur.
Bjarni er ekki aðeins þjálfari Stjörnunnar
heldur er hann íþróttakennari við
Borgarholtsskóla. Frjáls verslun biður
Bjarna velvirðingar á þessum mistökum.
leiðréttar tekjur
Bjarna