Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 62
62 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011
Samtök iðnaðarins efna þetta árið til átaksverkefnis sem kallast Ár nýsköpunar – frumkvæði, fjár
festing, farsæld. Markmiðið er
að kynna og efla nýsköpun sem
leið til endurreisnar í íslensku
atvinnulífi og vinna að vegvísi til
framtíðar með verðmætasköp
un og aukinn útflutning að
leiðarljósi.
Haukur Alfreðsson er verk
efnastjóri Hátækni og sprota
vettvangs hjá SI en um er
að ræða samstarfsverkefni
samtakanna og stjórnvalda.
Markmið vettvangsins er að
vinna á markvissan hátt að
því að bæta starfsskilyrði og
stuðningsumhverfi tækni og
sprotafyrirtækja.
„Hátækni og sprotavettvang
ur vinnur í nánu samstarfi við
fyrirtæki bæði innan og utan SI
að margvíslegum verkefnum
sem miða að því að bæta starfs
umhverfi þeirra, sérstaklega
sprotafyrirtækja. Við komum
á framfæri upplýsingum sem
nýtast fyrirtækjum í rekstri,
veitum ýmiss konar þjónustu
og fáum ábendingar frá þeim
um það sem betur má fara. Þær
upplýsingar notum við síðan
til að móta stefnu m.a. tækni
og hugverkafyrirtækja. Til að
koma stefnu og mark miðum
í framkvæmd eru verkefni
skilgreind, þeim for gangsraðað
og komið í fram kvæmd með
stuðningi hags munaaðila,
fyrirtækjanna, stjórn mála
manna og stjórnvalda.“
nýsköpun
Hátækni og sprotavettvang
ur og SI boðuðu þingmenn,
fulltrúa úr ráðuneytum og for
svarsmenn fyrirtækja á stefnu
mótunarfund fyrr á þessu ári.
„Við höfum verið að vinna úr
tillögum sem þar komu fram
og á ráðstefnu, sem við köllum
Tækni og hugverkaþing 2011,
verða þær kynntar og leitað
leiða til að koma þeim í fram
kvæmd. Við leggjum áherslu á
að vinna með þingmönnum í
þessu máli, m.a. til að fá ábend
ingar og aðstoð við að koma
verkefnum í framkvæmd.“
Haukur segir að Samtök iðnaðarins og Hátækni
og sprota vettvangur vinni í æ
meira mæli með fyrirtækjum
sem koma úr öðrum greinum
en tæknigreinum. Eins og nafn
þingsins gefur til kynna er líka
um að ræða málefni fyrirtækja
í svokölluðum hugverkageira.
Verkefnin leiði til betra starfs
umhverfis sem nýtist fleirum
en tækni og sprotafyrirtækjum.
Í ljósi þess eru SI og Hátækni
og sprotavettvangur að útvíkka
markhóp sinn til fyrirtækja sem
byggja starfsemi sína á hug
verki og hugverkaþróun, óháð
atvinnugrein, hvort sem sú
þróun byggist á tækni, hönn
un eða annarri sérstöðu. „Við
erum þess fullviss að framtíðin
felist í að auka verðmætasköp
un með nýsköpun: Tækifærin
liggja hjá tækni og hugverka
fyrirtækjum almennt sem
byggja starfsemi sína ekki
eingöngu á náttúruauðlindum.
Við viljum kalla þau fjórðu
stoðina í verðmætasköpun og
útflutningi.“
Samtök iðnaðarins hafa í gegnum árin m.a. aðstoðað fyrirtæki við nýsköpun og lagt áherslu á fyrirtæki í tæknigeiranum.
Fyrirtækjum úr ýmsum starfsgreinum sem byggja starfsemi sína á hugverki er að fjölga innan samtakanna.
tækni- og hugverkaþing 2011
„Hátækni og
sprotavettvang ur
vinnur í nánu sam
starfi við fyrirtæki
bæði innan og utan
SI að margvíslegum
verkefnum.“
Haukur Alfreðsson er verk efnastjóri Hátækni- og sprota vettvangs hjá SI.
viðskiptahugmyndin