Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Page 47

Frjáls verslun - 01.07.2011, Page 47
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 47 Vill greiða úr krullunum Þ að er mín kenning að stoðkerfi nýsköpunar beri enn ýmis einkenni góðærisins. Það komu fram hugmyndir og svo var vaðið í að framkvæma þær án þess að hugsa of mikið um skipulagið og skilvirknina,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra en hún vill einfalda þetta kerfi og ekki síst „kortleggja það sem fyrir er“ eins og hún orðar það. Fólk með nýjar hugmyndir kvartar undan því að erfitt sé að átta sig á hver geri hvað innan þeirra stofnana og sjóða sem hafa það hlutverk að styðja við bakið á frumkvöðlum. Hvar á ég að byrja? Við hvern á ég að tala fyrst? En þessi eða hinn sjóðurinn sá rétti fyrir mig? Leiðakerfi á netinu Núna er komin á netið ný gátt sem heitir www.atvinnuvegurinn.is og þar er hægt að finna einfalda leið inn í kerfið og um það. Að þessu hefur verið unnið í ráðuneytinu í ár og Kartín segir að vinna við að koma betra skipulagi á stoðkerfið verði eitt helsta verkefni ráðu- neytisins út árið. „Það kemur til greina að slá saman sjóðum, sem eru á vegum hinna ýmsu ráðuneyta, og auka samvinnu stofnana út um allt land,“ segir Katrín og bendir á að það sé kreppuráðstöfun eftir góðærið að vilja auka skilvirknina og nýta peningana betur. „Stoðkerfið er alls ekki slæmt og tækniþróunarsjóður er til dæmis eitt öflugasta tækið sem við höfum í nýsköpun,“ segir Katrín. „Fyrirtæki sem voru skjólstæðingar hans skila nú gjaldeyristekjum. Um 65% af hugmyndum sem tækniþróunarsjóður hefur styrkt hafa leitt af sér frumgerðir og þá eru miklar líkur á að úr verði fram­ leiðsla. En við þurfum að eyða minna í stjórnunarkostnað og meira í sjálf verkefnin,“ segir Katrín. Mikil gróska Annað kreppueinkenni er að óvenjumargar hugmyndir koma fram og nýsköpun birtist á fleiri sviðum en áður. „Margt hæfileikaríkt fólk sogaðist inn í svartholið sem bankanir voru. Nú er það oft á lausu og með nýjar hugmyndir,“ segir Katrín. Hún leggur og áherslu á að nýsköpun snýst um fleira en bara hátækni. Það ber oft mest á nýjum hátæknifyrirtækjum en nýsköp- un er líka í þjónustu af ýmsu tagi, í menntakerfinu og í hönnun. „Það er margt spennandi að gerast í hönnun og ég vil að hönn- uðir nýti sér líka þetta stoðkerfi nýsköpunar,“ segir Katrín og bendir á að fatahönnun og fatagerð hafi farið illa út úr góðærinu en sé að ná sér á strik á ný. „Það er mikil gróska í nýsköpun en við þurfum að einfalda kerfið, bæta aðgengi að því sem fyrir er og nýta peningana betur,“ segir Katrín Júlíusdóttir. kAtrÍN JúLÍuSdóttIr IðNAðArrÁðHErrA líkir stuðningskerfi nýsköpunar við krullað hár. Það hefur vaxið og aukist á síðustu árum en samt ekki alltaf þannig að auðvelt sé að átta sig á hver gerir hvað í þessu kerfi. Nú er kominn tími til að slétta úr krullunum. „Við þurfum að eyða minna í stjórnunar­ kostnað og meira í sjálf verkefnin.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.