Frjáls verslun - 01.07.2011, Blaðsíða 12
12 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011
í kjölfar uppsagna
Ingrid Kuhlman segir að í kjölfar uppsagna ríki oft spenna í sambandi atvinnurekenda, stjórnenda og þeirra starfsmanna sem áfram vinna hjá fyrirtækinu sem valdi óöryggi og streitu. Hún
bendir á að starfsumhverfi starfsmanna sé gjörbreytt og að þeir
séu yfirleitt undir meira álagi vegna þess að þeir þurfa að setja sig
inn í önnur verkefni og axla jafnvel meiri ábyrgð en áður.
Ingrid bendir á fimm góð ráð til að hvetja starfsmennina áfram.
„Þeim líður oft illa og í fyrsta lagi þurfa þeir að fá tíma til að átta
sig. Hluti af þessu er að viðurkenna tilfinningar eins og reiði, pirring,
sorg og óöryggi.“
Í öðru lagi skiptir máli að tryggja gott upplýsingaflæði. Ingrid nefn-
ir að gott sé fyrir stjórnendur að útskýra hvers vegna uppsagnirnar
séu nauðsynlegar og hvernig hafi verið staðið að valinu á þeim sem
var sagt upp. „Svo þarf líka að veita upplýsingar um atriði eins og
stöðu fyrirtækisins, framtíðaráform og framtíðarsýn til að koma í veg
fyrir að fólk upplifi tilgangsleysi.“
Ingrid segir að í þriðja lagi sé mikilvægt að þjálfa stjórnendur og
á hún þá sérstaklega við millistjórnendur því þeir séu oft í mestum
tengslum við starfsmennina og traust á þeim sé mikilvægt fyrir holl
ustu starfsmanna á umbrotatímum.
Í fjórða lagi er mikilvægt að hvetja til þátttöku vegna þess að þá
finnst fólki það hafa meiri stjórn á aðstæðum og það getur dregið
úr óöryggi.
Í fimmta lagi má ekki gleyma að fjárfesta í starfsmönnunum. Það
er gott að bjóða þeim upp á endurmenntun og markþjálfun, sér
stak lega ef þeir eru að setja sig inn í ný hlutverk.
HOLLRÁÐ Í STJÓRNUN
Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri
Þekkingarmiðlunar:
nú er tími góðs
samningafólks
Samkeppni um góða viðskiptavini er hörð og þeir sem eru að kaupa rekstrarvörur, hvers kyns þjónustu og aðföng til rekstr arins eru almennt í góðri samningsstöðu í dag. Því
skiptir máli að fara vel undirbúinn til samninga við birgja og að
starfsmenn hafi góða þekkingu á samningatækni. Þegar gengið
er til samninga nær sá aðili almennt meiri árangri sem er betur
undir búinn, þekkir grunnatriði í samningatækni og þekkir hags
muni gagnaðilans betur. Markmið allra samninga er að sjálfsögðu
það að ná niðurstöðum sem báðir aðilar eru sáttir við. Meðal ann-
ars þess vegna vekur það furðu mína að samningahús ríkissátta
semjara skuli kallað Karphúsið. Þar á að ná sáttum, ekki karpa.“
Thomas segir að mestur hagnaður á stystum tíma verði til við
samningaborðið. Líka mesta tapið. „Sá sem hefur meiri þekkingu
á samningatækni og hefur undirbúið sig fyrir samningafundi er sá
sem hagnast mest. Við samningaborðið gilda nokkur grunnatriði
eins og það að festa verðbil í upphafi samninga („anchoring“),
þekkja sitt „BATNA“ og hafa alltaf valkosti í stöðunni. Lykilspurning-
ar áður en lagt er af stað í samningaviðræður eru: Hverju vil ég ná
fram, hverjir eru valkostir mínir og hvers virði eru þeir?“
Hann segir að samningar snúist um að ná hámarksávinningi fyrir
báða aðila. „Góður samningamaður samþykkir aldrei fyrsta boð.
Hann tekur sér tíma og finnur sameiginleg markmið. Hann biður
alltaf um meira en hann býst við að fá og býðst ekki til að mætast
á miðri leið. Ef beðið er um tilslökun biður góður samningamaður
alltaf um eitthvað í staðinn. Hann er alltaf tilbúinn að ganga frá
samningaborðinu og hefur aðra kosti í stöðunni.“
STJÓRNUN
Thomas Möller,
framkvæmdastjóri Rýmis:
þau hafa orðið
valdið liggur hjá
stjórninni
FASTEIGNAMARKAÐURINN
Ingibjörg Þórðardóttir, formaður
Félags fasteignasala:
Ingibjörg Þórðardóttir segir að í hefðbundnu árferði róist fast-eigna markaðurinn yfir sumarleyfistímann en þetta sumar hafi verið með óvenjulegum hætti þar sem meira hefur verið að gera
en endranær.
„Mér finnst vera mikið líf á fasteignamarkaðnum og hreyfing á
öllum gerðum húsnæðis. Unga fólkið er í auknum mæli að koma
út á markaðinn og koma foreldrar því iðulega til aðstoðar við fyrstu
fasteignakaup.“
Ingibjörg segir að eins og tölur Þjóðskrár Íslands sýni hafi vísi-
tala íbúðaverðs hækkað jafnt og þétt. „Vísitalan seig þó um 0,4
stig á milli júní og júlí; hún fór lægst í 302,1 en er nú 320,8 og að
öðru leyti hefur verið hækkun fasteignaverðs allt þetta ár.
Ég tel að stjórnvöld eigi að styðja við sjálfseignarstefnuna og
sköpuð verði tækifæri fyrir fólk að festa kaup á eigin húsnæði
enda má líta á það sem sparnað til lengri tíma litið þegar fólk
býr í eigin húsnæði og greiðir smám saman niður áhvílandi lán.
Brýnt er að horfa til þess hvernig lánafyrirkomulagi er háttað á
húsnæðismark aði í nágrannalöndum okkar. Í þeirri stöðu sem
er uppi nú í þjóð félaginu, þegar bæði ríki og sveitarfélög hafa
neyðst til að selja arðbærar eignir, finnst manni sérkennilegt að
talað sé um að nú eigi þessir sömu aðilar að fara að standa í
umfangsmiklum fasteigna rekstri með útleigu íbúðarhúsnæðis. Þá
spyr ég hverjir eru það í raun sem eiga að verða leigusalar. Miklu
farsælla er að mínum dómi að þeir sem kaupa sína fyrstu íbúð fái
vexti niðurgreidda eða aðrar leiðir verði skoðaðar, hugsanlega í
gegnum skattakerfið.“