Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 22
22 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011
að stæður,“ segir Jakob. „Við þekkt
um ekkert á heilbrigðiskerfið en var
ráð lagt að kaupa tryggingu til að fá
fæð ingarþjónustu – en þú tryggir ekki
eftir á! Barnið var að koma í heiminn
en þetta bjargaðist allt.“ Þriðja barnið
fæddist síðan í Þýskalandi.
ferill í viðskiptum
Námið var strangt og eiginlega heppni
að enginn möguleiki var á að æfa hand
bolta þarna vestra. Að tveimur árum
liðnum, vorið 1995, var MBA-prófið í
höfn og Jakob fór aftur í málninguna;
fyrst stutta sumarferð til Singapúr
milli ára í námi að vinna fyrir danska
fyrirtækið Hempel en svo til bandaríska
efnarisans Rohm and Haas, sem nú er
hluti af Dow Chemical. Fáir hafa heyrt
þessa fyrirtækis getið en það er þó meðal
stærstu fram leiðenda heims á vatnsborn
um efnum til dæmis í málningu.
Eftir þetta tóku við níu ár í þjón-ustu Rohm and Haas. Fyrst í Þýskalandi sem markaðsstjóri
fyrir Evrópu, svo á heimsvísu og loks
framkvæmdastjóri efnaverksmiðja
fyrir tækisins í Evrópu og Afríku.
Þá í höfuðstöðvunum í Fíladelfíu
árin 1999 til 2002 sem framkvæmda
stjóri vöruþróunar. Síðan aftur til
Þýska lands 2002 sem markaðsstjóri
og framkvæmda stjóri verksmiðja
Rohm and Haas í Evrópu, Mið
Austur lönd um og Afríku.
líkar ekki að tapa
Í Þýskalandi bjó fjölskyldan í Fran-
kfurt. Þar var þá einnig Jón Karl
Ólafs son, stöðvarstjóri hjá Flugleiðum
og nú forstjóri hjá PrimeraAir. Þeir
kynntust fljótt en höfðu ekki hist áður.
„Við hittumst fyrir tilviljun á ein -
hverjum Íslendingadegi og höfum
verið vinir síðan,“ segir Jón Karl.
„Ég er mjög upp með mér af að hafa
unnið Jakob, þennan mikla íþrótta
mann, í fyrsta leik okkar í skvassi.
Hann hafði ekki leikið skvass áður!“
„Við förum enn reglulega í skvass
og Jakob dregur mig með í ræktina,“
segir Jón Karl. „Hann segist vera
einkaþjálfari minn.“
„Jakob er mikill fjölskyldumaður og
vinur vina sinna en ekki mikið fyrir að
trana sér fram,“ segir Jón Karl. „Hann
er mikill keppnismaður og það hefur
stundum bitnað á honum sjálfum og
skvassspöðunum en ekki á öðrum. En
honum líkar ekki að tapa.“
yfirvegun best
Jón Karl lýsir Jakobi sem réttsýnum
stjórnanda sem taki ákvaðanir út
frá því sem hann telji rétt. „Hann er
yfirvegaður stjórnandi, stendur mjög
sterkt faglega og hefur að auki mikla
reynslu í alþjóðaviðskiptum. Því er ég
viss um að hann er réttur maður á rétt
um stað hjá Promens,“ segir Jón Karl.
En hvernig lýsir Jakob sjálfur sér
sem stjórnanda? Annar Valsmaður,
Albert Guðmundsson, sagði að
reynsla sín úr fremstu línu í íþróttum
hefði kennt sér að taka ákvaðanir á
„splittsekúndu“. Hefur íþróttaferillinn
áhrif á Jakob sem stjórnanda?
Jakob hlær. „Ég held að stjórnandi
verði að forðast að taka ákvarðanir
á splittsekúndu,“ segir hann. „En
stjórnandi má ekki heldur hika. Ef
skotið kemur aldrei verður heldur
aldrei mark.“
Hann telur þó að öll reynsla á
lífs leiðinni nýtist stjórnanda þótt það
sé ekki endilega með beinum hætti.
„Menn byggja alltaf á öllu því sem
þeir hafa reynt. Það er góð reynsla
að hafa verið í liði og náð árangri,“
segir Jakob.
framleiðsluferli
En hann hefur mesta trú á að kanna
aðstæður ítarlega, rannskaka ferlin og
taka svo ákvörðun á grundvelli þess.
Breytingar á framleiðsluferlum voru
einmitt vinna Jakobs hjá Rohm and
Haas. Hann vann við að endurskip
uleggja og samræma ferlin allt frá
frumframleiðslu til sölu – allt með
það að markmiði að hámarka þjón-
ustu og afköst en lágmarka kostnað
og fjárbindingu.
Jakob segir að mikið af starfinu fra
mundan hjá Promens fjalli um þetta
sama. Fyrirtækið er með umfangs
mikla framleiðslu á margháttaðri
vöru víða um heim. Það óx mjög
hratt á velgengnisárunum fyrir hrun;
ný fyrirtæki voru keypt og nú liggur
fyrir að samræma reksturinn enn
betur. En Jakob segir að það standi
ekki til að kaupa nýtt eða selja gamalt
nema þess sé þörf út frá núverandi
stefnu og rekstri.
