Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 47
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 47 Vill greiða úr krullunum Þ að er mín kenning að stoðkerfi nýsköpunar beri enn ýmis einkenni góðærisins. Það komu fram hugmyndir og svo var vaðið í að framkvæma þær án þess að hugsa of mikið um skipulagið og skilvirknina,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra en hún vill einfalda þetta kerfi og ekki síst „kortleggja það sem fyrir er“ eins og hún orðar það. Fólk með nýjar hugmyndir kvartar undan því að erfitt sé að átta sig á hver geri hvað innan þeirra stofnana og sjóða sem hafa það hlutverk að styðja við bakið á frumkvöðlum. Hvar á ég að byrja? Við hvern á ég að tala fyrst? En þessi eða hinn sjóðurinn sá rétti fyrir mig? Leiðakerfi á netinu Núna er komin á netið ný gátt sem heitir www.atvinnuvegurinn.is og þar er hægt að finna einfalda leið inn í kerfið og um það. Að þessu hefur verið unnið í ráðuneytinu í ár og Kartín segir að vinna við að koma betra skipulagi á stoðkerfið verði eitt helsta verkefni ráðu- neytisins út árið. „Það kemur til greina að slá saman sjóðum, sem eru á vegum hinna ýmsu ráðuneyta, og auka samvinnu stofnana út um allt land,“ segir Katrín og bendir á að það sé kreppuráðstöfun eftir góðærið að vilja auka skilvirknina og nýta peningana betur. „Stoðkerfið er alls ekki slæmt og tækniþróunarsjóður er til dæmis eitt öflugasta tækið sem við höfum í nýsköpun,“ segir Katrín. „Fyrirtæki sem voru skjólstæðingar hans skila nú gjaldeyristekjum. Um 65% af hugmyndum sem tækniþróunarsjóður hefur styrkt hafa leitt af sér frumgerðir og þá eru miklar líkur á að úr verði fram­ leiðsla. En við þurfum að eyða minna í stjórnunarkostnað og meira í sjálf verkefnin,“ segir Katrín. Mikil gróska Annað kreppueinkenni er að óvenjumargar hugmyndir koma fram og nýsköpun birtist á fleiri sviðum en áður. „Margt hæfileikaríkt fólk sogaðist inn í svartholið sem bankanir voru. Nú er það oft á lausu og með nýjar hugmyndir,“ segir Katrín. Hún leggur og áherslu á að nýsköpun snýst um fleira en bara hátækni. Það ber oft mest á nýjum hátæknifyrirtækjum en nýsköp- un er líka í þjónustu af ýmsu tagi, í menntakerfinu og í hönnun. „Það er margt spennandi að gerast í hönnun og ég vil að hönn- uðir nýti sér líka þetta stoðkerfi nýsköpunar,“ segir Katrín og bendir á að fatahönnun og fatagerð hafi farið illa út úr góðærinu en sé að ná sér á strik á ný. „Það er mikil gróska í nýsköpun en við þurfum að einfalda kerfið, bæta aðgengi að því sem fyrir er og nýta peningana betur,“ segir Katrín Júlíusdóttir. kAtrÍN JúLÍuSdóttIr IðNAðArrÁðHErrA líkir stuðningskerfi nýsköpunar við krullað hár. Það hefur vaxið og aukist á síðustu árum en samt ekki alltaf þannig að auðvelt sé að átta sig á hver gerir hvað í þessu kerfi. Nú er kominn tími til að slétta úr krullunum. „Við þurfum að eyða minna í stjórnunar­ kostnað og meira í sjálf verkefnin.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.