Handboltinn er eitt, efnafræðin annað. Þarf efnafræðing til að reka
efnafyrirtæki eins og Promens?
„Nei, það þarf ekki kunnáttu í efna
fræði til að reka Promes,“ svarar Jakob
ákveðið. „Mín reynsla hjá Rohm and
Haas var þó sú að það kom sér oft vel
að tala sama tungumál og efnafræðing
arnir hjá fyrirtækinu. Efnafræðin og
þekking á þessari framleiðslukeðju
spill ir því síst fyrir.“
saltfiskur og gen
Milli Rohm and Haas og Promens eru
sex ár á ferli Jakobs og þá tókst hann
á hendur verkefni á öðrum sviðum.
Sumarið 2004 var SÍF – gamli salt-
fisk risinn Sölusamband ís lenskra
fiskframleiðenda – komið í hendur
nýrra eigenda sem vildu endurskipu
leggja reksturinn og breyta áherslum.
Hugmyndin var að snúa sér að meiri
fullvinnslu utanlands.
Á sama tíma voru breyttar aðstæður
hjá fjölskyldu Jakobs heima á Íslandi
og hann ákvað að hætta hjá Rohm and
Haas og taka við SÍF. Þetta var tveggja
ára vinna sem leiddi til mikilla breyt
inga og bættrar afkomu af starf seminni
og fyrirtækið fékk nafnið Alfesca.
Þá réðst Jakob enn í vistaskipti og fór til deCODE þar sem hann var næstu fjögur árin. Erfið ár
því deCODE lenti í hremmingum,
bæði vegna þess að banki Lehman
bræðra féll sumarið 2008, en bankinn
hafði keypt og haft umsjón með skul
dabréfum í eigu deCODE, rekstrarfé
fyrirtækisins. Þessi bréf voru í skilum en
lítill eftirmark aður með þau á þessum
árum og bankinn hafði raunar lofað að
borga bréfin út helgina sem hann féll.
Annað er að prófanir á nýjum hjarta-
og æðalyfjum eru almennt dýrar og
taka langan tíma. Það var einmitt á því
sviði sem deCODE leitaði samstarfs
samninga við stærri lyfjafyrirtæki, en
mörg þeirra drógu sig út af þessu sviði í
kjölfar áfalla á seinni stigum þróunar á
árunum 20062008.
Á þessum tíma var hafin uppbygg ing
á sölu- og markaðsstarfi á erfða prófum
og þjónustu frá Íslandi, sem skilaði um
talsverðum og vaxandi tekj um, en því
varð að hætta í þessum hremmingum.
En þrátt fyrir allt þetta hefur
Jakob mikla trú á framtíð deCODE.
„Fyrirtækið var langt á undan sinni
samtíð,“ segir hann. „Tæknin sem
það byggir á er núna fyrst að verða
fullþróuð, fyrirtækið er í dag að gera
sínar stærstu uppgötvanir og getur
vonandi farið að byggja upp sölu- og
markaðstarf aftur áður en langt um
líður.“
kapp með forsjá
Jafnframt því að vera þróunarstjóri hjá
deCODE hefur Jakob verið í stjórn
Promens frá árinu 2007 og því nákunn
ugur rekstri félagsins þegar hann tók
við forstjórastarfinu nú í sumar.
Bernhard Petersen segir að kapp
með forsjá hafi einkennt Jakob sem
íþróttamann. „Eiginleikar úr íþrótt
um geta nýst í starfi,“ segir Bernhard.
„Jakob lagði alltaf upp með það að
markmiði að sigra en hann var alltaf
skynsamur og agaður á vellinum,
þekkti takmörk sín og reyndi ekki að
fara fram úr sjálfum sér. Leiðir okkar
hafa ekki legið saman faglega en ég
gæti trúað að þessir eiginleikar fylgdu
honum úr íþróttunum.“
„Ég held að stjórnandi verði að forðast að taka ákvarðanir á splittsekúndu.“
nærmynd
Landsbankinn 410 4000landsbankinn.is
J
ó
n
s
s
o
n
&
L
e
’m
a
c
k
s
•
jl
.i
s
•
s
Ía
Nýsköpunarþjónusta
Landsbankinn kynnir þjónustu sem er sérsniðin að þörfum
nýsköpunar- og sprotafyrirtækja. Þessi nýja þjónustuleið endur-
speglar þá stefnu Landsbankans að vera hreyfiafl í atvinnulífinu.
Lykilþættir þjónustunnar eru
greiður aðgangur að þekk-
ingu, faglegri ráðgjöf og
almennri fjármálaþjónustu.
Þeir sem eru með góða við-
skiptahugmynd geta sótt um
lán hjá Landsbankanum, sem
eru á hagstæðari vaxtakjörum
en hefðbundin yfirdráttarlán.
Þá mun Landsbankinn árlega
veita ný sköpunar styrki úr
samfélagssjóði bankans.
Frumkvöðlar geta leitað til
sérstaks ráðgjafa með leiðsögn
við stofnun fyrirtækis.
Þjálfunarhelgar fyrir frum-
kvöðla verða haldnar vítt og
breitt um landið í samstarfi
við Innovit. Að auki má
nálgast efni á landsbankinn.is
um hvernig finna megi hug-
myndum farveg og taka fyrstu
skrefin í fyrirtækjarekstri.